Íslendingur leiðir sósíalista til sigurs í Stafangri Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 13:50 Mímir Kristjánsson leiddi sósíalista í Noregi til góðs kosningasigurs í Stafangri og því fagna vitaskuld íslenskir skoðanabræður hans. „Af sósíalískum og þjóðræknislegum ástæðum fögnum við sérstaklega góðum árangri systurflokki sósíalista í Noregi, Rødt, í Stafangri þar sem Mímir Kristjánsson leiddi listann, sonur Kristjáns Guðlaugssonar, sem virkur var í hinu villta vinstri á Íslandi á áttunda áratugnum,“ segir Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands. Mímir leiddi Rødt í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í gær en fylgi flokksins fór úr 1,5 og upp í 5,5 prósent í Stafangri. Veruleg aukning sem þýðir að flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa þar. Á vefsíðunni nýjaisland.no er greint frá þessu og Mími óskað til hamingju með þennan glæsilega árangur. „Mímir er norskur ríkisborgari og á norska móður en íslenskan föður. Hann hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á dagblaðinu Stéttarbaráttan (Klassekampen) undanfarin ár ásamt því að hann hefur skrifað bækur og verið álitsgjafi í sjón- og útvarpi um stjórnmál,“ segir á vefsíðunni. Páll Valsson forleggjari og bókmenntafræðingur bætir við þeim upplýsingum á Facebooksíðu Sósíalistaflokks Íslands að Kristján hafi gert textann við lagið vinsæla, Ísland úr Nató. „Sem sungið var á hverri samkomu herstöðvaandstæðinga. „Á Miðnesheiði bandarískur basi er ...““ Eins og gefur að skilja fagna íslenskir sósíalistar þessu og telja þetta gefa góð fyrirheit um aukið fylgi sér til handa á Íslandi. Gunnar Smári greinir frá því að Mímir hafi heimsótt sósíalista á Íslandi og sagt þeim frá uppbyggingu Rødt. „Hann var með ráðagerðir um að flytja hingað með fjölskylduna til að ná tökum á íslenskunni, sem hann skilur en talar ekki liðugt. En það verður ekki af því samkvæmt þessu, hann er fluttur til Stafangurs.“ Noregur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira
„Af sósíalískum og þjóðræknislegum ástæðum fögnum við sérstaklega góðum árangri systurflokki sósíalista í Noregi, Rødt, í Stafangri þar sem Mímir Kristjánsson leiddi listann, sonur Kristjáns Guðlaugssonar, sem virkur var í hinu villta vinstri á Íslandi á áttunda áratugnum,“ segir Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands. Mímir leiddi Rødt í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í gær en fylgi flokksins fór úr 1,5 og upp í 5,5 prósent í Stafangri. Veruleg aukning sem þýðir að flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa þar. Á vefsíðunni nýjaisland.no er greint frá þessu og Mími óskað til hamingju með þennan glæsilega árangur. „Mímir er norskur ríkisborgari og á norska móður en íslenskan föður. Hann hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á dagblaðinu Stéttarbaráttan (Klassekampen) undanfarin ár ásamt því að hann hefur skrifað bækur og verið álitsgjafi í sjón- og útvarpi um stjórnmál,“ segir á vefsíðunni. Páll Valsson forleggjari og bókmenntafræðingur bætir við þeim upplýsingum á Facebooksíðu Sósíalistaflokks Íslands að Kristján hafi gert textann við lagið vinsæla, Ísland úr Nató. „Sem sungið var á hverri samkomu herstöðvaandstæðinga. „Á Miðnesheiði bandarískur basi er ...““ Eins og gefur að skilja fagna íslenskir sósíalistar þessu og telja þetta gefa góð fyrirheit um aukið fylgi sér til handa á Íslandi. Gunnar Smári greinir frá því að Mímir hafi heimsótt sósíalista á Íslandi og sagt þeim frá uppbyggingu Rødt. „Hann var með ráðagerðir um að flytja hingað með fjölskylduna til að ná tökum á íslenskunni, sem hann skilur en talar ekki liðugt. En það verður ekki af því samkvæmt þessu, hann er fluttur til Stafangurs.“
Noregur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira