„Hann vegur að æru minni“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 21:00 Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Halldóra Baldursdóttir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa ráðist að sér í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um rannsókn á lögreglumanni sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hennar. Málið leiddi ekki til ákæru. Mæðgurnar sögðu í viðtali í fyrra að ríkislögreglustjóri hefði brugðist þeim með því að leysa lögreglumanninn ekki undan störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.Haraldur sendi yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa geta leyst lögreglumanninn undan störfum því hann hafi ekki fengið rannsóknargögn. Því hafi hann ekki geta lagt mat á málið. Nefnd um eftirlit með lögreglu gat ekki tekið undir þessa afstöðu ríkislögreglustjórans. „Ég sendi erindi á innanríkisráðherra 2011. Ég hafði líka samband við umboðsmann Alþingis. Nú síðast á nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það kemur fram í þessum gögnum að Haraldur var á þessum tíma með skipunarvaldið og honum var í lófa lagið að vísa honum frá. Og hann þurfti ekki að sjá nein rannsóknargögn til þess,“ segir Halldóra Baldursdóttir. Haraldur sendi aðra yfirlýsingu um málið á Mannlíf í sumar en Halldóra segir framgöngu hans óásættanlega. „Hann er ekkert bara hvaða maður sem er. Hann er æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Hann vegur að æru minni og ég upplifi þessa framgöngu hans sem hótun, sem þöggun, ég eigi bara ekkert að vera að tjá mig um þetta.“ Halldóra bíður eftir svörum frá Umboðsmanni Alþingis sem hefur annað mál um framferði ríkislögreglustjóra til skoðunar. Hún varðar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á kvörtun blaðamannanna sem ríkislögreglustjóri sendi bréf á bréfsefni embættisins sem varðaði hann sjálfan. Ráðuneytið taldi framferði ríkislögreglustjóra ámælisverða en áminnti hann ekki. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Halldóra Baldursdóttir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa ráðist að sér í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um rannsókn á lögreglumanni sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hennar. Málið leiddi ekki til ákæru. Mæðgurnar sögðu í viðtali í fyrra að ríkislögreglustjóri hefði brugðist þeim með því að leysa lögreglumanninn ekki undan störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.Haraldur sendi yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa geta leyst lögreglumanninn undan störfum því hann hafi ekki fengið rannsóknargögn. Því hafi hann ekki geta lagt mat á málið. Nefnd um eftirlit með lögreglu gat ekki tekið undir þessa afstöðu ríkislögreglustjórans. „Ég sendi erindi á innanríkisráðherra 2011. Ég hafði líka samband við umboðsmann Alþingis. Nú síðast á nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það kemur fram í þessum gögnum að Haraldur var á þessum tíma með skipunarvaldið og honum var í lófa lagið að vísa honum frá. Og hann þurfti ekki að sjá nein rannsóknargögn til þess,“ segir Halldóra Baldursdóttir. Haraldur sendi aðra yfirlýsingu um málið á Mannlíf í sumar en Halldóra segir framgöngu hans óásættanlega. „Hann er ekkert bara hvaða maður sem er. Hann er æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Hann vegur að æru minni og ég upplifi þessa framgöngu hans sem hótun, sem þöggun, ég eigi bara ekkert að vera að tjá mig um þetta.“ Halldóra bíður eftir svörum frá Umboðsmanni Alþingis sem hefur annað mál um framferði ríkislögreglustjóra til skoðunar. Hún varðar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á kvörtun blaðamannanna sem ríkislögreglustjóri sendi bréf á bréfsefni embættisins sem varðaði hann sjálfan. Ráðuneytið taldi framferði ríkislögreglustjóra ámælisverða en áminnti hann ekki.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira