Eru sjúklingar orðnir söluvara sem hægt er að bjóða þeim sem lægst býður? Gauti Grétarsson skrifar 4. september 2019 07:00 Fyrir tveimur árum tók Svandís Svavarsdóttir við embætti heilbrigðisráðherra. Ég, eins og margir aðrir, var spenntur að fá nýjan heilbrigðisráðherra til starfa sem sagðist ætla að taka til hendinni, setja fram nýja heilbrigðisstefnu og eiga samtal við fólkið í landinu. Árið 2017 voru gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sett var þak á greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir læknisþjónustu og sjúkraþjálfun á hverju ári þannig að einstaklingar myndu ekki greiða meira en 73.950 krónur, eldri borgarar og öryrkjar greiddu aldrei meira en 49.300 krónur og börn yngri en 18 ára greiddu ekkert fyrir sjúkraþjálfun. Á fundi sem boðaður var til kynningar á þessari nýju greiðslutilhögun varaði undirritaður við þessum breytingum og spurði hvernig ætti að fjármagna þær. Forsvarsmenn Sjúkratrygginga sögðu að útgjaldaaukning vegna þessara breytinga væri tryggð. Nú tveimur árum síðar virðist eins og útgjaldaaukningin hafi komið Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti í opna skjöldu. Meðalfjöldi meðferða hefur aukist lítið en fjöldi þeirra sem nýta sér þjónustuna hefur aukist og útgjaldaaukning ríkisins er því nokkur. Þeir sem hagnast hafa mest á þessum breytingum eru sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna, tryggingafélög og þeir sem keypt hafa þjónustuna, það er sjúklingarnir. Niðurstaðan er að fleiri einstaklingar sem áður höfðu ekki efni á því að leita til sjúkraþjálfara koma í auknum mæli í meðferð og þjálfun, og bæta þannig afköst sín og vinnugetu. Þeir sem orðið hafa fyrir slysum og sjúkdómum geta nú nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfara án þess að borga háar upphæðir. Að auki hefur heilbrigðisráðuneytið á sama tímabili fjölgað liðskiptaaðgerðum verulega og þeir einstaklingar þurfa sína þjálfun að lokinni aðgerð. Eins og allir ættu að vita fjölgar öldruðum hratt og biðlistar eftir dvalarrýmum lengjast; sjúkraþjálfarar sinna þessum hópi sem aldrei fyrr. Lausn Sjúkratrygginga Íslands er nú fundin en það er útboð í rekstur sjúkraþjálfara. Markmiðið með útboðinu er að innleiða virka samkeppni í innkaupum hins opinbera í heilbrigðisþjónustu og að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það þýðir á mannamáli að þjónustan eigi að vera ódýr. Sjúklingar eru gerðir að söluvöru sem eiga að ganga kaupum og sölu. Litið er á að sjúklingar séu að fara á veitingastað og þeim sé boðið að kaupa skyndibita af því að hann er ódýrastur. Ef ráða ætti landsliðsþjálfara í fótbolta með því að gera útboð og ráða hagkvæmasta kostinn. Hvaða þjálfari væri þá valinn? Með því að taka lægsta boði í sjúkraþjálfun er í raun verið að fórna gæðum fyrir hagkvæmni. Eftir að hafa rekið sjúkraþjálfunarstöð í rúm 30 ár veit ég að eina leiðin til að skera niður kostnað er að grípa til eftirfarandi aðgerða: Lækka laun sjúkraþjálfara, fækka í afgreiðslu, minnka þrif, takmarka endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar auk þess að hætta endurmenntun starfsmanna. Það gefur augaleið að með þessu verður þjónustan lakari. Húsaleiga er stærsti einstaki kostnaðarliður sjúkraþjálfunarstöðva og því standa stöðvar í úthverfum vel að vígi þegar kemur að útboðsferli. Viljum við auka umferð á höfuðborgarsvæðinu enn meira með því að senda þau, sem þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda, í önnur hverfi þar sem þjónustan er ódýrari? María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, sagði í viðtali í vikunni að mikilvægt væri fyrir alla þá sem stunda viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt. Ég tel mig þekkja ágætlega það viðskiptaumhverfi sem sjúkraþjálfarastöðvar hafa verið í mörg undanfarin ár. Umhverfið er þetta: Engin sjúkraþjálfunarstöð á Íslandi er með starfandi framkvæmdastjóra. Eigendur stöðvanna sjá kauplaust um megnið af viðhaldi bæði tækja og húsnæðis. Ef fjárfesta þarf í nýjum tækjum þarf að veðsetja eigið húsnæði til að halda rekstrinum gangandi. Í tekjublöðum sem birt voru í síðustu viku var hvergi að finna sjúkraþjálfara. Af hverju? Jú, vegna þess að laun sjúkraþjálfara eru ekki merkileg. Er stefna heilbrigðisráðherra að lækka þessi laun enn frekar? Sjúkraþjálfarar eru kvennastétt og það er kannski fínt að láta þær finna aðeins fyrir því þegar taka á til hendinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum tók Svandís Svavarsdóttir við embætti heilbrigðisráðherra. Ég, eins og margir aðrir, var spenntur að fá nýjan heilbrigðisráðherra til starfa sem sagðist ætla að taka til hendinni, setja fram nýja heilbrigðisstefnu og eiga samtal við fólkið í landinu. Árið 2017 voru gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sett var þak á greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir læknisþjónustu og sjúkraþjálfun á hverju ári þannig að einstaklingar myndu ekki greiða meira en 73.950 krónur, eldri borgarar og öryrkjar greiddu aldrei meira en 49.300 krónur og börn yngri en 18 ára greiddu ekkert fyrir sjúkraþjálfun. Á fundi sem boðaður var til kynningar á þessari nýju greiðslutilhögun varaði undirritaður við þessum breytingum og spurði hvernig ætti að fjármagna þær. Forsvarsmenn Sjúkratrygginga sögðu að útgjaldaaukning vegna þessara breytinga væri tryggð. Nú tveimur árum síðar virðist eins og útgjaldaaukningin hafi komið Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti í opna skjöldu. Meðalfjöldi meðferða hefur aukist lítið en fjöldi þeirra sem nýta sér þjónustuna hefur aukist og útgjaldaaukning ríkisins er því nokkur. Þeir sem hagnast hafa mest á þessum breytingum eru sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna, tryggingafélög og þeir sem keypt hafa þjónustuna, það er sjúklingarnir. Niðurstaðan er að fleiri einstaklingar sem áður höfðu ekki efni á því að leita til sjúkraþjálfara koma í auknum mæli í meðferð og þjálfun, og bæta þannig afköst sín og vinnugetu. Þeir sem orðið hafa fyrir slysum og sjúkdómum geta nú nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfara án þess að borga háar upphæðir. Að auki hefur heilbrigðisráðuneytið á sama tímabili fjölgað liðskiptaaðgerðum verulega og þeir einstaklingar þurfa sína þjálfun að lokinni aðgerð. Eins og allir ættu að vita fjölgar öldruðum hratt og biðlistar eftir dvalarrýmum lengjast; sjúkraþjálfarar sinna þessum hópi sem aldrei fyrr. Lausn Sjúkratrygginga Íslands er nú fundin en það er útboð í rekstur sjúkraþjálfara. Markmiðið með útboðinu er að innleiða virka samkeppni í innkaupum hins opinbera í heilbrigðisþjónustu og að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það þýðir á mannamáli að þjónustan eigi að vera ódýr. Sjúklingar eru gerðir að söluvöru sem eiga að ganga kaupum og sölu. Litið er á að sjúklingar séu að fara á veitingastað og þeim sé boðið að kaupa skyndibita af því að hann er ódýrastur. Ef ráða ætti landsliðsþjálfara í fótbolta með því að gera útboð og ráða hagkvæmasta kostinn. Hvaða þjálfari væri þá valinn? Með því að taka lægsta boði í sjúkraþjálfun er í raun verið að fórna gæðum fyrir hagkvæmni. Eftir að hafa rekið sjúkraþjálfunarstöð í rúm 30 ár veit ég að eina leiðin til að skera niður kostnað er að grípa til eftirfarandi aðgerða: Lækka laun sjúkraþjálfara, fækka í afgreiðslu, minnka þrif, takmarka endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar auk þess að hætta endurmenntun starfsmanna. Það gefur augaleið að með þessu verður þjónustan lakari. Húsaleiga er stærsti einstaki kostnaðarliður sjúkraþjálfunarstöðva og því standa stöðvar í úthverfum vel að vígi þegar kemur að útboðsferli. Viljum við auka umferð á höfuðborgarsvæðinu enn meira með því að senda þau, sem þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda, í önnur hverfi þar sem þjónustan er ódýrari? María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, sagði í viðtali í vikunni að mikilvægt væri fyrir alla þá sem stunda viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt. Ég tel mig þekkja ágætlega það viðskiptaumhverfi sem sjúkraþjálfarastöðvar hafa verið í mörg undanfarin ár. Umhverfið er þetta: Engin sjúkraþjálfunarstöð á Íslandi er með starfandi framkvæmdastjóra. Eigendur stöðvanna sjá kauplaust um megnið af viðhaldi bæði tækja og húsnæðis. Ef fjárfesta þarf í nýjum tækjum þarf að veðsetja eigið húsnæði til að halda rekstrinum gangandi. Í tekjublöðum sem birt voru í síðustu viku var hvergi að finna sjúkraþjálfara. Af hverju? Jú, vegna þess að laun sjúkraþjálfara eru ekki merkileg. Er stefna heilbrigðisráðherra að lækka þessi laun enn frekar? Sjúkraþjálfarar eru kvennastétt og það er kannski fínt að láta þær finna aðeins fyrir því þegar taka á til hendinni.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun