Gunnar: Mikil gryfja í Tékklandi og það verður erfitt Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2019 09:00 Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar hefja á morgun leik í Evrópukeppninni í handbolta. FH spilar við Visé í Belgíu en Haukar eiga fyrri leikinn við tékneska liðið Talent Plzen á heimavelli. Deildarmeistara Hauka bíður spennandi verkefni í 1. umferð keppninnar er sterkt lið frá Tékklandi kemur hér í heimsókn. Talent Plzen varð meistari í Tékklandi á síðustu leiktíð. Fyrri leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í dag og verður flautað til leiks klukkan 18.00. „Okkur bíður skemmtilegt verkefni og auðvitað viljum við komast eins langt í Evrópukeppninni og við getum,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Arnar Björnsson. En hversu sterkir eru tékknesku meistararnir? „Það er erfitt að bera saman lið á milli landa en það sem ég hef séð á undirbúningstímabilinu og frá því í fyrra þá er þetta sterkt lið.“ „Ég á von á hörkuleik en engu að síður þá tel ég okkur eiga góða möguleika að komast áfram. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og ná góðu forskoti fyrir leikinn á morgun.“Handboltatímabilið fer formlega af stað á morgun þegar mfl. karla mætir Talent Plzen frá Tékklandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Adam spjallaði við HaukarTV eftir æfingu í dag og sagði strákana klára í þetta erfiða verkefni gegn sterku liði Talent. #haukarfélagiðmitt#ehfcuppic.twitter.com/Yv0tVymr69 — Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) August 31, 2019 Gunnar segir að í Evrópukeppninni, þar sem er leikið bæði heima og heiman, þurfi að huga að mörgu. „Þú vilt hafa forskot fyrir síðari leikinn. Þeir eru með mikla gryfju þarna í Tékklandi og það verður erfitt. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Í fyrsta lagi þurfum við að vinna leikinn og auðvitað að fara sem flest mörk í veganesti til Tékklands.“ Hann segir að leikmannahópurinn sé í góðu standi og er spenntur fyrir leiknum. „Það eru allir heilir og erum búnir að miða okkar undirbúningi að vera klárir í þennan leik. Það er alltaf gaman að taka þátt í þessari Evrópukeppni svo strákarnir eru klárir.“ „Þetta er fyrsti alvöru handaboltaleikurinn á tímabilinu svo ég vona að sem flestir mæti,“ sagði Gunnar að endingu. Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar hefja á morgun leik í Evrópukeppninni í handbolta. FH spilar við Visé í Belgíu en Haukar eiga fyrri leikinn við tékneska liðið Talent Plzen á heimavelli. Deildarmeistara Hauka bíður spennandi verkefni í 1. umferð keppninnar er sterkt lið frá Tékklandi kemur hér í heimsókn. Talent Plzen varð meistari í Tékklandi á síðustu leiktíð. Fyrri leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í dag og verður flautað til leiks klukkan 18.00. „Okkur bíður skemmtilegt verkefni og auðvitað viljum við komast eins langt í Evrópukeppninni og við getum,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Arnar Björnsson. En hversu sterkir eru tékknesku meistararnir? „Það er erfitt að bera saman lið á milli landa en það sem ég hef séð á undirbúningstímabilinu og frá því í fyrra þá er þetta sterkt lið.“ „Ég á von á hörkuleik en engu að síður þá tel ég okkur eiga góða möguleika að komast áfram. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og ná góðu forskoti fyrir leikinn á morgun.“Handboltatímabilið fer formlega af stað á morgun þegar mfl. karla mætir Talent Plzen frá Tékklandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Adam spjallaði við HaukarTV eftir æfingu í dag og sagði strákana klára í þetta erfiða verkefni gegn sterku liði Talent. #haukarfélagiðmitt#ehfcuppic.twitter.com/Yv0tVymr69 — Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) August 31, 2019 Gunnar segir að í Evrópukeppninni, þar sem er leikið bæði heima og heiman, þurfi að huga að mörgu. „Þú vilt hafa forskot fyrir síðari leikinn. Þeir eru með mikla gryfju þarna í Tékklandi og það verður erfitt. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Í fyrsta lagi þurfum við að vinna leikinn og auðvitað að fara sem flest mörk í veganesti til Tékklands.“ Hann segir að leikmannahópurinn sé í góðu standi og er spenntur fyrir leiknum. „Það eru allir heilir og erum búnir að miða okkar undirbúningi að vera klárir í þennan leik. Það er alltaf gaman að taka þátt í þessari Evrópukeppni svo strákarnir eru klárir.“ „Þetta er fyrsti alvöru handaboltaleikurinn á tímabilinu svo ég vona að sem flestir mæti,“ sagði Gunnar að endingu. Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik