Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Íþróttadeild skrifar 7. september 2019 18:01 Kolbeinn skorar fyrsta mark Íslands gegn Moldóvu. vísir/daníel Ísland fór á topp H-riðils undankeppni EM 2020 með 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Íslands í keppnisleik í fyrsta sinn síðan á EM 2016. Hann kom Íslendingum á bragðið og var heilt yfir besti leikmaður Íslands í dag. Birkir Bjarnason kom Íslandi í 2-0 á 55. mínútu og Victor Mudrac skoraði svo sjálfsmark á 77. mínútu. Ari Freyr Skúlason átti þátt í síðustu tveimur mörkunum og var mjög góður í leiknum. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera nánast allan leikinn en varði vel frá Alexandru Suvorov á 83. mínútu. Hélt hreinu í þriðja sinn í undankeppninni.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Lenti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Átti þátt í fyrsta markinu og lagði upp gott færi með fínni fyrirgjöf.Kári Árnason, miðvörður 7 Vann alla skallabolta og leysti það litla sem hann þurfti að gera vel.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Átti skallann sem bjó til annað markið. Átti náðugan dag í vörninni. Nálægt því að skora sjálfsmark undir lok leiks.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Flottur leikur hjá Ara. Átti fyrirgjöfina sem skapaði þriðja markið og hornspyrnuna í öðru markinu. Öruggur með boltann og skilaði honum vel frá sér.Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 5 Lét lítið fyrir sér fara. Vann vel en framlagið í sókninni var ekki mikið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Lagði upp gott færi fyrir Birki með frábærri sendingu. Stýrði miðjunni sem fyrr eins og herforingi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Var tvisvar sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Sýndi nokkur frábær tilþrif en hefur oft verið meira áberandi.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Gekk lítið upp hjá Birki í fyrri hálfleik en var miklu betri í þeim seinni. Skoraði annað mark Íslands þegar hann fylgdi eftir skalla Ragnars sem Alexi Kosalev varði. Þetta var tólfta landsliðsmark Birkis.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði í fyrsta keppnisleik sínum í byrjunarliði Íslands síðan á EM 2016. Vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Vann einvígin sín í loftinu eins og venjulega.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Einstaklega fljótur að hugsa þegar hann lagði upp markið fyrir Kolbein á snyrtilegan hátt. Duglegur að vanda og lét hafa fyrir sér. Var í baráttu við Victor Mudrac þegar hann skoraði sjálfsmarkið.Varamenn:Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu) 6 Öruggur og yfirvegaður. Skilaði boltanum vel frá sér.Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Birki á 78. mínútu) Átti gott skot rétt framhjá marki Moldóva. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Ísland fór á topp H-riðils undankeppni EM 2020 með 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Íslands í keppnisleik í fyrsta sinn síðan á EM 2016. Hann kom Íslendingum á bragðið og var heilt yfir besti leikmaður Íslands í dag. Birkir Bjarnason kom Íslandi í 2-0 á 55. mínútu og Victor Mudrac skoraði svo sjálfsmark á 77. mínútu. Ari Freyr Skúlason átti þátt í síðustu tveimur mörkunum og var mjög góður í leiknum. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera nánast allan leikinn en varði vel frá Alexandru Suvorov á 83. mínútu. Hélt hreinu í þriðja sinn í undankeppninni.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Lenti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Átti þátt í fyrsta markinu og lagði upp gott færi með fínni fyrirgjöf.Kári Árnason, miðvörður 7 Vann alla skallabolta og leysti það litla sem hann þurfti að gera vel.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Átti skallann sem bjó til annað markið. Átti náðugan dag í vörninni. Nálægt því að skora sjálfsmark undir lok leiks.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Flottur leikur hjá Ara. Átti fyrirgjöfina sem skapaði þriðja markið og hornspyrnuna í öðru markinu. Öruggur með boltann og skilaði honum vel frá sér.Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 5 Lét lítið fyrir sér fara. Vann vel en framlagið í sókninni var ekki mikið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Lagði upp gott færi fyrir Birki með frábærri sendingu. Stýrði miðjunni sem fyrr eins og herforingi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Var tvisvar sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Sýndi nokkur frábær tilþrif en hefur oft verið meira áberandi.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Gekk lítið upp hjá Birki í fyrri hálfleik en var miklu betri í þeim seinni. Skoraði annað mark Íslands þegar hann fylgdi eftir skalla Ragnars sem Alexi Kosalev varði. Þetta var tólfta landsliðsmark Birkis.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði í fyrsta keppnisleik sínum í byrjunarliði Íslands síðan á EM 2016. Vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Vann einvígin sín í loftinu eins og venjulega.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Einstaklega fljótur að hugsa þegar hann lagði upp markið fyrir Kolbein á snyrtilegan hátt. Duglegur að vanda og lét hafa fyrir sér. Var í baráttu við Victor Mudrac þegar hann skoraði sjálfsmarkið.Varamenn:Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu) 6 Öruggur og yfirvegaður. Skilaði boltanum vel frá sér.Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Birki á 78. mínútu) Átti gott skot rétt framhjá marki Moldóva. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð