Tindastóll getur komist upp í efstu deild í fyrsta sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2019 07:00 Murielle Tiernan, leikmaður Tindastóls, er markahæst í Inkasso-deild kvenna með 22 mörk. vísir/getty Tindastóll getur tryggt sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn þegar lokaumferð Inkasso-deildar kvenna fer fram í kvöld. Allir fimm leikirnir hefjast klukkan 19:15. Grindavík og ÍR eru fallin og Þróttur búinn að vinna deildina. Annað sætið og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni er hins vegar enn í boði. FH er í 2. sæti með 36 stig, tveimur stigum á undan Tindastóli og þremur stigum á undan Haukum. Fyrir nokkrum vikum benti ekkert til annars en FH-ingar færu örugglega upp í Pepsi Max-deildinni. En FH hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum og því er liðið aðeins með tveggja stiga forystu í 2. sætinu. Eftir 0-7 tap fyrir Þrótti 8. ágúst hefur Tindastóll unnið fimm leiki í röð. Liðið fær ÍA í heimsókn í kvöld. Skagakonur eru í 6. sæti deildarinnar. Til að Tindastóll eignist lið í efstu deild í fótbolta í fyrsta sinn þarf liðið að vinna ÍA og treysta á að Afturelding, sem er í 5. sæti, leggi FH að velli. Jafntefli ætti að duga FH-ingum því þeir eru með miklu betri markatölu en Stólarnir. Haukar eiga enn tölfræðilega möguleika á að ná 2. sætinu. Til þess að það gerist þarf FH að tapa, Tindastóll tapa eða gera jafntefli og Haukar að vinna botnlið ÍR mjög stórt. Haukar eru með 13 mörk í plús en FH 23 mörk. Eftir rólega byrjun á tímabilinu hafa Haukar unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Þróttur fær bikarinn fyrir sigur í Inkasso-deildinni afhentan eftir leikinn gegn Grindavík. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mætast Augnablik og Fjölnir á Kópavogsvelli. Liðin eru jöfn að stigum í 7. og 8. sæti deildarinnar.Leikirnir í lokaumferð Inkasso-deildar kvenna (hefjast allir klukkan 19:15): Afturelding - FH Tindastóll - ÍA Haukar - ÍR Þróttur - Grindavík Augnablik - FjölnirStaðan fyrir lokaumferðina í Inkasso-deild kvenna. Inkasso-deildin Skagafjörður Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Tindastóll getur tryggt sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn þegar lokaumferð Inkasso-deildar kvenna fer fram í kvöld. Allir fimm leikirnir hefjast klukkan 19:15. Grindavík og ÍR eru fallin og Þróttur búinn að vinna deildina. Annað sætið og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni er hins vegar enn í boði. FH er í 2. sæti með 36 stig, tveimur stigum á undan Tindastóli og þremur stigum á undan Haukum. Fyrir nokkrum vikum benti ekkert til annars en FH-ingar færu örugglega upp í Pepsi Max-deildinni. En FH hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum og því er liðið aðeins með tveggja stiga forystu í 2. sætinu. Eftir 0-7 tap fyrir Þrótti 8. ágúst hefur Tindastóll unnið fimm leiki í röð. Liðið fær ÍA í heimsókn í kvöld. Skagakonur eru í 6. sæti deildarinnar. Til að Tindastóll eignist lið í efstu deild í fótbolta í fyrsta sinn þarf liðið að vinna ÍA og treysta á að Afturelding, sem er í 5. sæti, leggi FH að velli. Jafntefli ætti að duga FH-ingum því þeir eru með miklu betri markatölu en Stólarnir. Haukar eiga enn tölfræðilega möguleika á að ná 2. sætinu. Til þess að það gerist þarf FH að tapa, Tindastóll tapa eða gera jafntefli og Haukar að vinna botnlið ÍR mjög stórt. Haukar eru með 13 mörk í plús en FH 23 mörk. Eftir rólega byrjun á tímabilinu hafa Haukar unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Þróttur fær bikarinn fyrir sigur í Inkasso-deildinni afhentan eftir leikinn gegn Grindavík. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mætast Augnablik og Fjölnir á Kópavogsvelli. Liðin eru jöfn að stigum í 7. og 8. sæti deildarinnar.Leikirnir í lokaumferð Inkasso-deildar kvenna (hefjast allir klukkan 19:15): Afturelding - FH Tindastóll - ÍA Haukar - ÍR Þróttur - Grindavík Augnablik - FjölnirStaðan fyrir lokaumferðina í Inkasso-deild kvenna.
Inkasso-deildin Skagafjörður Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira