Óli Stefán: Finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2019 18:35 Óli Stefán Flóventsson var sáttur í leikslok. vísir/bára Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA-manna var afskaplega ánægður eftir sigurinn á hans gamla heimavelli í Grindavík í dag. „Í ljósi þess hvernig staðan er í deildinni þá var mjög mikilvægt að ráðast á þessi stig. Þegar við skorum fyrsta markið þá er ég að gera skiptingu til að þétta miðsvæðið og verja stigið. Þetta var því gríðarlega sætt að þetta skyldi detta fyrir okkur í lokin,“ bætti Óli Stefán við en bæði mörk KA í dag komu í uppbótartíma. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en Elfar Árni Aðalsteinsson hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum. „Ein vinna sem við höfum verið í er hvernig við tæklum mótlæti og vonbrigði. Það veit guð að við höfum verið í mótlæti löngum stundum í sumar. Mér finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega og tekist vel á við mótlæti. Þarna kom tímapunktur þar sem við uppskárum úr þeirri vinnu.“ „Mér fannst engan bilbug á okkur að finna eftir vítið, og þrátt fyrir að þeir hafi aðeins pressað og ógnað með löngum boltum þá fannst mér sjá á okkar liði að við ætluðum að selja okkur dýrt,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það hefði enginn vafi verið að Elfar Árni færi aftur á punktinn. „Nei, ég treysti þessum strákum alveg 100%. Það sýnir líka sigurvegarinn í honum að taka af skarið og fara aftur. Fótbolti er furðulegur og við höfum farið illa með mörg dauðafæri, ekki bara í dag heldur að undanförnu. Hann tók þetta á sig hann Elfar og kláraði það vel.“ Nökkvi Þeyr Þórisson átti frábæra innkomu fyrir KA-menn, kom inn á 72.mínútu og fiskaði vítið sem Elfar skoraði úr og skoraði svo seinna markið sjálfur. „Það er það sem við viljum fá frá þessum strákum. Ég er búinn að segja ansi oft í sumar að við erum að reyna að marka þessa stefnu og taka þessa stráka og blóðga þá. Nú kom Nökkvi inn og nýtti tækifærið, hann hefur komið inn og staðið sig vel í leikjum í sumar. Hann gerði það svo sannarlega í dag.“ KA-menn eru nú sex stigum á undan Grindavík og fóru þar að auki uppfyrir Víkinga sem eiga reyndar leik til góða. „Við horfum bara í næstu þrjú stig. Þetta er svo stórfurðuleg deild, núna eigum við tvo heimaleiki eftir og einn útileik á móti liðum sem eru í kringum okkur þannig að það eru möguleikar í þessu. Við horfum bara í næstu þrjú stig og teljum svo upp úr hattinum í lokin.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA-manna var afskaplega ánægður eftir sigurinn á hans gamla heimavelli í Grindavík í dag. „Í ljósi þess hvernig staðan er í deildinni þá var mjög mikilvægt að ráðast á þessi stig. Þegar við skorum fyrsta markið þá er ég að gera skiptingu til að þétta miðsvæðið og verja stigið. Þetta var því gríðarlega sætt að þetta skyldi detta fyrir okkur í lokin,“ bætti Óli Stefán við en bæði mörk KA í dag komu í uppbótartíma. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en Elfar Árni Aðalsteinsson hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum. „Ein vinna sem við höfum verið í er hvernig við tæklum mótlæti og vonbrigði. Það veit guð að við höfum verið í mótlæti löngum stundum í sumar. Mér finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega og tekist vel á við mótlæti. Þarna kom tímapunktur þar sem við uppskárum úr þeirri vinnu.“ „Mér fannst engan bilbug á okkur að finna eftir vítið, og þrátt fyrir að þeir hafi aðeins pressað og ógnað með löngum boltum þá fannst mér sjá á okkar liði að við ætluðum að selja okkur dýrt,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það hefði enginn vafi verið að Elfar Árni færi aftur á punktinn. „Nei, ég treysti þessum strákum alveg 100%. Það sýnir líka sigurvegarinn í honum að taka af skarið og fara aftur. Fótbolti er furðulegur og við höfum farið illa með mörg dauðafæri, ekki bara í dag heldur að undanförnu. Hann tók þetta á sig hann Elfar og kláraði það vel.“ Nökkvi Þeyr Þórisson átti frábæra innkomu fyrir KA-menn, kom inn á 72.mínútu og fiskaði vítið sem Elfar skoraði úr og skoraði svo seinna markið sjálfur. „Það er það sem við viljum fá frá þessum strákum. Ég er búinn að segja ansi oft í sumar að við erum að reyna að marka þessa stefnu og taka þessa stráka og blóðga þá. Nú kom Nökkvi inn og nýtti tækifærið, hann hefur komið inn og staðið sig vel í leikjum í sumar. Hann gerði það svo sannarlega í dag.“ KA-menn eru nú sex stigum á undan Grindavík og fóru þar að auki uppfyrir Víkinga sem eiga reyndar leik til góða. „Við horfum bara í næstu þrjú stig. Þetta er svo stórfurðuleg deild, núna eigum við tvo heimaleiki eftir og einn útileik á móti liðum sem eru í kringum okkur þannig að það eru möguleikar í þessu. Við horfum bara í næstu þrjú stig og teljum svo upp úr hattinum í lokin.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira