Neymar fékk óblíðar móttökur frá eigin stuðningsmönnum og svaraði með hjólhesti Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. september 2019 11:00 Stuðningsmenn PSG veita engan afslátt vísir/getty Brasilíska ofurstjarnan Neymar sneri aftur í lið frönsku meistaranna í PSG í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Óhætt er að segja að Neymar sé umdeildur í París um þessar mundir eftir framkomu sína gagnvart félaginu í sumar þegar hann reyndi allt hvað hann gat til að komast burt. Stuðningsmenn PSG eru með þeim allra hörðustu í bransanum og þeir virðast ekki ætla að taka Neymar í sátt í bráð eins og mátti augljóslega sjá á Parc des Princes leikvangnum í gær. Fyrir leik héngu borðar með ljótum skilaboðum til Neymar og fjölskyldu hans á meðal PSG Ultras. Þar á meðal voru skilaboð til föður Neymar að hann ætti að selja son sinn í Vila Mimosa sem er eitt alræmdasta vændishverfið í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu. „20 milljónir evra til að fara til Messi. Við viljum ekki fleiri hórur í París,“ stóð á öðrum borða þar sem stuðningsmenn PSG vísa til þess að Neymar bauðst til að borga sjálfur 20 milljónir evra til að liðka fyrir félagaskiptum til Barcelona í sumar. Full clip of the Neymar goal, look at his calm celebration PSG ultras went quiet pic.twitter.com/Zd4AXAErEe — mx (@LeooMessi10i) September 14, 2019Svaraði með hjólhestaspyrnuÞó Neymar sé umdeildur meðal fótboltaáhugamanna efast líklega enginn um hæfileika kappans og hann svaraði svo sannarlega fyrir sig inn á vellinum í gær þar sem hann tryggði PSG 1-0 sigur með því að skora með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma. Neymar mætti svo í viðtöl eftir leik og kvartaði ekkert yfir móttökunum sem hann fékk á eigin heimavelli. Þvert á móti sagðist hann gera sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir stuðningsmenn PSG að standa á bak við sig. „Ég skil þessi viðbrögð og ég veit að þetta er erfitt fyrir þá. Ég hef engin sérstök skilaboð til þeirra. Ég er vanur því að það sé púað á mig. Nú er hver leikur fyrir mig eins og útileikur sem er synd því ég hef ekkert á móti stuðningsmönnum PSG,“ sagði Neymar meðal annars. Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar óskar eftir sölu Brasilíumaðurinn vill komast frá frönsku meisturunum. 15. júlí 2019 23:00 Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00 Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18 Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00 Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Brasilíska ofurstjarnan Neymar sneri aftur í lið frönsku meistaranna í PSG í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Óhætt er að segja að Neymar sé umdeildur í París um þessar mundir eftir framkomu sína gagnvart félaginu í sumar þegar hann reyndi allt hvað hann gat til að komast burt. Stuðningsmenn PSG eru með þeim allra hörðustu í bransanum og þeir virðast ekki ætla að taka Neymar í sátt í bráð eins og mátti augljóslega sjá á Parc des Princes leikvangnum í gær. Fyrir leik héngu borðar með ljótum skilaboðum til Neymar og fjölskyldu hans á meðal PSG Ultras. Þar á meðal voru skilaboð til föður Neymar að hann ætti að selja son sinn í Vila Mimosa sem er eitt alræmdasta vændishverfið í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu. „20 milljónir evra til að fara til Messi. Við viljum ekki fleiri hórur í París,“ stóð á öðrum borða þar sem stuðningsmenn PSG vísa til þess að Neymar bauðst til að borga sjálfur 20 milljónir evra til að liðka fyrir félagaskiptum til Barcelona í sumar. Full clip of the Neymar goal, look at his calm celebration PSG ultras went quiet pic.twitter.com/Zd4AXAErEe — mx (@LeooMessi10i) September 14, 2019Svaraði með hjólhestaspyrnuÞó Neymar sé umdeildur meðal fótboltaáhugamanna efast líklega enginn um hæfileika kappans og hann svaraði svo sannarlega fyrir sig inn á vellinum í gær þar sem hann tryggði PSG 1-0 sigur með því að skora með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma. Neymar mætti svo í viðtöl eftir leik og kvartaði ekkert yfir móttökunum sem hann fékk á eigin heimavelli. Þvert á móti sagðist hann gera sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir stuðningsmenn PSG að standa á bak við sig. „Ég skil þessi viðbrögð og ég veit að þetta er erfitt fyrir þá. Ég hef engin sérstök skilaboð til þeirra. Ég er vanur því að það sé púað á mig. Nú er hver leikur fyrir mig eins og útileikur sem er synd því ég hef ekkert á móti stuðningsmönnum PSG,“ sagði Neymar meðal annars.
Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar óskar eftir sölu Brasilíumaðurinn vill komast frá frönsku meisturunum. 15. júlí 2019 23:00 Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00 Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18 Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00 Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00
Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18
Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00
Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37