Fyrr á mótinu hafði Már sett þrjú Íslandsmet og það fjórða féll í dag þegar hann synti 50 metra flugsund á 34,42 sekúndum í 200 metra fjórsundi.
Greinarnar fjórar synti Már á 2:41,94 mínútum og hafnaði hann því í 10. sæti en það dugði ekki til að komast í úrslit.
Már er aðeins tvítugur að aldri og keppir í flokki S11 eða alblindra.
