Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2019 23:00 Þingmaðurinn Adam Schiff stýrir aðgerðum Demókrata varðandi ákæruferlið að miklu leyti. AP/Andrew Harnik Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði það vegna áhyggja af því að Trump hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég tel það mikilvægt að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og komast að því hvort að Trump hafi í samtölum við aðra leiðtoga, og þá sérstaklega við Pútín, grafið undan öryggi okkar með aðgerðum sem hann taldi að myndu hagnast honum sjálfum,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í dag.Í ljós hefur komið að starfsmenn Trump reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að hefja rannsókn á Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans. Gögn um það símtal voru færð úr tölvukerfinu þar sem slík gögn eru iðulega geymd og komið sérstaklega fyrir í tölvukerfi sem inniheldur leynileg gögn og mun færri hafa aðgang að.Sjá einnig: Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð„Ef þessi samtöl við Pútín og aðra leiðtoga eru geymd í sama tölvukerfi, sem er ætlað fyrir leynilegt gögn en ekki gögn sem þessi, ef það hafa verið gerðar tilraunir til að fela slíkar upplýsingar, þá erum við staðráðin í að komast að því,“ sagði Schiff. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að stuðningur við ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot jókst í síðustu viku. Demókratar vonast til þess að hann muni aukast meira en Repúblikanar halda í þá von að þeir muni græða á kærunni til lengri tíma séð. Trump sjálfur segir ekkert hafa verið að símtalinu við Zelensky og sakar Demókrata um nornaveiðar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði það vegna áhyggja af því að Trump hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég tel það mikilvægt að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og komast að því hvort að Trump hafi í samtölum við aðra leiðtoga, og þá sérstaklega við Pútín, grafið undan öryggi okkar með aðgerðum sem hann taldi að myndu hagnast honum sjálfum,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í dag.Í ljós hefur komið að starfsmenn Trump reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að hefja rannsókn á Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans. Gögn um það símtal voru færð úr tölvukerfinu þar sem slík gögn eru iðulega geymd og komið sérstaklega fyrir í tölvukerfi sem inniheldur leynileg gögn og mun færri hafa aðgang að.Sjá einnig: Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð„Ef þessi samtöl við Pútín og aðra leiðtoga eru geymd í sama tölvukerfi, sem er ætlað fyrir leynilegt gögn en ekki gögn sem þessi, ef það hafa verið gerðar tilraunir til að fela slíkar upplýsingar, þá erum við staðráðin í að komast að því,“ sagði Schiff. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að stuðningur við ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot jókst í síðustu viku. Demókratar vonast til þess að hann muni aukast meira en Repúblikanar halda í þá von að þeir muni græða á kærunni til lengri tíma séð. Trump sjálfur segir ekkert hafa verið að símtalinu við Zelensky og sakar Demókrata um nornaveiðar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59