Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 18:06 Frá fjöldafundinum á Austurvelli nú síðdegis. Vísir/nadine Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. Varaformaður Samtakanna '78 sem staddur er á fundinum segir að mikilvægt hafi verið að mótmæla heimsókninni í ljósi stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum hinseginfólks. Ellefu félagasamtök standa að fjöldafundinum. Þau eru Samtökin '78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Unnsteinn Jóhannsson varaformaður Samtakanna '78 er staddur á fundinum sem hófst samkvæmt dagskrá klukkan hálf sex. Unnsteinn segir í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt hafi verið að mótmæla komu varaforsetans. Pence hefur verið sakaður um að hafa lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra allan sinn feril. „[…] okkur þykir mikilvægt að láta heyra í okkur til að standa með hinseginfólki í Bandaríkjunum sem núna er að berjast gegn ríkisstjórn Trumps og Pence. Síðustu ár og síðan að þeir tóku við hefur réttindabaráttunni farið aftur og við getum ekki látið það gerast á okkar vakt að sitja hljóðlaust hjá,“ segir Unnsteinn.Mótmælendur héldu margir á regnbogafánum á Austurvelli.Vísir/nadineÞá fagnar hann því að fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni í grennd við Höfða, þar sem Pence hitti m.a. utanríkisráðherra og forseta Íslands í dag, hafi dregið regnbogafána hinseginfólks að húni. „Það er alltaf jafnjákvætt að sjá stuðninginn sem samfélagið sýnir hinseginfólki á Íslandi. Ég sá það áðan að Borgartúnið var eiginlega allt bólstrað með hinseginfánum og það er vel. Við erum náttúrulega þakklát þegar fólk sýnir stuðning í verkið. Þetta eru náttúrulega mótmæli og gjörningur og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ Pence er nú kominn til Keflavíkur eftir fundahöld í Höfða í dag. Hann hyggst þar skoða varnarsvæðið og kynna sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Fundur Pence og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 18:45 í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. Varaformaður Samtakanna '78 sem staddur er á fundinum segir að mikilvægt hafi verið að mótmæla heimsókninni í ljósi stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum hinseginfólks. Ellefu félagasamtök standa að fjöldafundinum. Þau eru Samtökin '78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Unnsteinn Jóhannsson varaformaður Samtakanna '78 er staddur á fundinum sem hófst samkvæmt dagskrá klukkan hálf sex. Unnsteinn segir í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt hafi verið að mótmæla komu varaforsetans. Pence hefur verið sakaður um að hafa lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra allan sinn feril. „[…] okkur þykir mikilvægt að láta heyra í okkur til að standa með hinseginfólki í Bandaríkjunum sem núna er að berjast gegn ríkisstjórn Trumps og Pence. Síðustu ár og síðan að þeir tóku við hefur réttindabaráttunni farið aftur og við getum ekki látið það gerast á okkar vakt að sitja hljóðlaust hjá,“ segir Unnsteinn.Mótmælendur héldu margir á regnbogafánum á Austurvelli.Vísir/nadineÞá fagnar hann því að fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni í grennd við Höfða, þar sem Pence hitti m.a. utanríkisráðherra og forseta Íslands í dag, hafi dregið regnbogafána hinseginfólks að húni. „Það er alltaf jafnjákvætt að sjá stuðninginn sem samfélagið sýnir hinseginfólki á Íslandi. Ég sá það áðan að Borgartúnið var eiginlega allt bólstrað með hinseginfánum og það er vel. Við erum náttúrulega þakklát þegar fólk sýnir stuðning í verkið. Þetta eru náttúrulega mótmæli og gjörningur og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ Pence er nú kominn til Keflavíkur eftir fundahöld í Höfða í dag. Hann hyggst þar skoða varnarsvæðið og kynna sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Fundur Pence og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 18:45 í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09