Antwerp komst yfir á 15. mínútu úr vítaspyrnu en hálftíma fyrir leikslok var það Fashion Sakala sem jafnaði metin og lokatölur 1-1.
Oostende er í 11. sæti deildarinnar með ellefu stig í fyrstu níu leikjunum en þeir eru fimm stigum fyrir ofan Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht.
Dagný Brynjarsdóttir var í liði Portland Thorns í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum sem tapaði 2-0 fyrir Reign.
That ball from @dagnybrynjars and that @LindseyHoran volley. #RFCvPOR#BAONPDXpic.twitter.com/lCQgaEFhEM
— Portland Thorns FC (@ThornsFC) September 29, 2019
Portland er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig eftir fyrstu 22 leikina.