Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Ólöf Skaftadóttir og Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Fréttablaðið/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Áslaug hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar, en fastlega er gert ráð fyrir að Sigríður Á. Andersen taki við nefndinni. „Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt,“ segir Áslaug. „Ég er að stíga inn í ákveðna ríkisstjórn sem starfar eftir sáttmála, en fer inn í ráðuneytið full tilhlökkunar og af auðmýkt gagnvart þeim stóru verkefnum sem fram undan eru.“ Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins þarf Áslaug að segja sig frá stöðu sinni sem ritari flokksins þegar hún verður ráðherra. Flokksráðsfundur fer fram 14. september þar sem arftaki Áslaugar verður kosinn. Nefnd hafa verið til sögunnar í embætti ritara borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, auk Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur setið í stóli dómsmálaráðherra síðan Sigríður Á. Andersen steig til hliðar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans. Ákvörðun um hvort taka skuli Landsréttarmálið fyrir í efri deild MDE verður kynnt á þriðjudag. Áslaugar bíða aðkallandi verkefni. Verði dómur MDE tekinn til skoðunar hjá efri deildinni má búast við að dómstólasýslan ítreki ákall sitt um tímabundna fjölgun dómara við Landsrétt til að takast megi á við tafir á meðferð mála. Synji MDE hins vegar beiðninni liggur endanleg niðurstaða fyrir og þá þarf ráðherra að finna lausn á málum þeirra fjögurra dómara við réttinn sem dómurinn tekur til. Þá kemur í hlut Áslaugar að skipa í stöðu dómara við Hæstarétt sem losnar í haust. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Áslaug hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar, en fastlega er gert ráð fyrir að Sigríður Á. Andersen taki við nefndinni. „Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt,“ segir Áslaug. „Ég er að stíga inn í ákveðna ríkisstjórn sem starfar eftir sáttmála, en fer inn í ráðuneytið full tilhlökkunar og af auðmýkt gagnvart þeim stóru verkefnum sem fram undan eru.“ Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins þarf Áslaug að segja sig frá stöðu sinni sem ritari flokksins þegar hún verður ráðherra. Flokksráðsfundur fer fram 14. september þar sem arftaki Áslaugar verður kosinn. Nefnd hafa verið til sögunnar í embætti ritara borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, auk Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur setið í stóli dómsmálaráðherra síðan Sigríður Á. Andersen steig til hliðar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans. Ákvörðun um hvort taka skuli Landsréttarmálið fyrir í efri deild MDE verður kynnt á þriðjudag. Áslaugar bíða aðkallandi verkefni. Verði dómur MDE tekinn til skoðunar hjá efri deildinni má búast við að dómstólasýslan ítreki ákall sitt um tímabundna fjölgun dómara við Landsrétt til að takast megi á við tafir á meðferð mála. Synji MDE hins vegar beiðninni liggur endanleg niðurstaða fyrir og þá þarf ráðherra að finna lausn á málum þeirra fjögurra dómara við réttinn sem dómurinn tekur til. Þá kemur í hlut Áslaugar að skipa í stöðu dómara við Hæstarétt sem losnar í haust.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26