Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2019 11:05 Lagt er til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar. Fréttablaðið/Eyþór Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. Um er að ræða ýmisgjöld eins og bifreiðagjald, olíugjald og útvarpsgjald, svo eitthvað sé nefnt. Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5 prósent. Fyrir árið 2019 var útvarpsgjaldið 17.500 á hvern einstakling, samkvæmt Ríkisskattstjóra. Miðað við hækkun upp á 2,5 prósent verður gjaldið því 17.937,5 krónur á næsta ári.Einnig er lagt til að hækkun áfengisgjalds og tóbaksgjalds verði hækkað um 2,5 prósent. Þar að auki er þó lagt til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar. Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hækkar einnig um 2,5 prósent og sóknargjöld verða 930 krónur á einstakling á mánuði, sem samsvarar hækkun um 0,56 prósent.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. Um er að ræða ýmisgjöld eins og bifreiðagjald, olíugjald og útvarpsgjald, svo eitthvað sé nefnt. Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5 prósent. Fyrir árið 2019 var útvarpsgjaldið 17.500 á hvern einstakling, samkvæmt Ríkisskattstjóra. Miðað við hækkun upp á 2,5 prósent verður gjaldið því 17.937,5 krónur á næsta ári.Einnig er lagt til að hækkun áfengisgjalds og tóbaksgjalds verði hækkað um 2,5 prósent. Þar að auki er þó lagt til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar. Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hækkar einnig um 2,5 prósent og sóknargjöld verða 930 krónur á einstakling á mánuði, sem samsvarar hækkun um 0,56 prósent.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Alþingi Bensín og olía Fjárlagafrumvarp 2020 Fjölmiðlar Skattar og tollar Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 8,5 milljarðar í byggingu nýs Landspítala Aukinn kraftur verður settur í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut árið 2020, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 6. september 2019 10:40 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45
8,5 milljarðar í byggingu nýs Landspítala Aukinn kraftur verður settur í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut árið 2020, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 6. september 2019 10:40
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57
Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34