Brauðtertukeppni, götubitahátíð og fjölskyldujóga meðal dagskrárliða á Menningarnótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 19:27 Menningarnótt verður haldin hátíðlega næsta laugardag. aðsend Menningarnótt verður haldin næsta laugardag og mun miðborgin þá breytast í suðupott menningar og lista. Hátt í 250 viðburðir verða á dagskrá Menningarnætur í ár og aldrei hafa fleiri viðburðir verið í boði.Nokkrir dagskrárliðir MenningarnæturReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 36. skipti í ár og verður hlaupið frá og að Lækjargötu. Fimm mismunandi vegalengdir verða í boði og hægt er að skrá sig hér. Hlaupið hefst klukkan 08:40 og mun því ljúka um miðjan daginn. Skemmtiskokk verður einnig í boði en það hefst klukkan 12:15 og verður hægt að velja um tvær vegalengdir, þrjá kílómetra og sex hundruð metra.Hátíðin verður sett klukkan 13:00 á Hagatorgi af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Þegar setningunni er lokið verður dansdagskrá á Hagatorgi og þar mun meðal annars þjóðdansahópur frá Assam héraði á Indlandi stíga á stokk. Danshópurinn er hér á landi sérstaklega í tilefni Menningarnætur.Brauðtertusamkeppni fer fram í ár í Listasafni Reykjavíkur og mun standa yfir frá klukkan 14:00 til 16:00. Þar verður keppt í þremur flokkum: Fallegasta brauðtertan, Frumlegasta brauðtertan og Bragðbesta brauðtertan. Þeir sem vilja taka þátt geta skráð sig með því að senda póst á [email protected].Haldin verður brauðtertukeppni á Menningarnótt í ár.aðsendLoft Slag eru samstöðutónleikar gegn loftslagsvá sem haldnir verða í samstarfi við Útvarp 101 í bílastæðahúsinu Traðarkoti. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00 og munu hljómsveitirnar FM Belfast og Hermigervill stíga á svið klukkan 20:00. Á tónleikunum verða bar og kaffihús á vegum Tíu Sopa og Kvarnar.Fjölskyldujóga verður haldið í Borgarbókasafninu í Grófinni á milli klukkan 15:00 og 16:00. Þar getur öll fjölskyldan komið saman og gera saman æfingar.Tónaflóð Rásar 2 fer fram í 22. skiptið í ár við Arnarhól. Það hefst klukkan 19:45 og lýkur klukkan 23:00. Þar munu ClubDub, GDRN og Auður, Vök, Valdimar Hjaltalín og Stjórnin stíga á stokk. Bylgjan býr upp á Garðapartý í Hljómskálagarðinum og verður boðið upp á fríar veitingar á meðan birgðir endast. Tónlistarveislan byrjar klukkan 18:30 og mun ljúka 22:45 sem gefur fólki nægan tíma til að rölta að Kvosinni til að koma sér fyrir fyrir flugeldasýninguna. Meðal þeirra sem munu stíga á stokk verða Jón Jónsson og Friðrik Dór, Nýdönsk og Herra Hnetusmjör.Hip hop hátíð verður haldin í fjórða skipti í ár og verður nú haldin á Miðbakkanum. Hún hefst klukkan 15:00 og lýkur klukkan 19:00. Hægt verður að fá sér matarbita á Götubitanum sem mun snúa aftur á Miðbakka á Menningarnótt. Þar mun fjöldi matarvagna bjóða upp á dýrindis veitingar og varða á staðnum frá klukkan 13:00 til 23:00. Árleg flugeldasýning Menningarnætur hefst að venju klukkan 23:00 og mun vara í um það bil 10 mínútur.Samgöngur og aðgengi Miðborgin verður nánast öll lokuð bílaumferð frá því klukkan 7 morguninn 24. ágúst og þar til klukkan 2 eftir miðnætti þann 25. ágúst. Þá verður lokað fyrir bílaumferð vestan Kringlumýrarbrautar frá klukkan 20:00. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að kynna sér götulokanir vel og nýta sér almenningssamgöngur. Frítt verður í Strætó Menningarnótt og verður keyrt eftir hefðbundinni leiðartöflu þar til klukkan 22:30 um kvöldið. Þá mun strætó ganga til klukkan 01:00 frá Sæbraut um leið og athöfn lýkur við Arnarhól. Sérstök bílastæði verða fyrir fatlaða og hreyfihamlaða á Skúlagötu, Túngötu og við Tækniskólann. Auk þess verður hægt að taka leigubíl inn á Skólavörðuholt, Skúlagötu, Túngötu og BSÍ. Þá verða sérstök salerni fyrir fatlaða á hátíðarsvæðinu. Menning Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Lífið á Hverfisgötu Blaðamaður heimsótti litla saumastofu, sælkeraverslun og veitingastað á Hverfisgötu og ræddi við eigendur um reksturinn og lífið. Framkvæmdir í götunni hafa dregist á langinn og haft áhrif á reksturinn. 17. ágúst 2019 08:30 Norðanáttin að „leggja upp laupana“ og bjartviðri í kortunum Það er ekki útlit fyrir háar úrkomutölur í vikunni þar sem lægðirnar virðast ekki ná að komast með góðu móti inn á landið. 19. ágúst 2019 10:52 Götulokanir á Menningarnótt Búið er að birta götuskipulag fyrir Menningarnótt þar sem hægt er að sjá hvaða götur veða lokaðar. 19. ágúst 2019 18:27 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Menningarnótt verður haldin næsta laugardag og mun miðborgin þá breytast í suðupott menningar og lista. Hátt í 250 viðburðir verða á dagskrá Menningarnætur í ár og aldrei hafa fleiri viðburðir verið í boði.Nokkrir dagskrárliðir MenningarnæturReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 36. skipti í ár og verður hlaupið frá og að Lækjargötu. Fimm mismunandi vegalengdir verða í boði og hægt er að skrá sig hér. Hlaupið hefst klukkan 08:40 og mun því ljúka um miðjan daginn. Skemmtiskokk verður einnig í boði en það hefst klukkan 12:15 og verður hægt að velja um tvær vegalengdir, þrjá kílómetra og sex hundruð metra.Hátíðin verður sett klukkan 13:00 á Hagatorgi af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Þegar setningunni er lokið verður dansdagskrá á Hagatorgi og þar mun meðal annars þjóðdansahópur frá Assam héraði á Indlandi stíga á stokk. Danshópurinn er hér á landi sérstaklega í tilefni Menningarnætur.Brauðtertusamkeppni fer fram í ár í Listasafni Reykjavíkur og mun standa yfir frá klukkan 14:00 til 16:00. Þar verður keppt í þremur flokkum: Fallegasta brauðtertan, Frumlegasta brauðtertan og Bragðbesta brauðtertan. Þeir sem vilja taka þátt geta skráð sig með því að senda póst á [email protected].Haldin verður brauðtertukeppni á Menningarnótt í ár.aðsendLoft Slag eru samstöðutónleikar gegn loftslagsvá sem haldnir verða í samstarfi við Útvarp 101 í bílastæðahúsinu Traðarkoti. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00 og munu hljómsveitirnar FM Belfast og Hermigervill stíga á svið klukkan 20:00. Á tónleikunum verða bar og kaffihús á vegum Tíu Sopa og Kvarnar.Fjölskyldujóga verður haldið í Borgarbókasafninu í Grófinni á milli klukkan 15:00 og 16:00. Þar getur öll fjölskyldan komið saman og gera saman æfingar.Tónaflóð Rásar 2 fer fram í 22. skiptið í ár við Arnarhól. Það hefst klukkan 19:45 og lýkur klukkan 23:00. Þar munu ClubDub, GDRN og Auður, Vök, Valdimar Hjaltalín og Stjórnin stíga á stokk. Bylgjan býr upp á Garðapartý í Hljómskálagarðinum og verður boðið upp á fríar veitingar á meðan birgðir endast. Tónlistarveislan byrjar klukkan 18:30 og mun ljúka 22:45 sem gefur fólki nægan tíma til að rölta að Kvosinni til að koma sér fyrir fyrir flugeldasýninguna. Meðal þeirra sem munu stíga á stokk verða Jón Jónsson og Friðrik Dór, Nýdönsk og Herra Hnetusmjör.Hip hop hátíð verður haldin í fjórða skipti í ár og verður nú haldin á Miðbakkanum. Hún hefst klukkan 15:00 og lýkur klukkan 19:00. Hægt verður að fá sér matarbita á Götubitanum sem mun snúa aftur á Miðbakka á Menningarnótt. Þar mun fjöldi matarvagna bjóða upp á dýrindis veitingar og varða á staðnum frá klukkan 13:00 til 23:00. Árleg flugeldasýning Menningarnætur hefst að venju klukkan 23:00 og mun vara í um það bil 10 mínútur.Samgöngur og aðgengi Miðborgin verður nánast öll lokuð bílaumferð frá því klukkan 7 morguninn 24. ágúst og þar til klukkan 2 eftir miðnætti þann 25. ágúst. Þá verður lokað fyrir bílaumferð vestan Kringlumýrarbrautar frá klukkan 20:00. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að kynna sér götulokanir vel og nýta sér almenningssamgöngur. Frítt verður í Strætó Menningarnótt og verður keyrt eftir hefðbundinni leiðartöflu þar til klukkan 22:30 um kvöldið. Þá mun strætó ganga til klukkan 01:00 frá Sæbraut um leið og athöfn lýkur við Arnarhól. Sérstök bílastæði verða fyrir fatlaða og hreyfihamlaða á Skúlagötu, Túngötu og við Tækniskólann. Auk þess verður hægt að taka leigubíl inn á Skólavörðuholt, Skúlagötu, Túngötu og BSÍ. Þá verða sérstök salerni fyrir fatlaða á hátíðarsvæðinu.
Menning Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Lífið á Hverfisgötu Blaðamaður heimsótti litla saumastofu, sælkeraverslun og veitingastað á Hverfisgötu og ræddi við eigendur um reksturinn og lífið. Framkvæmdir í götunni hafa dregist á langinn og haft áhrif á reksturinn. 17. ágúst 2019 08:30 Norðanáttin að „leggja upp laupana“ og bjartviðri í kortunum Það er ekki útlit fyrir háar úrkomutölur í vikunni þar sem lægðirnar virðast ekki ná að komast með góðu móti inn á landið. 19. ágúst 2019 10:52 Götulokanir á Menningarnótt Búið er að birta götuskipulag fyrir Menningarnótt þar sem hægt er að sjá hvaða götur veða lokaðar. 19. ágúst 2019 18:27 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Lífið á Hverfisgötu Blaðamaður heimsótti litla saumastofu, sælkeraverslun og veitingastað á Hverfisgötu og ræddi við eigendur um reksturinn og lífið. Framkvæmdir í götunni hafa dregist á langinn og haft áhrif á reksturinn. 17. ágúst 2019 08:30
Norðanáttin að „leggja upp laupana“ og bjartviðri í kortunum Það er ekki útlit fyrir háar úrkomutölur í vikunni þar sem lægðirnar virðast ekki ná að komast með góðu móti inn á landið. 19. ágúst 2019 10:52
Götulokanir á Menningarnótt Búið er að birta götuskipulag fyrir Menningarnótt þar sem hægt er að sjá hvaða götur veða lokaðar. 19. ágúst 2019 18:27