Mín kynslóð Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. september 2019 07:00 Að undanförnu hefur í sívaxandi mæli runnið upp fyrir mér ákveðið ljós. Ég hef áttað mig á því, og orðið töluvert uppnuminn af þeirri greiningu minni í fámennum hópum, að mín kynslóð — fólk sem er fætt circa nítjánhundruð og sjötíu, áttatíu — hefur mátt búa við það alla sína hunds- og kattartíð að hafa hangandi yfir sér hinar ægilegustu heimsendaspár. Mannkynið hefur alltaf verið við það að deyja í heild sinni — fyrir utan Bruce Willis — hinum skelfilegasta dauðdaga. Þegar kjarnorkusprengja myndi springa á Miðnesheiði, var mér tjáð tíu ára, myndi maður líklega missa húðina á hlaupum, hægt og sígandi, undan sprengjubylgjunni og deyja þannig að maður svona nokkurn veginn bráðnaði ofan í malbikið. Þetta var manni sagt á yfirvegaðan hátt af eldra fólki í sömu andrá og það var áréttað fyrir manni að lesa blaðsíðurnar í símaskránni þar sem útlistað var hvernig ætti að bregðast við ef sveppurinn sæist yfir Keflavík. Ég átti mér stað í gluggalausri kompu niðri í kjallara. Þar ætlaði ég að hnipra mig inni í skáp á bak við gamla vöggu. Án framtíðar Svona var bernskan. Litlir opineygðir krakkar í náttfötunum spáðu í viðbrögð við atómbombum. Ég vil meina að þessar kringumstæður hafi markað mína kynslóð mun meira og dýpra en viðurkennt er. Upp óx kaldhæðið lið. Sumir segja lítið afgerandi jafnvel. En svona var veganestið: Framtíðin varð lúxus. Ekki var víst að hún yrði yfir höfuð nokkur. Hvers vegna að æsa sig? Upp óx kynslóð án framtíðar. Nú þegar þessi kynslóð er orðin ráðandi á miðjum aldri leggur hún enda á það höfuðáherslu í sínum aðgerðum — og skal engan undra — að vera sem mest í núinu. Lífið er núna. Njótum. Á morgun gætirðu allt eins verið dáinn. Auðvitað er það alltaf svo, að ef maður hugsar eitthvað merkilegt og finnst jafnvel eins og maður hafi fattað eitthvað alveg sjálfur, að þá er bókað að einhver annar er fyrir löngu búinn að koma orðum að þessu mun betur. Þurfti ekki sjálfur forseti lýðveldisins einmitt að ræða nákvæmlega þessar pælingar í ávarpi sínu við þingsetningu um daginn. Gat nú skeð. Þar vitnaði forsetinn í skáldkonuna Ingibjörgu Haraldsdóttur sem orðaði þennan heimsendaveruleika á snilldarhátt í sínum skrifum. Það var ekki bara kjarnorkuváin. Það var alnæmi, fuglaflensa, ebóla, vatnsskortur, eiturlyf, hryðjuverk, glæpir. Allt skyldi tortíma mannkyni. Ég man sterkt eftir því þegar sú umræða skapaðist að líklega yrði leiknum lokið um leið og Kínverjar byrjuðu að nota skeinipappír. Ég veit ekki hvernig það mál endaði, en hitt er annað: Endalokin hafa alltaf vomað yfir. Ég man varla eftir nokkru tímaskeiði á minni ævi þar sem ekki hafa farið fram alvörugefnar umræður um það hvað granda myndi mannkyni. Meira að segja ánægjuleg tímamót einsog aldamótin urðu uppspretta heimsendakenninga. Þegar tímatalið færi úr 1999 í 2000 áttu allar flugvélar að hrapa út af kerfisvillu og tölvur að klikkast. En það gerðist ekki. Næsta kynslóð Kem ég þá að því sem ég vildi sagt hafa. Ég boða ekki ábyrgðarleysi. Ég boða ekki að engar heimsendaspár skuli taka alvarlega. Ég segi ekki að allt muni reddast. Ég boða ekki kæruleysi. Frekar vil ég sagt hafa, að einmitt það sem þó hefur komið í ljós í skugga heimsendanna er það, að þrátt fyrir allan háskann, hörmungarnar og illskuna, virðist vera til kraftur í veröldinni sem er eiginlega ekki hægt að kalla neitt annað en „hið góða“. Ég held að þetta sé lærdómur tímans. Hið góða myndast þegar nógu margir hafa áhyggjur. Þegar nógu margir sjá að háskinn er handan við hornið verður til einhvers konar djúpkraftur, bylgja ótal misstórra aðgerða sem saman koma í veg fyrir að háskinn verði að hörmungum. Þetta hefur maður séð gerast hvað eftir annað. Kannski hefur heimsendakynslóðin þróað með sér einhvers konar hæfni til að verja mannkynið gegn vám á ómeðvitaðan og þokukenndan máta, eins og líffræðileg samhæfni til að lifa af hafi orðið til í skugga kjarnorkusprengjunnar. Það er til vitnis um þetta sama í mínum huga — um þessa seigu lífslöngun — að nú vex ný kynslóð úr grasi sterkari og ákveðnari en nokkurt fólk hefur áður verið í heimssögunni í því að verjast aðsteðjandi hörmungum. Ógnin er risastór. Kannski sú stærsta. Hamfarahlýnunin er brostin á og ógnar öllu mannkyni. Viðbrögð minnar vanmetnu kynslóðar hafa þá kannski verið þessi. Í hógværa núinu sínu og blíðri von um að háskanum verði ætíð bægt frá höfum við alið upp með hægð fólk sem mun berjast af fullum krafti fyrir því sem við höfum af veikum mætti reynt að verja: Framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur í sívaxandi mæli runnið upp fyrir mér ákveðið ljós. Ég hef áttað mig á því, og orðið töluvert uppnuminn af þeirri greiningu minni í fámennum hópum, að mín kynslóð — fólk sem er fætt circa nítjánhundruð og sjötíu, áttatíu — hefur mátt búa við það alla sína hunds- og kattartíð að hafa hangandi yfir sér hinar ægilegustu heimsendaspár. Mannkynið hefur alltaf verið við það að deyja í heild sinni — fyrir utan Bruce Willis — hinum skelfilegasta dauðdaga. Þegar kjarnorkusprengja myndi springa á Miðnesheiði, var mér tjáð tíu ára, myndi maður líklega missa húðina á hlaupum, hægt og sígandi, undan sprengjubylgjunni og deyja þannig að maður svona nokkurn veginn bráðnaði ofan í malbikið. Þetta var manni sagt á yfirvegaðan hátt af eldra fólki í sömu andrá og það var áréttað fyrir manni að lesa blaðsíðurnar í símaskránni þar sem útlistað var hvernig ætti að bregðast við ef sveppurinn sæist yfir Keflavík. Ég átti mér stað í gluggalausri kompu niðri í kjallara. Þar ætlaði ég að hnipra mig inni í skáp á bak við gamla vöggu. Án framtíðar Svona var bernskan. Litlir opineygðir krakkar í náttfötunum spáðu í viðbrögð við atómbombum. Ég vil meina að þessar kringumstæður hafi markað mína kynslóð mun meira og dýpra en viðurkennt er. Upp óx kaldhæðið lið. Sumir segja lítið afgerandi jafnvel. En svona var veganestið: Framtíðin varð lúxus. Ekki var víst að hún yrði yfir höfuð nokkur. Hvers vegna að æsa sig? Upp óx kynslóð án framtíðar. Nú þegar þessi kynslóð er orðin ráðandi á miðjum aldri leggur hún enda á það höfuðáherslu í sínum aðgerðum — og skal engan undra — að vera sem mest í núinu. Lífið er núna. Njótum. Á morgun gætirðu allt eins verið dáinn. Auðvitað er það alltaf svo, að ef maður hugsar eitthvað merkilegt og finnst jafnvel eins og maður hafi fattað eitthvað alveg sjálfur, að þá er bókað að einhver annar er fyrir löngu búinn að koma orðum að þessu mun betur. Þurfti ekki sjálfur forseti lýðveldisins einmitt að ræða nákvæmlega þessar pælingar í ávarpi sínu við þingsetningu um daginn. Gat nú skeð. Þar vitnaði forsetinn í skáldkonuna Ingibjörgu Haraldsdóttur sem orðaði þennan heimsendaveruleika á snilldarhátt í sínum skrifum. Það var ekki bara kjarnorkuváin. Það var alnæmi, fuglaflensa, ebóla, vatnsskortur, eiturlyf, hryðjuverk, glæpir. Allt skyldi tortíma mannkyni. Ég man sterkt eftir því þegar sú umræða skapaðist að líklega yrði leiknum lokið um leið og Kínverjar byrjuðu að nota skeinipappír. Ég veit ekki hvernig það mál endaði, en hitt er annað: Endalokin hafa alltaf vomað yfir. Ég man varla eftir nokkru tímaskeiði á minni ævi þar sem ekki hafa farið fram alvörugefnar umræður um það hvað granda myndi mannkyni. Meira að segja ánægjuleg tímamót einsog aldamótin urðu uppspretta heimsendakenninga. Þegar tímatalið færi úr 1999 í 2000 áttu allar flugvélar að hrapa út af kerfisvillu og tölvur að klikkast. En það gerðist ekki. Næsta kynslóð Kem ég þá að því sem ég vildi sagt hafa. Ég boða ekki ábyrgðarleysi. Ég boða ekki að engar heimsendaspár skuli taka alvarlega. Ég segi ekki að allt muni reddast. Ég boða ekki kæruleysi. Frekar vil ég sagt hafa, að einmitt það sem þó hefur komið í ljós í skugga heimsendanna er það, að þrátt fyrir allan háskann, hörmungarnar og illskuna, virðist vera til kraftur í veröldinni sem er eiginlega ekki hægt að kalla neitt annað en „hið góða“. Ég held að þetta sé lærdómur tímans. Hið góða myndast þegar nógu margir hafa áhyggjur. Þegar nógu margir sjá að háskinn er handan við hornið verður til einhvers konar djúpkraftur, bylgja ótal misstórra aðgerða sem saman koma í veg fyrir að háskinn verði að hörmungum. Þetta hefur maður séð gerast hvað eftir annað. Kannski hefur heimsendakynslóðin þróað með sér einhvers konar hæfni til að verja mannkynið gegn vám á ómeðvitaðan og þokukenndan máta, eins og líffræðileg samhæfni til að lifa af hafi orðið til í skugga kjarnorkusprengjunnar. Það er til vitnis um þetta sama í mínum huga — um þessa seigu lífslöngun — að nú vex ný kynslóð úr grasi sterkari og ákveðnari en nokkurt fólk hefur áður verið í heimssögunni í því að verjast aðsteðjandi hörmungum. Ógnin er risastór. Kannski sú stærsta. Hamfarahlýnunin er brostin á og ógnar öllu mannkyni. Viðbrögð minnar vanmetnu kynslóðar hafa þá kannski verið þessi. Í hógværa núinu sínu og blíðri von um að háskanum verði ætíð bægt frá höfum við alið upp með hægð fólk sem mun berjast af fullum krafti fyrir því sem við höfum af veikum mætti reynt að verja: Framtíðinni.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun