Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 23:15 Amazon regnskógurinn í ljósum logum. getty/Universal Images Group Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rafmagnið fór af í rúman klukkutíma á mánudag vegna þess að sterkir vindar blésu reyk frá skógareldunum sem geysa nú í Amazonas og Rondonia ríkjunum, sem eru í meira en 2700 kílómetra fjarlægð frá borginni. Myllumerkið #prayforamazonia, sem hægt er að þýða sem „biðjið fyrir Amazoníu,“ varð vinsælt á Twitter og meira en 150.000 tíst fjölluðu um skógareldana. Í samtali við BBC sagði Gianvitor Dias, íbúi í Sao Paulo, að það hafi nánast verið eins og dagur yrði að nóttu þegar reykurinn lá yfir borginni. Allir borgarbúar hafi talað um ástand himinsins vegna þess að jafnvel á rigningardögum yrði ekki svo þungbúið.Just a little alert to the world: the sky randomly turned dark today in São Paulo, and meteorologists believe it’s smoke from the fires burning *thousands* of kilometers away, in Rondônia or Paraguay. Imagine how much has to be burning to create that much smoke(!). SOS pic.twitter.com/P1DrCzQO6x — Shannon Sims (@shannongsims) August 20, 2019 Mörg vinsælustu tístanna um málið gagnrýndu forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, vegna aðgerðarleysis. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur vegna rýrnunar Amazon skógarins síðan valdatíð hans hófst í janúar. Þar á meðal hafa vísindamenn frá Geimrannsóknarstofnun Brasilíu sagt skógana hafa minnkað töluvert síðan Bolsonaro tók við embætti.Quando vamos nos unir? Jair Bolsonaro tá se lascando pela Amazônia, as pessoas não estão falando sobre isso sendo que nosso maior Patrimônio Natural tá sendo DESTRUÍDO! Precisamos acordar e ver a REALIDADE! O ser humano tá acabando com nosso planeta.#PrayforAmazoniapic.twitter.com/idfDJ4hjlo — bea (@expIicitchanel) August 20, 2019 Forsetinn hefur þó lítið látið gagnrýnisraddir á sig fá og svaraði hann vísindamönnunum á þann máta að gögnin sem þau byggðu gagnrýni sína á endurspegluðu ekki raunveruleikann. Auk þess ásakaði hann sömu vísindamennina um að rægja landið fyrir augum alþjóða.Três anos atrás, o mundo via o Brasil celebrando a natureza e incentivando a preservação ambiental na abertura do maior evento esportivo do planeta. Hoje, nós vemos a Amazônia, nossa maior riqueza, em chamas por mais de 16 dias. Retrocesso? #PrayforAmazoniapic.twitter.com/6vZcLxEdGO — william (@wixlxax) August 20, 2019 Netverjar lýsa nú yfir áhyggjum sínum vegna náttúruspjalla í skóginum, sem er stærsti regnskógur á jörðinni, og hvaða áhrif eldarnir muni hafa á vistkerfi skógarins. Í myndum frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sést að gróðureldarnir geisa á stórum landsvæðum í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ. Amazonas ríkið lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna fyrr í þessum mánuði. Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rafmagnið fór af í rúman klukkutíma á mánudag vegna þess að sterkir vindar blésu reyk frá skógareldunum sem geysa nú í Amazonas og Rondonia ríkjunum, sem eru í meira en 2700 kílómetra fjarlægð frá borginni. Myllumerkið #prayforamazonia, sem hægt er að þýða sem „biðjið fyrir Amazoníu,“ varð vinsælt á Twitter og meira en 150.000 tíst fjölluðu um skógareldana. Í samtali við BBC sagði Gianvitor Dias, íbúi í Sao Paulo, að það hafi nánast verið eins og dagur yrði að nóttu þegar reykurinn lá yfir borginni. Allir borgarbúar hafi talað um ástand himinsins vegna þess að jafnvel á rigningardögum yrði ekki svo þungbúið.Just a little alert to the world: the sky randomly turned dark today in São Paulo, and meteorologists believe it’s smoke from the fires burning *thousands* of kilometers away, in Rondônia or Paraguay. Imagine how much has to be burning to create that much smoke(!). SOS pic.twitter.com/P1DrCzQO6x — Shannon Sims (@shannongsims) August 20, 2019 Mörg vinsælustu tístanna um málið gagnrýndu forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, vegna aðgerðarleysis. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur vegna rýrnunar Amazon skógarins síðan valdatíð hans hófst í janúar. Þar á meðal hafa vísindamenn frá Geimrannsóknarstofnun Brasilíu sagt skógana hafa minnkað töluvert síðan Bolsonaro tók við embætti.Quando vamos nos unir? Jair Bolsonaro tá se lascando pela Amazônia, as pessoas não estão falando sobre isso sendo que nosso maior Patrimônio Natural tá sendo DESTRUÍDO! Precisamos acordar e ver a REALIDADE! O ser humano tá acabando com nosso planeta.#PrayforAmazoniapic.twitter.com/idfDJ4hjlo — bea (@expIicitchanel) August 20, 2019 Forsetinn hefur þó lítið látið gagnrýnisraddir á sig fá og svaraði hann vísindamönnunum á þann máta að gögnin sem þau byggðu gagnrýni sína á endurspegluðu ekki raunveruleikann. Auk þess ásakaði hann sömu vísindamennina um að rægja landið fyrir augum alþjóða.Três anos atrás, o mundo via o Brasil celebrando a natureza e incentivando a preservação ambiental na abertura do maior evento esportivo do planeta. Hoje, nós vemos a Amazônia, nossa maior riqueza, em chamas por mais de 16 dias. Retrocesso? #PrayforAmazoniapic.twitter.com/6vZcLxEdGO — william (@wixlxax) August 20, 2019 Netverjar lýsa nú yfir áhyggjum sínum vegna náttúruspjalla í skóginum, sem er stærsti regnskógur á jörðinni, og hvaða áhrif eldarnir muni hafa á vistkerfi skógarins. Í myndum frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sést að gróðureldarnir geisa á stórum landsvæðum í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ. Amazonas ríkið lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna fyrr í þessum mánuði.
Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent