Daily Mail greinir frá þessu en ítalska félagið er nú í eigu Elliot Management. Arnault er þó talinn viljugur til að eyða eitthvað af sínum 86 billjónum í félagið.
Elliot eignaðist félagið árið 2017 og hefur nú þegar hafnað tilboðum sem hljópa upp á 500 til 700 milljónir punda en tilboð Arnault er talið hljóða upp á 890 milljónir punda.
AC Milan braced for incredible '£890m takeover bid from world's second-richest man' with Bernard Arnault - who owns fashion brand Louis Vuitton https://t.co/MUWuiUnz9g
— MailOnline Sport (@MailSport) September 16, 2019
Auk þess að eiga Louis Vuitton á hann snyrtivörufyrirtækið Sephora sem og kampavínið Don Perignon sem er eitt dýrasta kampavín gerð í heimi.
Hann vill gera AC Milan á nýjan leik að einu besta liði heims en þeir eru nú þegar á leið á nýjan völl svo ólíklegt er að Elliot vilji selja félagið á þessum tímapunkti.