George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2019 15:39 George Clooney leikstýrir myndinni en hann leitar að aukaleikurum á aldrinum 7 til 70 ára. Vísir/Getty Eskimo Iceland leitar að fólki fyrir tökur á mynd sem George Clooney leikstýrir. Myndin verður tekin upp í nágrenni Hafnar í Hornafirði en hún er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Í auglýsingu sem Eskimo Iceland birtir er leitað að alls konar fólki á aldrinum sjö til sjötíu ára. Verður þetta fólk aukaleikarar í þessu erlenda kvikmyndaverkefni sem tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. „Við viljum sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn/unglinga á aldrinum 7-17 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki er verra ef amma og/eða afi fylgja með líka,“ segir í auglýsingu Eskimo Iceland. Tökurnar fara fram dagana 20. október til 7. nóvember en þeir sem ætla að taka að sér að vera aukaleikarar þurfa að geta fengið sig lausa í hvaða tvo til þrjá daga sem er á því tímabili. Myndin ber heitið Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi. Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Eskimo Iceland leitar að fólki fyrir tökur á mynd sem George Clooney leikstýrir. Myndin verður tekin upp í nágrenni Hafnar í Hornafirði en hún er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Í auglýsingu sem Eskimo Iceland birtir er leitað að alls konar fólki á aldrinum sjö til sjötíu ára. Verður þetta fólk aukaleikarar í þessu erlenda kvikmyndaverkefni sem tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. „Við viljum sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn/unglinga á aldrinum 7-17 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki er verra ef amma og/eða afi fylgja með líka,“ segir í auglýsingu Eskimo Iceland. Tökurnar fara fram dagana 20. október til 7. nóvember en þeir sem ætla að taka að sér að vera aukaleikarar þurfa að geta fengið sig lausa í hvaða tvo til þrjá daga sem er á því tímabili. Myndin ber heitið Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi.
Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23