Katrín fjallar um „þrálátustu meinsemd okkar tíma“ á vef CNN Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 13:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur #MeToo-ráðstefnu í Hörpu klukkan hálf þrjú í dag. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur kynferðisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi sérstaklega til umfjöllunar í grein um #MeToo-hreyfinguna sem birtist á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í morgun. Þá er einnig rætt við Katrínu um #MeToo á vef breska dagblaðsins Guardian í dag. Grein Katrínar á vef CNN er birt undir titlinum Gender inequality is one of the most persistent evils of our times (ísl. Kynjamisrétti er ein þrálátasta meinsemd okkar tíma). Tilefni skrifanna er alþjóðleg #MeToo-ráðstefna sem hefst í Hörpu síðdegis í dag. Katrín tekur #MeToo-hreyfinguna á Íslandi til umfjöllunar í grein sinni og rekur hvernig hreyfingin hafi einkum birst í reynslusögum kvennahópa úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins.Sjá einnig: Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðuKatrín segir reynslusögurnar hafa knúið þjóðina til að skoða sérstaklega þá samfélagskima þar sem „menning refsileysis“ hafi fengið að grassera, sérstaklega með tilliti til kvenna af erlendum uppruna. „Fyrir mörg okkar táknuðu vitnisburðir innflytjendakvenna og kvenna úr minnihlutahópum vendipunkt. Þær lýstu stigi fjölþættrar mismununar sem flest okkar höfðu vonað að fyrirfyndist ekki á Íslandi. Þær sýndu fram á það að þrátt fyrir að Ísland hafi náð framförum á sviði kynjajafnréttis, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, höfum við ekki tekist nægilega vel á við sniðmengi kynja-, kynþátta- og stéttaóréttlætis.“ Þá segist Katrín staðráðin í því að ríkisstjórn hennar leggi sitt af mörkum í #MeToo-baráttunni. „Við höfum endurskoðað lög og ferli, hraðað fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi og áreitni og ráðist í ítarlega skoðun á hlutverki ríkisstjórnarinnar sem vinnuveitanda.“ Grein Katrínar má lesa í heild hér.Fyrir konurnar sem gátu ekki rofið þögnina Þá er rætt við Katrínu um áðurnefnda ráðstefnu í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir Katrín að #MeToo-hreyfingin hafi svipt hulunni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem konur í öllum samfélögum og heimshornum hafi orðið fyrir. „Við skuldum öllum þessum konum, konunum sem gátu ekki rofið þögnina og komandi kynslóðum, að setja málaflokkinn á stefnuskrár og knýja fram breytingar.“ Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í Hörpu í dag og stendur yfir næstu tvo dag. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #MeToo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga. MeToo Tengdar fréttir Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur kynferðisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi sérstaklega til umfjöllunar í grein um #MeToo-hreyfinguna sem birtist á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í morgun. Þá er einnig rætt við Katrínu um #MeToo á vef breska dagblaðsins Guardian í dag. Grein Katrínar á vef CNN er birt undir titlinum Gender inequality is one of the most persistent evils of our times (ísl. Kynjamisrétti er ein þrálátasta meinsemd okkar tíma). Tilefni skrifanna er alþjóðleg #MeToo-ráðstefna sem hefst í Hörpu síðdegis í dag. Katrín tekur #MeToo-hreyfinguna á Íslandi til umfjöllunar í grein sinni og rekur hvernig hreyfingin hafi einkum birst í reynslusögum kvennahópa úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins.Sjá einnig: Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðuKatrín segir reynslusögurnar hafa knúið þjóðina til að skoða sérstaklega þá samfélagskima þar sem „menning refsileysis“ hafi fengið að grassera, sérstaklega með tilliti til kvenna af erlendum uppruna. „Fyrir mörg okkar táknuðu vitnisburðir innflytjendakvenna og kvenna úr minnihlutahópum vendipunkt. Þær lýstu stigi fjölþættrar mismununar sem flest okkar höfðu vonað að fyrirfyndist ekki á Íslandi. Þær sýndu fram á það að þrátt fyrir að Ísland hafi náð framförum á sviði kynjajafnréttis, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, höfum við ekki tekist nægilega vel á við sniðmengi kynja-, kynþátta- og stéttaóréttlætis.“ Þá segist Katrín staðráðin í því að ríkisstjórn hennar leggi sitt af mörkum í #MeToo-baráttunni. „Við höfum endurskoðað lög og ferli, hraðað fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi og áreitni og ráðist í ítarlega skoðun á hlutverki ríkisstjórnarinnar sem vinnuveitanda.“ Grein Katrínar má lesa í heild hér.Fyrir konurnar sem gátu ekki rofið þögnina Þá er rætt við Katrínu um áðurnefnda ráðstefnu í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir Katrín að #MeToo-hreyfingin hafi svipt hulunni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem konur í öllum samfélögum og heimshornum hafi orðið fyrir. „Við skuldum öllum þessum konum, konunum sem gátu ekki rofið þögnina og komandi kynslóðum, að setja málaflokkinn á stefnuskrár og knýja fram breytingar.“ Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í Hörpu í dag og stendur yfir næstu tvo dag. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #MeToo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.
MeToo Tengdar fréttir Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24