Jón Daði: Fannst markið svo ljótt ég gat ekki fagnað Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2019 18:52 Jón Daði Böðvarsson sagði þriðja markið í leik Íslands og Moldóvu í undankeppni EM 2020 hafa verið sitt, en markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark hjá UEFA. „Já, þetta var ég,“ sagði Jón Daði þegar hann var spurður út í markið í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok á Laugardalsvelli. „Fyrsta markið í ansi langan tíma. Það er kannski hluti af því að vera framherji að maður fái eitthvað drasl mark og þá er maður kominn aftur í gang.“Jón Daði eða sjálfsmark? Staðan er allavega 3-0. pic.twitter.com/Ru1LNA5Sny — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 7, 2019 Jón Daði fagnaði markinu lítið sem ekkert, sem renndi stoðum undir grun manna að markið hefði í raun verið sjálfsmar. „Ég var orðinn svo þreyttur og ringlaður. Fannst þetta svo ljótt mark að ég gat eiginlega ekki fagnað þessu,“ sagði Selfyssingurinn. Ísland vann leikinn 3-0 og er nú á toppi riðilsins, en Frakkland og Tyrkland spila sína leiki í kvöld. „Þetta var sýnd veiði en ekki gefin. Þetta eru erfiðustu leikirnir en það var frábært að fá 3-0 sigur.“ „Það tók tíma að átta sig, við vissum ekki mikið um þetta lið.“ „Ég bjóst við aðeins erfiðari leik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hélt þeir yrðu agaðari varnarlega, þeir skildu eftir mikið svæði opið.“ Jón Daði spilaði í framlínunni með Kolbeini Sigþórssyni, í fyrsta sinn sem þeir spila saman frammi síðan á EM 2016. „Þetta var nostalgíu augnablik. Hann er í góðu formi og það sést ekkert að hann sé eftir á.“ „Það var mjög þægilegt að spila með honum upp á topp,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson sagði þriðja markið í leik Íslands og Moldóvu í undankeppni EM 2020 hafa verið sitt, en markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark hjá UEFA. „Já, þetta var ég,“ sagði Jón Daði þegar hann var spurður út í markið í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok á Laugardalsvelli. „Fyrsta markið í ansi langan tíma. Það er kannski hluti af því að vera framherji að maður fái eitthvað drasl mark og þá er maður kominn aftur í gang.“Jón Daði eða sjálfsmark? Staðan er allavega 3-0. pic.twitter.com/Ru1LNA5Sny — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 7, 2019 Jón Daði fagnaði markinu lítið sem ekkert, sem renndi stoðum undir grun manna að markið hefði í raun verið sjálfsmar. „Ég var orðinn svo þreyttur og ringlaður. Fannst þetta svo ljótt mark að ég gat eiginlega ekki fagnað þessu,“ sagði Selfyssingurinn. Ísland vann leikinn 3-0 og er nú á toppi riðilsins, en Frakkland og Tyrkland spila sína leiki í kvöld. „Þetta var sýnd veiði en ekki gefin. Þetta eru erfiðustu leikirnir en það var frábært að fá 3-0 sigur.“ „Það tók tíma að átta sig, við vissum ekki mikið um þetta lið.“ „Ég bjóst við aðeins erfiðari leik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hélt þeir yrðu agaðari varnarlega, þeir skildu eftir mikið svæði opið.“ Jón Daði spilaði í framlínunni með Kolbeini Sigþórssyni, í fyrsta sinn sem þeir spila saman frammi síðan á EM 2016. „Þetta var nostalgíu augnablik. Hann er í góðu formi og það sést ekkert að hann sé eftir á.“ „Það var mjög þægilegt að spila með honum upp á topp,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti