Neymar fékk óblíðar móttökur frá eigin stuðningsmönnum og svaraði með hjólhesti Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. september 2019 11:00 Stuðningsmenn PSG veita engan afslátt vísir/getty Brasilíska ofurstjarnan Neymar sneri aftur í lið frönsku meistaranna í PSG í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Óhætt er að segja að Neymar sé umdeildur í París um þessar mundir eftir framkomu sína gagnvart félaginu í sumar þegar hann reyndi allt hvað hann gat til að komast burt. Stuðningsmenn PSG eru með þeim allra hörðustu í bransanum og þeir virðast ekki ætla að taka Neymar í sátt í bráð eins og mátti augljóslega sjá á Parc des Princes leikvangnum í gær. Fyrir leik héngu borðar með ljótum skilaboðum til Neymar og fjölskyldu hans á meðal PSG Ultras. Þar á meðal voru skilaboð til föður Neymar að hann ætti að selja son sinn í Vila Mimosa sem er eitt alræmdasta vændishverfið í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu. „20 milljónir evra til að fara til Messi. Við viljum ekki fleiri hórur í París,“ stóð á öðrum borða þar sem stuðningsmenn PSG vísa til þess að Neymar bauðst til að borga sjálfur 20 milljónir evra til að liðka fyrir félagaskiptum til Barcelona í sumar. Full clip of the Neymar goal, look at his calm celebration PSG ultras went quiet pic.twitter.com/Zd4AXAErEe — mx (@LeooMessi10i) September 14, 2019Svaraði með hjólhestaspyrnuÞó Neymar sé umdeildur meðal fótboltaáhugamanna efast líklega enginn um hæfileika kappans og hann svaraði svo sannarlega fyrir sig inn á vellinum í gær þar sem hann tryggði PSG 1-0 sigur með því að skora með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma. Neymar mætti svo í viðtöl eftir leik og kvartaði ekkert yfir móttökunum sem hann fékk á eigin heimavelli. Þvert á móti sagðist hann gera sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir stuðningsmenn PSG að standa á bak við sig. „Ég skil þessi viðbrögð og ég veit að þetta er erfitt fyrir þá. Ég hef engin sérstök skilaboð til þeirra. Ég er vanur því að það sé púað á mig. Nú er hver leikur fyrir mig eins og útileikur sem er synd því ég hef ekkert á móti stuðningsmönnum PSG,“ sagði Neymar meðal annars. Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar óskar eftir sölu Brasilíumaðurinn vill komast frá frönsku meisturunum. 15. júlí 2019 23:00 Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00 Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18 Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00 Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira
Brasilíska ofurstjarnan Neymar sneri aftur í lið frönsku meistaranna í PSG í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Óhætt er að segja að Neymar sé umdeildur í París um þessar mundir eftir framkomu sína gagnvart félaginu í sumar þegar hann reyndi allt hvað hann gat til að komast burt. Stuðningsmenn PSG eru með þeim allra hörðustu í bransanum og þeir virðast ekki ætla að taka Neymar í sátt í bráð eins og mátti augljóslega sjá á Parc des Princes leikvangnum í gær. Fyrir leik héngu borðar með ljótum skilaboðum til Neymar og fjölskyldu hans á meðal PSG Ultras. Þar á meðal voru skilaboð til föður Neymar að hann ætti að selja son sinn í Vila Mimosa sem er eitt alræmdasta vændishverfið í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu. „20 milljónir evra til að fara til Messi. Við viljum ekki fleiri hórur í París,“ stóð á öðrum borða þar sem stuðningsmenn PSG vísa til þess að Neymar bauðst til að borga sjálfur 20 milljónir evra til að liðka fyrir félagaskiptum til Barcelona í sumar. Full clip of the Neymar goal, look at his calm celebration PSG ultras went quiet pic.twitter.com/Zd4AXAErEe — mx (@LeooMessi10i) September 14, 2019Svaraði með hjólhestaspyrnuÞó Neymar sé umdeildur meðal fótboltaáhugamanna efast líklega enginn um hæfileika kappans og hann svaraði svo sannarlega fyrir sig inn á vellinum í gær þar sem hann tryggði PSG 1-0 sigur með því að skora með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma. Neymar mætti svo í viðtöl eftir leik og kvartaði ekkert yfir móttökunum sem hann fékk á eigin heimavelli. Þvert á móti sagðist hann gera sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir stuðningsmenn PSG að standa á bak við sig. „Ég skil þessi viðbrögð og ég veit að þetta er erfitt fyrir þá. Ég hef engin sérstök skilaboð til þeirra. Ég er vanur því að það sé púað á mig. Nú er hver leikur fyrir mig eins og útileikur sem er synd því ég hef ekkert á móti stuðningsmönnum PSG,“ sagði Neymar meðal annars.
Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar óskar eftir sölu Brasilíumaðurinn vill komast frá frönsku meisturunum. 15. júlí 2019 23:00 Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00 Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18 Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00 Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira
Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00
Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18
Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00
Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37