Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 11:31 Ljósbogi myndaðist í þriðja kerskála álversins í Straumsvík í júlí. Vísir/vilhelm „Í gær voru fyrstu tvö kerin í kerskála þrjú ræst, aðeins á undan áætlun og það er bara mjög ánægjulegt að ná því,“ segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi í samtali við fréttastofu. Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu en upphaflega stóð til að endurræsa skálann í byrjun september. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sagði ákvörðunina um að slökkva á kerinu hafa átt sér langan aðdraganda vegna erfiðleika í áliðnaðinum þar sem erfitt hefði verið að fá súrál. Því neyddist álverið til þess að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum“ sem varð til þess að kerin hafi orðið veik. Lokaákvörðun var svo tekin eftir að ljósboginn myndaðist.Sjá einnig: Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Bjarni Már segir að það gangi vel að endurræsa kerin og það sé ánægjulegt að ferlið sé hafið. Hann á þó ekki von á því að það verði kveikt á nýjum kerjum í dag vegna fjölskylduhátíðar í Straumsvík í dag þar sem haldið er upp á fimmtíu ára afmæli álframleiðslu á Íslandi. Fjölskylduhátíðin er opin öllum. Hann gerir ráð fyrir því að tvö ker verði ræst á dag og það geti tekið nokkra mánuði að ná öllum skálanum aftur í gang. Það sé hins vegar of snemmt að greina frá því hversu mikið fjárhagstjón fylgdi lokun skálans en reksturinn sé í góðu jafnvægi sem stendur. Síðast var kerskála lokað í tíu vikur árið 2006 en þá nam tjónið um fjórum milljörðum króna. „Það verður gert upp síðar en það er auðvitað mikilvægast að koma framleiðslunni aftur í fullan gang,“ segir Bjarni Már. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52 Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
„Í gær voru fyrstu tvö kerin í kerskála þrjú ræst, aðeins á undan áætlun og það er bara mjög ánægjulegt að ná því,“ segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi í samtali við fréttastofu. Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu en upphaflega stóð til að endurræsa skálann í byrjun september. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sagði ákvörðunina um að slökkva á kerinu hafa átt sér langan aðdraganda vegna erfiðleika í áliðnaðinum þar sem erfitt hefði verið að fá súrál. Því neyddist álverið til þess að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum“ sem varð til þess að kerin hafi orðið veik. Lokaákvörðun var svo tekin eftir að ljósboginn myndaðist.Sjá einnig: Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Bjarni Már segir að það gangi vel að endurræsa kerin og það sé ánægjulegt að ferlið sé hafið. Hann á þó ekki von á því að það verði kveikt á nýjum kerjum í dag vegna fjölskylduhátíðar í Straumsvík í dag þar sem haldið er upp á fimmtíu ára afmæli álframleiðslu á Íslandi. Fjölskylduhátíðin er opin öllum. Hann gerir ráð fyrir því að tvö ker verði ræst á dag og það geti tekið nokkra mánuði að ná öllum skálanum aftur í gang. Það sé hins vegar of snemmt að greina frá því hversu mikið fjárhagstjón fylgdi lokun skálans en reksturinn sé í góðu jafnvægi sem stendur. Síðast var kerskála lokað í tíu vikur árið 2006 en þá nam tjónið um fjórum milljörðum króna. „Það verður gert upp síðar en það er auðvitað mikilvægast að koma framleiðslunni aftur í fullan gang,“ segir Bjarni Már.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52 Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52
Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29
Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent