Angel Di Maria kom PSG yfir strax á ellefu mínútu leiksins er hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Bernat.
Tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks var það Eric Maxim Choupo Moting sem tvöfaldaði forystuna er hann skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Marco Verratti.
42' GOOOOOAAAAALLL!! El Choupo!! It's a header rto make it 2-0!! #FCMPSGpic.twitter.com/Art84Bf2L8
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 30, 2019
Choupo Moting sem var arfaslakur í fall liði Stoke tímabilið 2017/2018 hefur verið að finna sig vel hjá PSG. Hann er kominn með þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum.
PSG er því búið að endurheimta toppsætið. Þeir eru með níu stig eftir fyrstu fjóra leikina en Rennes getur komist aftur á toppinn með sigri á Nice á sunnudaginn.