Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2019 15:49 Upplitið á Trudeau var ekki djarft þegar hann ræddi við fréttamenn um myndirnar af honum máluðum svartur í framan. AP/Sean Kilpatrick Vandræði Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, jukust enn í dag þegar nýtt myndband kom fram þar sem hann sést með andlit sitt litað svart. Trudeau hafði áður viðurkennt að slíkt væri rasískt eftir að gamlar myndir af honum með andlitið málað brúnt kom fram. Málið hefur hrist upp í baráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram í seinni hluta október. Trudeau baðst í gær afsökunar á framferði sínu eftir að myndir birtust af honum með andlitið litað brúnt þegar hann var námsmaður og síðar kennari við einkaskóla í Vancouver fyrir tæpum tuttugu árum. Nýja myndbandið af Trudeau er frá því snemma á 10. áratugnum þegar forsætisráðherrann var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Frjálslyndi flokkur hans hefur staðfesta að myndbandið sé ósvikið. Á því sést Trudeau með svert andlitið hlæja, stinga út úr sér tungunni, gretta sig og baða út höndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Trudeau hefur meðal annars útskýrt hegðun sína með því að hann sé meira fyrir grímubúninga en meðalmaðurinn. Hann hafi þó átt að vita betur en að sverta andlit sitt. „Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki vera rasískt á sínum tíma en nú átta ég mig á því að það var rasískt og ég harma það innilega,“ sagði forsætisráðherrann. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku hófu að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikill vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau. Hann hefur verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega að spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið. Kanada Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Vandræði Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, jukust enn í dag þegar nýtt myndband kom fram þar sem hann sést með andlit sitt litað svart. Trudeau hafði áður viðurkennt að slíkt væri rasískt eftir að gamlar myndir af honum með andlitið málað brúnt kom fram. Málið hefur hrist upp í baráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram í seinni hluta október. Trudeau baðst í gær afsökunar á framferði sínu eftir að myndir birtust af honum með andlitið litað brúnt þegar hann var námsmaður og síðar kennari við einkaskóla í Vancouver fyrir tæpum tuttugu árum. Nýja myndbandið af Trudeau er frá því snemma á 10. áratugnum þegar forsætisráðherrann var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Frjálslyndi flokkur hans hefur staðfesta að myndbandið sé ósvikið. Á því sést Trudeau með svert andlitið hlæja, stinga út úr sér tungunni, gretta sig og baða út höndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Trudeau hefur meðal annars útskýrt hegðun sína með því að hann sé meira fyrir grímubúninga en meðalmaðurinn. Hann hafi þó átt að vita betur en að sverta andlit sitt. „Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki vera rasískt á sínum tíma en nú átta ég mig á því að það var rasískt og ég harma það innilega,“ sagði forsætisráðherrann. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku hófu að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikill vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau. Hann hefur verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega að spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið.
Kanada Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira