Hjörtur búinn að vinna sér fast sæti í landsliðinu en spilar samt ekki sína stöðu Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 10:00 Hjörtur Hermannsson. Mynd/S2 Sport Hjörtur Hermannsson er nýjasta nafnið í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hann hefur verið í kringum liðið í nokkur ár en hefur fengið sitt fyrsta alvöru tækifæri í þessari undankeppni. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mjög vel út að setja hann í liðið því íslenska landsliðið hefur unnið alla sína leiki síðan. Íslenska liðið mætir Albaníu í kvöld og getur þar haldið sigurgöngu sinni áfram. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur. Við erum búnir að klára þá á heimavelli og það var erfiður leikur svo það sé á hreinu. Nú erum við komnir út í Albaníu og við erum að fara mæta sterku liði en ég held að þetta verði allt annar leikur en var á okkar heimavelli,“ sagði Hjörtur Hermannsson. „Þetta verður líka allt annar leikur en við spiluðum á laugardaginn. Við verðum bara að vera gíraðir. Þeir eru mjög fastir fyrir og sterkir, með stóra og sterka framherja og fara í mörg návígi. Við þurfum bara að mæta þeim í því,“ sagði Hjörtur. Hann er nú kominn í öðruvísi hlutverk hjá íslenska liðinu og er ekki lengur áhorfandi og varaskeifa. „Eins og í mörgu öðru þegar þú færð meiri reynslu þá líður þér betur. Nú er ég kominn með fleiri leiki undir beltið og fleiri leiki með strákunum í liðinu. Mér líður því bara betur með hverju verkefninu sem kemur. Ég er búinn að vera í kringum þennan hóp alveg frá því á EM og fyrir EM jafnvel. Þetta er meira eða minna sami hópurinn þannig að ég er búinn að vera ágætlega lengi í kringum þessa drengi. Ég þekki því alveg inn á þetta en það er öðruvísi að vera vikur þátttakandi og það er frábært,“ sagði Hjörtur. Hann er samt ekki að spila sína stöðu með íslenska landsliðinu eins og er. „Ég er að spila sem miðvörður í Danmörku og það er öðruvísi en að spila hægri bakvörð með landsliðinu. Ég er náttúrulega varnarmaður og sem miðvörður þá veit ég vel hvað ég ætlast til að mínum hægri bakverði. Ég reyni bara að skila því sem best hér eins og ég myndi vilja að minn hægri bakvörður myndi spila. Það er bara að skila minni varnarvinnu sem best og reyna svo að vaxa inn í mitt hlutverk sóknarlega. Mér finnst það hafa gengið þó nokkuð vel og þá sérstaklega í síðasta leik,“ sagði Hjörtur.Klippa: Hjörtur um sína stöðu í landsliðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Hjörtur Hermannsson er nýjasta nafnið í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hann hefur verið í kringum liðið í nokkur ár en hefur fengið sitt fyrsta alvöru tækifæri í þessari undankeppni. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mjög vel út að setja hann í liðið því íslenska landsliðið hefur unnið alla sína leiki síðan. Íslenska liðið mætir Albaníu í kvöld og getur þar haldið sigurgöngu sinni áfram. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur. Við erum búnir að klára þá á heimavelli og það var erfiður leikur svo það sé á hreinu. Nú erum við komnir út í Albaníu og við erum að fara mæta sterku liði en ég held að þetta verði allt annar leikur en var á okkar heimavelli,“ sagði Hjörtur Hermannsson. „Þetta verður líka allt annar leikur en við spiluðum á laugardaginn. Við verðum bara að vera gíraðir. Þeir eru mjög fastir fyrir og sterkir, með stóra og sterka framherja og fara í mörg návígi. Við þurfum bara að mæta þeim í því,“ sagði Hjörtur. Hann er nú kominn í öðruvísi hlutverk hjá íslenska liðinu og er ekki lengur áhorfandi og varaskeifa. „Eins og í mörgu öðru þegar þú færð meiri reynslu þá líður þér betur. Nú er ég kominn með fleiri leiki undir beltið og fleiri leiki með strákunum í liðinu. Mér líður því bara betur með hverju verkefninu sem kemur. Ég er búinn að vera í kringum þennan hóp alveg frá því á EM og fyrir EM jafnvel. Þetta er meira eða minna sami hópurinn þannig að ég er búinn að vera ágætlega lengi í kringum þessa drengi. Ég þekki því alveg inn á þetta en það er öðruvísi að vera vikur þátttakandi og það er frábært,“ sagði Hjörtur. Hann er samt ekki að spila sína stöðu með íslenska landsliðinu eins og er. „Ég er að spila sem miðvörður í Danmörku og það er öðruvísi en að spila hægri bakvörð með landsliðinu. Ég er náttúrulega varnarmaður og sem miðvörður þá veit ég vel hvað ég ætlast til að mínum hægri bakverði. Ég reyni bara að skila því sem best hér eins og ég myndi vilja að minn hægri bakvörður myndi spila. Það er bara að skila minni varnarvinnu sem best og reyna svo að vaxa inn í mitt hlutverk sóknarlega. Mér finnst það hafa gengið þó nokkuð vel og þá sérstaklega í síðasta leik,“ sagði Hjörtur.Klippa: Hjörtur um sína stöðu í landsliðinu
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira