Talið er að hann hafi skotið yfir tuttugu manns áður en hann var sjálfur skotinn til bana fyrir utan kvikmyndahús. Yfirvöld segja að árásarmaðurinn hafi verið karlmaður á fertugsaldri.
Atburðarásin hófst þegar ríkislögreglumenn reyndu að stöðva gulllitaða bifreið þegar ökumaðurinn sleppti því að gefa stefnuljós á gatnamótum. Áður en maðurinn stöðvaði bifreið sína beindi hann riffil út um rúðu og skaut nokkrum skotum í átt að lögreglubifreiðinni. Eftir að hafa skotið annan lögreglumanninn flúði árásarmaðurinn og hélt áfram að skjóta óbreytta borgara úr bifreið sinni.
Önnur skotárásin í Texas á stuttum tíma
Maðurinn skaut tvo aðra lögreglumenn áður en hann var sjálfur skotinn til bana. Vitni sáu manninn hleypa af skotum nálægt verslunarmiðstöðvum og á umferðarþungum gatnamótum.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var minnst 21 óbreyttur borgari skotinn í skothríðinni og þar af er minnst einn enn í lífshættu. Skotárásin í gær á sér stað einungis fjórum vikum eftir að 22 voru skotnir til bana í landamæraborginni El Paso í Texas.