Öryggi sjúklinga Alma Dagbjört Möller skrifar 16. september 2019 07:00 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að 17. september verði alþjóðadagur öryggis sjúklinga. Mikilvægt er að nota daginn til að vekja athygli á öryggi sjúklinga og til hvatningar um að gera betur. Með öryggi sjúklinga er átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður hefur reynst erfitt að tryggja öryggi í heilbrigðisþjónustu sem verður sífellt flóknari, en áætlað er að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verði fyrir einhvers konar atviki. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt og brýnt að bæta úr. Með atviki er átt við að eitthvað fer úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings, hvort heldur það veldur sjúklingi skaða eða ekki og hver svo sem skýringin er. Algengustu flokkar atvika eru byltur, lyfjatengd atvik, sýkingar og legusár. Víða er unnið með markvissum hætti til að fyrirbyggja slík atvik, starfsfólki til hróss. Talið er að megi fyrirbyggja allt að 50% atvika og spara þannig bæði þjáningar og fjármuni. Til að efla öryggi sjúklinga þarf að huga að mörgum þáttum. Eitt er að auka þekkingu og vitund bæði heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga um hvar hættur geti leynst. Annað er að skapa umgjörð og verkferla sem koma í veg fyrir eða minnka hættu á atvikum. Öryggismenning ríkir þegar öryggi er í öndvegi. Rannsóknir sýna að þegar alvarleg atvik verða er sjaldan einhverju einu um að kenna heldur leggst margt á eitt. Mikilvægt er að læra af hverju einasta atviki, þar sem áherslan er ekki að finna blóraböggul heldur gera úrbætur á kerfislægum þáttum til að hindra að atvik endurtaki sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á mikilvægi stjórnvalda. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram Heilbrigðisstefnu þar sem áhersla er m.a. á bætta mönnun sem er forsenda öryggis. Þá hefur landlæknir lagt fram Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu en öryggi er mikilvægur þáttur gæða. Brýnt er að innleiðing beggja takist sem best. Til þess að efla öryggi þurfa allir að hjálpast að; stjórnvöld, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Vinnum saman að bættu öryggi sjúklinga, við verðum! Alma Dagbjört Möller, landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að 17. september verði alþjóðadagur öryggis sjúklinga. Mikilvægt er að nota daginn til að vekja athygli á öryggi sjúklinga og til hvatningar um að gera betur. Með öryggi sjúklinga er átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður hefur reynst erfitt að tryggja öryggi í heilbrigðisþjónustu sem verður sífellt flóknari, en áætlað er að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verði fyrir einhvers konar atviki. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt og brýnt að bæta úr. Með atviki er átt við að eitthvað fer úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings, hvort heldur það veldur sjúklingi skaða eða ekki og hver svo sem skýringin er. Algengustu flokkar atvika eru byltur, lyfjatengd atvik, sýkingar og legusár. Víða er unnið með markvissum hætti til að fyrirbyggja slík atvik, starfsfólki til hróss. Talið er að megi fyrirbyggja allt að 50% atvika og spara þannig bæði þjáningar og fjármuni. Til að efla öryggi sjúklinga þarf að huga að mörgum þáttum. Eitt er að auka þekkingu og vitund bæði heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga um hvar hættur geti leynst. Annað er að skapa umgjörð og verkferla sem koma í veg fyrir eða minnka hættu á atvikum. Öryggismenning ríkir þegar öryggi er í öndvegi. Rannsóknir sýna að þegar alvarleg atvik verða er sjaldan einhverju einu um að kenna heldur leggst margt á eitt. Mikilvægt er að læra af hverju einasta atviki, þar sem áherslan er ekki að finna blóraböggul heldur gera úrbætur á kerfislægum þáttum til að hindra að atvik endurtaki sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á mikilvægi stjórnvalda. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram Heilbrigðisstefnu þar sem áhersla er m.a. á bætta mönnun sem er forsenda öryggis. Þá hefur landlæknir lagt fram Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu en öryggi er mikilvægur þáttur gæða. Brýnt er að innleiðing beggja takist sem best. Til þess að efla öryggi þurfa allir að hjálpast að; stjórnvöld, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Vinnum saman að bættu öryggi sjúklinga, við verðum! Alma Dagbjört Möller, landlæknir.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun