Nándin í veikindunum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Ég hef leyft mér á þessum vettvangi að ræða um aðstæður heilabilaðra og ástvina þeirra. Faðir minn, Bolli Gústavsson, glímdi við minnissjúkdóm í 12 ár sem rændi hann lífsgæðum hægt en örugglega. Það getur verið erfitt að vera nálægt þeim sem eru veikir. Ég man að sú djúpa og nærandi tilfinning að tilheyra og njóta umhyggju lifði með föður mínum þrátt fyrir minnisleysið. Það er mikilvægt að þau sem eru gleymin fái að njóta lífsgæða á meðan lífið varir. Eitt af því sem tilheyrir minnissjúkdómum er málstol og því þarf að finna skapandi leiðir til að vera í nándinni. Hægt er að horfa á eitthvað fallegt saman, njóta návistar dýra eða barna, hlusta á kunnuglega tónlist eða lesa fallegan texta þar sem ekki þarf að halda löngu samhengi. Þrátt fyrir að margir veldu að heimsækja ekki föður minn á sínum tíma en vildu helst muna hann eins og hann var, man ég eftir þremur kollegum hans sem létu ekki vanmátt hans aftra sér. Einn þeirra var Sigurbjörn Einarsson biskup. Eitt sinn er pabbi var orðinn mjög veikur og dvaldi á Landakotsspítala, kominn í hjólastól og málstol hans var orðið algjört, kom vakthafandi hjúkrunarfræðingur á móti mér og sagði að Sigurbjörn biskup hefði komið í heimsókn. Ég spurði hvort hann hefði staldrað lengi við og hún játti því. Síðan spurði ég hvort hann hefði náð einhverju sambandi við pabba og hún sagði mér að þeir hefðu setið lengi við gluggann þar sem kirkjan í Landakoti blasir við og haldist í hendur. Málstol föður míns kom ekki í veg fyrir að þessir orðsins menn gætu átt samfélag í vináttu og blessað þannig hvor annan. Ég geymi þessa mynd í huga mér alla tíð. Hún veitir mér huggun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég hef leyft mér á þessum vettvangi að ræða um aðstæður heilabilaðra og ástvina þeirra. Faðir minn, Bolli Gústavsson, glímdi við minnissjúkdóm í 12 ár sem rændi hann lífsgæðum hægt en örugglega. Það getur verið erfitt að vera nálægt þeim sem eru veikir. Ég man að sú djúpa og nærandi tilfinning að tilheyra og njóta umhyggju lifði með föður mínum þrátt fyrir minnisleysið. Það er mikilvægt að þau sem eru gleymin fái að njóta lífsgæða á meðan lífið varir. Eitt af því sem tilheyrir minnissjúkdómum er málstol og því þarf að finna skapandi leiðir til að vera í nándinni. Hægt er að horfa á eitthvað fallegt saman, njóta návistar dýra eða barna, hlusta á kunnuglega tónlist eða lesa fallegan texta þar sem ekki þarf að halda löngu samhengi. Þrátt fyrir að margir veldu að heimsækja ekki föður minn á sínum tíma en vildu helst muna hann eins og hann var, man ég eftir þremur kollegum hans sem létu ekki vanmátt hans aftra sér. Einn þeirra var Sigurbjörn Einarsson biskup. Eitt sinn er pabbi var orðinn mjög veikur og dvaldi á Landakotsspítala, kominn í hjólastól og málstol hans var orðið algjört, kom vakthafandi hjúkrunarfræðingur á móti mér og sagði að Sigurbjörn biskup hefði komið í heimsókn. Ég spurði hvort hann hefði staldrað lengi við og hún játti því. Síðan spurði ég hvort hann hefði náð einhverju sambandi við pabba og hún sagði mér að þeir hefðu setið lengi við gluggann þar sem kirkjan í Landakoti blasir við og haldist í hendur. Málstol föður míns kom ekki í veg fyrir að þessir orðsins menn gætu átt samfélag í vináttu og blessað þannig hvor annan. Ég geymi þessa mynd í huga mér alla tíð. Hún veitir mér huggun.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun