Ræddum aldrei að draga liðið úr leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2019 10:30 Þórsarar fagna hér deildarmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum síðasta vor þegar sætið í efstu deild var tryggt. Mynd/Páll Jóhannesson „Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfuknattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudagskvöld fór fram samstöðufundur á Akureyri þar sem framtíð körfuboltaliðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2008 og hefur aldrei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spurður út í aðdraganda samstöðufundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og skuldastaða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erfitt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og fengum hana á þessum samstöðufundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tefla fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lykilleikmönnum og var því ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karlalið Þórs verði með fjóra erlenda leikmenn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erfitt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
„Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfuknattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudagskvöld fór fram samstöðufundur á Akureyri þar sem framtíð körfuboltaliðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2008 og hefur aldrei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spurður út í aðdraganda samstöðufundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og skuldastaða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erfitt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og fengum hana á þessum samstöðufundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tefla fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lykilleikmönnum og var því ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karlalið Þórs verði með fjóra erlenda leikmenn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erfitt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira