Ungstirni Arsenal var ekki að dreyma og er komið í franska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 10:30 Matteo Guendouzi nýtur þess að vera kominn í franska A-landsliðið. Getty/Anthony Dibon Þjálfari 21 árs landsliðs Frakka freistaðist til að stríða aðeins Arsenal manninum Mattéo Guendouzi þegar kom að því að tilkynna stráknum að hann væri kominn í A-landsliðið í fyrsta sinn. Matteo Guendouzi kom inn í hóp heimsmeistaranna fyrir Paul Pogba sem er meiddur. Frakkar eru eins og kunnugt er í sama riðli og við Íslendingar í undankeppni EM 2020. Matteo Guendouzi fékk að vita af vali sínu eftir nágrannaslaginn á móti Tottenham um helgina. Hann hélt þá að hann yrði með 21 árs landsliðinu í landsleikjafríinu en fljótlega kom annað í ljós. Guendouzi sagði söguna á bak við þessa stóru stund þegar hann frétti að hann væri kominn í franska landsliðið og hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem kom inn á heimasíðu franska landsliðsins.Nope, you're definitely not dreaming, @MatteoGuendouzi! The @Arsenal midfielder reacts to his first senior call-up, replacing Paul Pogba in the squad ??#FiersdetreBleuspic.twitter.com/7QAHP0HG1O — French Team ?? (@FrenchTeam) September 2, 2019Sylvain Ripoll, þjálfari franska 21 árs landsliðsins, fór í heimsókn til Matteo Guendouzi og sagði honum fréttirnar. Guendouzi var sofandi og svaraði ekki fyrr en þjálfarinn hringdi í hann. Það gaf Ripoll tækifæri til að finna upp á smá prakkarastriki. „Hann sagði við mig: Matteo, komdu hérna, við þurfum að tala svolítið saman. Hann sagði svo: Ég er mjög hrifinn af þér sem leikmanni en þú verður að fara.,“ lýsir Matteo Guendouzi. Hann hélt um tíma að hann væri að missa sæti sitt í 21 árs landsliðinu. „Ég svaraði: Hvað meinar þú að ég þurfi að fara? Hvað ertu að segjaÐ Hann svaraði þá: Þú verður með franska A-landsliðinu. Ég trúði þessu ekki í fyrstu. Ég var sofandi þegar hann kom og ég hélt ég væri enn að dreyma,“ sagði Guendouzi léttur. Guendouzi bætti við að Sylvain Ripoll gæti kannski betur lýst viðbrögðum sínum en þessi tuttugu ára miðjumaður var augljóslega í skýjunum með að vera kominn í franska A-landsliðið í fyrsta sinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Þjálfari 21 árs landsliðs Frakka freistaðist til að stríða aðeins Arsenal manninum Mattéo Guendouzi þegar kom að því að tilkynna stráknum að hann væri kominn í A-landsliðið í fyrsta sinn. Matteo Guendouzi kom inn í hóp heimsmeistaranna fyrir Paul Pogba sem er meiddur. Frakkar eru eins og kunnugt er í sama riðli og við Íslendingar í undankeppni EM 2020. Matteo Guendouzi fékk að vita af vali sínu eftir nágrannaslaginn á móti Tottenham um helgina. Hann hélt þá að hann yrði með 21 árs landsliðinu í landsleikjafríinu en fljótlega kom annað í ljós. Guendouzi sagði söguna á bak við þessa stóru stund þegar hann frétti að hann væri kominn í franska landsliðið og hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem kom inn á heimasíðu franska landsliðsins.Nope, you're definitely not dreaming, @MatteoGuendouzi! The @Arsenal midfielder reacts to his first senior call-up, replacing Paul Pogba in the squad ??#FiersdetreBleuspic.twitter.com/7QAHP0HG1O — French Team ?? (@FrenchTeam) September 2, 2019Sylvain Ripoll, þjálfari franska 21 árs landsliðsins, fór í heimsókn til Matteo Guendouzi og sagði honum fréttirnar. Guendouzi var sofandi og svaraði ekki fyrr en þjálfarinn hringdi í hann. Það gaf Ripoll tækifæri til að finna upp á smá prakkarastriki. „Hann sagði við mig: Matteo, komdu hérna, við þurfum að tala svolítið saman. Hann sagði svo: Ég er mjög hrifinn af þér sem leikmanni en þú verður að fara.,“ lýsir Matteo Guendouzi. Hann hélt um tíma að hann væri að missa sæti sitt í 21 árs landsliðinu. „Ég svaraði: Hvað meinar þú að ég þurfi að fara? Hvað ertu að segjaÐ Hann svaraði þá: Þú verður með franska A-landsliðinu. Ég trúði þessu ekki í fyrstu. Ég var sofandi þegar hann kom og ég hélt ég væri enn að dreyma,“ sagði Guendouzi léttur. Guendouzi bætti við að Sylvain Ripoll gæti kannski betur lýst viðbrögðum sínum en þessi tuttugu ára miðjumaður var augljóslega í skýjunum með að vera kominn í franska A-landsliðið í fyrsta sinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira