Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Björn Þorfinnsson skrifar 6. september 2019 06:15 Hrókeringar í ráðum og nefndum hafa skilað nokkrum borgarfulltrúum miklum launahækkunum. Fréttablaðið/Stefán reykjavik Nýafstaðin kosning í hverfisráð Reykjavíkurborgar tryggði nokkrum borgarfulltrúum væna launahækkun en aðeins einn borgarfulltrúi lækkaði í launum á þessu tímabili, Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum. Ég vel mér frekar ráð eða nefndir eftir áhugasviði mínu en ekki launaumslaginu,“ segir Dóra Björt. Launakjör borgarfulltrúa eru nokkuð flókin í útreikningi og til glöggvunar heldur Reykjavíkurborg út vefsíðu þar sem laun hinna kjörnu eru gefin upp. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið uppfærðar í meira en hálft ár þrátt fyrir að vísitöluhækkun hafi gengið í gegn í sumar sem og ýmsar hrókeringar á nefndum og ráðum átt sér stað undanfarnar vikur. Fréttablaðið tók því ómakið af stjórnendum borgarinnar.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum.“Borgarfulltrúar fá greidd grunnlaun sem breytast í takt við launavísitölu á hálfs árs fresti, í janúar og í júlí. Í dag eru grunnlaunin 762.995 krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Ofan á launin bætast síðan álagsgreiðslur, upp á 25% ofan á launin, fyrir formennsku í nefndum, formennsku í borgarstjórnarflokki sem og svokallað þriggja nefnda álag. Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga borgarfulltrúar rétt á því ef þeir sitja í að minnsta kosti þremur fastanefndum. Þá fá borgarfulltrúar greitt sérstaklega fyrir setu í ráðum sem og ýmsum fyrirtækjum sem Reykjavíkurborg á að fullu eða hluta. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur hækkað mest í launum af borgarfulltrúunum eða um 23,5%. Helgast hækkunin af því að Valgerður var kjörin sem aðalmaður í borgarráð, sem gefur 190 þúsund krónur aukalega á mánuði, auk þess sem hún var í vikunni kjörin í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. Það þýddi að Valgerður uppfyllir skilyrði um þriggja nefnda álag sem þýðir einnig 190 þúsund krónur aukalega á mánuði. Á móti vék Valgerður úr stjórn Faxaflóahafna sem þýddi tekjutap upp á rúmar 130 þúsund krónur á mánuði. Í heildina eru mánaðarlaun Valgerðar nú 1.199.584 krónur í stað 971 þúsund króna fyrir sjö mánuðum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira
reykjavik Nýafstaðin kosning í hverfisráð Reykjavíkurborgar tryggði nokkrum borgarfulltrúum væna launahækkun en aðeins einn borgarfulltrúi lækkaði í launum á þessu tímabili, Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum. Ég vel mér frekar ráð eða nefndir eftir áhugasviði mínu en ekki launaumslaginu,“ segir Dóra Björt. Launakjör borgarfulltrúa eru nokkuð flókin í útreikningi og til glöggvunar heldur Reykjavíkurborg út vefsíðu þar sem laun hinna kjörnu eru gefin upp. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið uppfærðar í meira en hálft ár þrátt fyrir að vísitöluhækkun hafi gengið í gegn í sumar sem og ýmsar hrókeringar á nefndum og ráðum átt sér stað undanfarnar vikur. Fréttablaðið tók því ómakið af stjórnendum borgarinnar.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum.“Borgarfulltrúar fá greidd grunnlaun sem breytast í takt við launavísitölu á hálfs árs fresti, í janúar og í júlí. Í dag eru grunnlaunin 762.995 krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Ofan á launin bætast síðan álagsgreiðslur, upp á 25% ofan á launin, fyrir formennsku í nefndum, formennsku í borgarstjórnarflokki sem og svokallað þriggja nefnda álag. Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga borgarfulltrúar rétt á því ef þeir sitja í að minnsta kosti þremur fastanefndum. Þá fá borgarfulltrúar greitt sérstaklega fyrir setu í ráðum sem og ýmsum fyrirtækjum sem Reykjavíkurborg á að fullu eða hluta. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur hækkað mest í launum af borgarfulltrúunum eða um 23,5%. Helgast hækkunin af því að Valgerður var kjörin sem aðalmaður í borgarráð, sem gefur 190 þúsund krónur aukalega á mánuði, auk þess sem hún var í vikunni kjörin í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. Það þýddi að Valgerður uppfyllir skilyrði um þriggja nefnda álag sem þýðir einnig 190 þúsund krónur aukalega á mánuði. Á móti vék Valgerður úr stjórn Faxaflóahafna sem þýddi tekjutap upp á rúmar 130 þúsund krónur á mánuði. Í heildina eru mánaðarlaun Valgerðar nú 1.199.584 krónur í stað 971 þúsund króna fyrir sjö mánuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira