Rekstur í Reykjavík Katrín Atladóttir skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Atvinnulífið þrífst ekki án hvata og fyrirtæki dafna ekki án svigrúms til fjárfestinga og hagnaðar. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafn mikilvæg í samhengi hlutanna og þau stóru. Þau skapa 73% af rúmlega 150.000 störfum á almennum vinnumarkaði og greiða 69% af laununum. Háir skattar og íþyngjandi reglur erfiða rekstur þeirra. Flestir greiningaraðilar eru sammála um að veturinn verður rekstraraðilum þungur, þá sérstaklega þeim sem þjónusta ferðamenn. Við höfum nú þegar séð fréttir af veitingastöðum í Reykjavík sem leggja upp laupana í hrönnum, jafnvel staði sem átt hafa fastan stað í borginni í fjölda ára. Vandinn er margþættur. Rekstraraðilar nefna langar kjaraviðræður og miklar launahækkanir. Hækkun á hráefniskostnaði, fækkun ferðamanna, framkvæmdir, slæma upplýsingagjöf frá Reykjavíkurborg, þunga og svifaseina stjórnsýslu og slæmt aðgengi. Íþyngjandi regluverk og flókna skriffinnsku, tafir við að fá rekstrarleyfi. Framkvæmdir sem dragast á langinn leiða til þess að enginn kemst um, hvorki akandi né gangandi, og verulegur skortur er á samráði við rekstraraðila. Ríflega helmingur af verðmæti atvinnuhúsnæðis landsins er í Reykjavík. Þar er álagningarprósenta fasteignaskatts í lögbundnu hámarki. Hækkun á fasteignamati atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu nemur ríflega 65% frá árinu 2014 til 2019. Fyrirtækin í borginni hafa ekki notið vaxtar í rekstri sínum í líkingu við hækkun fasteignagjalda undanfarin misseri. Fasteignagjöld eru langstærsti útgjaldaliður félaga sem leigja út atvinnuhúsnæði, um 70% af rekstrarkostnaði þeirra. Þessi hækkun á fasteignamati síðustu ára leiðir til hækkunar leiguverðs. Meirihlutinn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að lækka þá strax á þessu ári. Vandi fyrirtækja í Reykjavík er margþættur en hann steðjar að núna, ekki seinna. Mótvægisaðgerðir þurfa því einnig að eiga sér stað núna. Hið jákvæða er að borgin getur strax brugðist við til að létta undir með þeim. Hægt er að bæta upplýsingagjöf, samráð við rekstraraðila þegar kemur að framkvæmdum, einfalda ferla og lækka skatta. Þetta þarf að ráðast í núna, ekki síðar þegar það er of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Reykjavík Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Atvinnulífið þrífst ekki án hvata og fyrirtæki dafna ekki án svigrúms til fjárfestinga og hagnaðar. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafn mikilvæg í samhengi hlutanna og þau stóru. Þau skapa 73% af rúmlega 150.000 störfum á almennum vinnumarkaði og greiða 69% af laununum. Háir skattar og íþyngjandi reglur erfiða rekstur þeirra. Flestir greiningaraðilar eru sammála um að veturinn verður rekstraraðilum þungur, þá sérstaklega þeim sem þjónusta ferðamenn. Við höfum nú þegar séð fréttir af veitingastöðum í Reykjavík sem leggja upp laupana í hrönnum, jafnvel staði sem átt hafa fastan stað í borginni í fjölda ára. Vandinn er margþættur. Rekstraraðilar nefna langar kjaraviðræður og miklar launahækkanir. Hækkun á hráefniskostnaði, fækkun ferðamanna, framkvæmdir, slæma upplýsingagjöf frá Reykjavíkurborg, þunga og svifaseina stjórnsýslu og slæmt aðgengi. Íþyngjandi regluverk og flókna skriffinnsku, tafir við að fá rekstrarleyfi. Framkvæmdir sem dragast á langinn leiða til þess að enginn kemst um, hvorki akandi né gangandi, og verulegur skortur er á samráði við rekstraraðila. Ríflega helmingur af verðmæti atvinnuhúsnæðis landsins er í Reykjavík. Þar er álagningarprósenta fasteignaskatts í lögbundnu hámarki. Hækkun á fasteignamati atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu nemur ríflega 65% frá árinu 2014 til 2019. Fyrirtækin í borginni hafa ekki notið vaxtar í rekstri sínum í líkingu við hækkun fasteignagjalda undanfarin misseri. Fasteignagjöld eru langstærsti útgjaldaliður félaga sem leigja út atvinnuhúsnæði, um 70% af rekstrarkostnaði þeirra. Þessi hækkun á fasteignamati síðustu ára leiðir til hækkunar leiguverðs. Meirihlutinn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að lækka þá strax á þessu ári. Vandi fyrirtækja í Reykjavík er margþættur en hann steðjar að núna, ekki seinna. Mótvægisaðgerðir þurfa því einnig að eiga sér stað núna. Hið jákvæða er að borgin getur strax brugðist við til að létta undir með þeim. Hægt er að bæta upplýsingagjöf, samráð við rekstraraðila þegar kemur að framkvæmdum, einfalda ferla og lækka skatta. Þetta þarf að ráðast í núna, ekki síðar þegar það er of seint.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun