Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2019 12:00 Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019. Sorpa Stjórnendum Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. Stjórn Sorpu ákvað í gær að gera breytingar fjárestingaráætlun byggðasamlagsins til næstu fjögurrar ára vegna viðbótarkostnaðar við tvö verkefni á vegum þess.Sjá einnig: Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Annars vegar vegna viðbótarkostnaði við gas-og jarðagerðarstöð Sorpu uppá 637 milljónir króna, þar gleymdist að gera ráð fyrir verðbótum og hins vegar vegna 719 milljóna króna kostnaðar vegna tækjabúnaðar í stækkað móttökustöð Sorpu í Gufunesi sem láðist að færa inn í fjárfestingaráætlun. Björn Halldórsson segir það óskiljanlegt.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.„Í fyrsta lagi magntölur við bygginguna eru aðeins meiri en ráð var fyrir gert og svo láðist að gera ráð fyrir verðbótum í áætlun og síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá láðist að færa milli áætlanna áætlaðan kostnað vegna kaupa á tækjum hér í Gufunesi,“ segir Björn: Aðspurður um hver beri ábyrgð á mistökunum svarar Björn því að ábyrgðin liggi hjá stjórnendum Sorpu. „Þetta eru náttúrulega bara mjög óheppilegt og leið mistök. Við þurfum að laga okkar verklag svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Ákvörðunin stjórnar Sorpu fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn sagði á Facebook í morgun að við þessu þurfi að bregðast og sveitarfélögin fái nú háan bakreikning. Björn Halldórsson segir búið að ræða við lánastofnanir um skuldbreytingu lána, lengingu þeirra og ný lán. „Eins og verkefnið er sett upp núna þá á ekki að þurfa að koma til neinna aukaframlaga frá sveitarfélögunum.. Sorpa er stöndugt fyrirtæki og það ekki á að þurfa að koma til þess,“ segir Björn að lokum. Reykjavík Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Stjórnendum Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. Stjórn Sorpu ákvað í gær að gera breytingar fjárestingaráætlun byggðasamlagsins til næstu fjögurrar ára vegna viðbótarkostnaðar við tvö verkefni á vegum þess.Sjá einnig: Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Annars vegar vegna viðbótarkostnaði við gas-og jarðagerðarstöð Sorpu uppá 637 milljónir króna, þar gleymdist að gera ráð fyrir verðbótum og hins vegar vegna 719 milljóna króna kostnaðar vegna tækjabúnaðar í stækkað móttökustöð Sorpu í Gufunesi sem láðist að færa inn í fjárfestingaráætlun. Björn Halldórsson segir það óskiljanlegt.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.„Í fyrsta lagi magntölur við bygginguna eru aðeins meiri en ráð var fyrir gert og svo láðist að gera ráð fyrir verðbótum í áætlun og síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá láðist að færa milli áætlanna áætlaðan kostnað vegna kaupa á tækjum hér í Gufunesi,“ segir Björn: Aðspurður um hver beri ábyrgð á mistökunum svarar Björn því að ábyrgðin liggi hjá stjórnendum Sorpu. „Þetta eru náttúrulega bara mjög óheppilegt og leið mistök. Við þurfum að laga okkar verklag svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Ákvörðunin stjórnar Sorpu fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn sagði á Facebook í morgun að við þessu þurfi að bregðast og sveitarfélögin fái nú háan bakreikning. Björn Halldórsson segir búið að ræða við lánastofnanir um skuldbreytingu lána, lengingu þeirra og ný lán. „Eins og verkefnið er sett upp núna þá á ekki að þurfa að koma til neinna aukaframlaga frá sveitarfélögunum.. Sorpa er stöndugt fyrirtæki og það ekki á að þurfa að koma til þess,“ segir Björn að lokum.
Reykjavík Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00
Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45