Hárteygjan fyrir dótturina rauk upp í verði hjá Íslandspósti Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2019 16:49 Veru brá þegar heildarkostnaður við drasl sem hún pantaði fyrir dóttur sína frá Ali Express lá fyrir. Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmanni brá í brún þegar hún fór til Íslandspósts að sækja dót sem hún hafði keypt fyrir dóttur sína á netinu. „Ég er ekki búin að opna pakkann. Þetta er e-ð drasl frá Ali Express sem ég held ég hafi pantað fyrir dóttur mína. Teygja í hárið eða eitthvað álíka ómerkilegt. Sem kostaði 0.57USD,“ segir Vera í samtali við Vísi og veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta.Verðið hljóp upp úr öll valdi með aðkomu Íslandspósts Í íslenskum krónum leggur það sig á tæpar 72 krónur sú upphæð var ekkert í líkingu við það sem Veru var gert að borga fyrir pakkann. Með milligöngu Íslandspósts hljóp sá reikningur upp í 1.212 krónur. Ofan á kostnað við sjálf kaupin á hárteygjunni leggjast aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald. „Mjög spes. Ég spurði afgreiðslumanninn hvað gert væri ef ég tæki ekki við honum og hann sagði að þetta yrði bara sent til baka. Ég sagði: Kostar það ekki eitthvað fyrir umheiminn? Og hann sagði jú.“Aðflutningsgjöld, umsýslugjald, sendingargjald ... menn ættu að hafa þetta allt í huga vilji þeir panta sér dót á netinu.Vera segist vera mjög feginn að hún hafi ekki pantað meira dót á netinu. En, borgaði hún reikninginn?„Jájá,“ segir Vera og hlær. „Ég bara greiddi og fór út í hláturskasti og svo fattaði ég hvað þetta var fáránlegt.“ Ætlar ekki að panta meira í bráð Vera segir að „fattarinn“ eins og hún orðar það, hafi verið langur og svo hafi hún brjálast á Facebook til að ná þessu úr kerfinu. En, Vera birti mynd af nótunni á Facebooksíðu sinni og þar blöskrar mannskapnum. „Miðaldra gráðugur kall er búinn að setja Póstinn á hausinn og neytendur eiga að borga. Íslenzka bissnissmódelið,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, til að mynda. Vísir hefur fjallað um þennan rausnarlega kostnað sem leggst ofan á varning sem saklausir Íslendingar sem vilja panta sér eitt og annað á netinu þurfa að greiða. Frá og með 3. júní lagðist svokallað sendingargjald á og er innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið er 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Alþingi samþykkti fyrir ekki svo löngu viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Vera segir að hún hefði mátt vita þetta og hefur ekki í hyggju að panta sér meira dót af netinu. Ekki í bráð. Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmanni brá í brún þegar hún fór til Íslandspósts að sækja dót sem hún hafði keypt fyrir dóttur sína á netinu. „Ég er ekki búin að opna pakkann. Þetta er e-ð drasl frá Ali Express sem ég held ég hafi pantað fyrir dóttur mína. Teygja í hárið eða eitthvað álíka ómerkilegt. Sem kostaði 0.57USD,“ segir Vera í samtali við Vísi og veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta.Verðið hljóp upp úr öll valdi með aðkomu Íslandspósts Í íslenskum krónum leggur það sig á tæpar 72 krónur sú upphæð var ekkert í líkingu við það sem Veru var gert að borga fyrir pakkann. Með milligöngu Íslandspósts hljóp sá reikningur upp í 1.212 krónur. Ofan á kostnað við sjálf kaupin á hárteygjunni leggjast aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald. „Mjög spes. Ég spurði afgreiðslumanninn hvað gert væri ef ég tæki ekki við honum og hann sagði að þetta yrði bara sent til baka. Ég sagði: Kostar það ekki eitthvað fyrir umheiminn? Og hann sagði jú.“Aðflutningsgjöld, umsýslugjald, sendingargjald ... menn ættu að hafa þetta allt í huga vilji þeir panta sér dót á netinu.Vera segist vera mjög feginn að hún hafi ekki pantað meira dót á netinu. En, borgaði hún reikninginn?„Jájá,“ segir Vera og hlær. „Ég bara greiddi og fór út í hláturskasti og svo fattaði ég hvað þetta var fáránlegt.“ Ætlar ekki að panta meira í bráð Vera segir að „fattarinn“ eins og hún orðar það, hafi verið langur og svo hafi hún brjálast á Facebook til að ná þessu úr kerfinu. En, Vera birti mynd af nótunni á Facebooksíðu sinni og þar blöskrar mannskapnum. „Miðaldra gráðugur kall er búinn að setja Póstinn á hausinn og neytendur eiga að borga. Íslenzka bissnissmódelið,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, til að mynda. Vísir hefur fjallað um þennan rausnarlega kostnað sem leggst ofan á varning sem saklausir Íslendingar sem vilja panta sér eitt og annað á netinu þurfa að greiða. Frá og með 3. júní lagðist svokallað sendingargjald á og er innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið er 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Alþingi samþykkti fyrir ekki svo löngu viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Vera segir að hún hefði mátt vita þetta og hefur ekki í hyggju að panta sér meira dót af netinu. Ekki í bráð.
Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51