Móðurhlutverkið sameinaði þær Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. september 2019 10:00 Hanna Björk og Anna Rún fjalla um undraheim Snorra í myndinni Kaf. Það er auðvitað óvanalegt að á bak við eina heimildarmynd séu þrír leikstjórar, en það á sér sína skýringu,“ segir Hanna Björk Valsdóttir kvikmyndagerðarmaður. Hún og Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður, tvær af konunum á bak við heimildarmyndina Kaf, sem var frumsýnd í Bíói Paradís í vikunni, ræða um ferlið við gerð myndarinnar sem þær gerðu ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni. „Það var ágætt að Anna Rún og Elín eru ekki úr kvikmyndageiranum. Þótt í rauninni sé ekki mikill munur á því að vera í myndlist og kvikmyndum. En ég gerði mér kannski betur grein fyrir því hvað við vorum að fara út í. Það gera sér nefnilega fæstir grein fyrir því hvað það fylgir mikil vinna heimildarmyndagerð og hún tekur tíma. Efnið þarf að mótast og meltast, og þetta er mjög langt ferli,“ segir Hanna Björk. „Það voru barneignir sem sameinuðu okkur fyrir nokkrum árum, við vorum í mömmuklúbbi, mömmujóga og í ungbarnasundi og reynslan af því að vera hjá Snorra situr enn í mér sjö árum seinna. Þetta er svo stór upplifun,“ segir Anna Rún um tengslin á milli þeirra og upphaf verksins.Snorri Magnússon með kornungan og duglegan nemanda í lófum sér.„Við vildum sem mæður og listamenn fjalla um þennan sérstaka tíma, þar sem foreldrar helga sig því verkefni að kynnast nýrri mannveru og vera til staðar fyrir hana. Þetta er dýrmætur tími og ungbarnasundið, sem við höfum allar reynslu af, hreyfði við okkur. Við vildum kanna áhrifin á þessa samveru og nánd og það sem gerist í lífi barna og foreldra á þessum tíma. Hvað er það er sem gerir samveru með barninu þínu í nánd við aðra foreldra mikilvæga. Þetta er svo gjöfult, það er einhver elexír í loftinu í lauginni hjá Snorra og maður kemur alltaf glaður upp úr henni,“ segir hún. Þær ræddu við fræðimenn um aðferðir Snorra og það sem á sér stað á milli foreldra og barna þeirra í lauginni. „Við ræddum til dæmis við Colwyn Trevarthen, prófessor í sálfræði barna og sálfræðilegri líffræði, Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, og Sæunni Kjartansdóttur frá Miðstöð foreldra og barna. Við þurftum svolítið að kafa ofan í starfið frá sjónarhóli fræðimanna og það var virkilega áhugavert að sjá þeirra viðbrögð. Þeim fannst þetta svo merkilegt,“ segir Hanna Björk. Anna Rún tekur undir. „Colwyn hefur starfað í þessum bransa í fjörutíu ár og fannst stórmerkilegt að fjögurra mánaða gamalt barn gæti staðið óstutt í lófa. Honum fannst starf Snorra svo magnað að hann bætti bókarkafla um hann í nýja bók sína. Sæunn talaði hins vegar um að henni fyndist ekki skipta öllu máli hvort barn geti staðið í lófa eða farið í kollhnís. Henni fannst gleði og stolt foreldranna og viðbrögð barnsins við foreldrum sínum vera það mikilvægasta. Ungbarnasundið hjálpi foreldrum að mynda tengsl við börnin sín í ögrandi og örvandi umhverfi.“Klippa: KAF - sýnishorn Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Það er auðvitað óvanalegt að á bak við eina heimildarmynd séu þrír leikstjórar, en það á sér sína skýringu,“ segir Hanna Björk Valsdóttir kvikmyndagerðarmaður. Hún og Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður, tvær af konunum á bak við heimildarmyndina Kaf, sem var frumsýnd í Bíói Paradís í vikunni, ræða um ferlið við gerð myndarinnar sem þær gerðu ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni. „Það var ágætt að Anna Rún og Elín eru ekki úr kvikmyndageiranum. Þótt í rauninni sé ekki mikill munur á því að vera í myndlist og kvikmyndum. En ég gerði mér kannski betur grein fyrir því hvað við vorum að fara út í. Það gera sér nefnilega fæstir grein fyrir því hvað það fylgir mikil vinna heimildarmyndagerð og hún tekur tíma. Efnið þarf að mótast og meltast, og þetta er mjög langt ferli,“ segir Hanna Björk. „Það voru barneignir sem sameinuðu okkur fyrir nokkrum árum, við vorum í mömmuklúbbi, mömmujóga og í ungbarnasundi og reynslan af því að vera hjá Snorra situr enn í mér sjö árum seinna. Þetta er svo stór upplifun,“ segir Anna Rún um tengslin á milli þeirra og upphaf verksins.Snorri Magnússon með kornungan og duglegan nemanda í lófum sér.„Við vildum sem mæður og listamenn fjalla um þennan sérstaka tíma, þar sem foreldrar helga sig því verkefni að kynnast nýrri mannveru og vera til staðar fyrir hana. Þetta er dýrmætur tími og ungbarnasundið, sem við höfum allar reynslu af, hreyfði við okkur. Við vildum kanna áhrifin á þessa samveru og nánd og það sem gerist í lífi barna og foreldra á þessum tíma. Hvað er það er sem gerir samveru með barninu þínu í nánd við aðra foreldra mikilvæga. Þetta er svo gjöfult, það er einhver elexír í loftinu í lauginni hjá Snorra og maður kemur alltaf glaður upp úr henni,“ segir hún. Þær ræddu við fræðimenn um aðferðir Snorra og það sem á sér stað á milli foreldra og barna þeirra í lauginni. „Við ræddum til dæmis við Colwyn Trevarthen, prófessor í sálfræði barna og sálfræðilegri líffræði, Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, og Sæunni Kjartansdóttur frá Miðstöð foreldra og barna. Við þurftum svolítið að kafa ofan í starfið frá sjónarhóli fræðimanna og það var virkilega áhugavert að sjá þeirra viðbrögð. Þeim fannst þetta svo merkilegt,“ segir Hanna Björk. Anna Rún tekur undir. „Colwyn hefur starfað í þessum bransa í fjörutíu ár og fannst stórmerkilegt að fjögurra mánaða gamalt barn gæti staðið óstutt í lófa. Honum fannst starf Snorra svo magnað að hann bætti bókarkafla um hann í nýja bók sína. Sæunn talaði hins vegar um að henni fyndist ekki skipta öllu máli hvort barn geti staðið í lófa eða farið í kollhnís. Henni fannst gleði og stolt foreldranna og viðbrögð barnsins við foreldrum sínum vera það mikilvægasta. Ungbarnasundið hjálpi foreldrum að mynda tengsl við börnin sín í ögrandi og örvandi umhverfi.“Klippa: KAF - sýnishorn
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira