Sjálfstraust og hugrekki fylgdi því að kynnast dauðanum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. september 2019 10:15 Þórey hefur víðtæka og alþjóðlega reynslu af stjórn stærri verkefna sem tengjast hönnun og menningu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þórey Einarsdóttir er nýkomin frá Helsinki, þar sem hún leitaði sér innblásturs og kynnti sér aðferðir Finna við að setja upp hönnunarviku, Helsinki Design Week. Hún er tiltölulega nýtekin við nýju starfi sem stjórnandi HönnunarMars sem fer fram í tólfta sinn á Íslandi á næsta ári. „Helsinki er frábær borg og Finnar standa framarlega í skipulagningu á sinni hönnunarviku. Við erum í samstarfi við Helsinki Design Week og það er mikilvægt að fara út til að læra og fá hugmyndir. Þetta er nýr starfsvettvangur fyrir mig, þannig að það var gott fyrir mig að fá tækifæri strax til að spyrja og læra.“ Þórey hefur víðtæka og alþjóðlega reynslu af stýringu stærri verkefna sem tengjast hönnun og menningu. Síðustu árin hefur hún verið búsett á Íslandi og starfaði nú síðast sem framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar RIFF og þar áður sem framkvæmdastjóri Reykjavik Fashion Festival. Hún útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík síðasta vor.Lærði á styrkleika og veikleika „Ég öðlaðist betri skilning á eigin styrkleikum og veikleikum í náminu auk þess að fá fulla verkfærakistu af kröftugum verkfærum sem hægt er að nota til breytinga, svo ekki sé minnst á öflugt tengslanet. Það fylgir því ákveðin ábyrgð að öðlast þekkingu og nýta hana til góðra verka. Við á Hönnunarmiðstöð vinnum í teymi og hæfileikar starfsfólks mynda góða heild.“ Hvaða kosti hefur þú og hvaða galla? Hvernig vinnur maður með galla sína í teymisvinnu? „Minn helsti kostur er þrautseigja og óþolinmæðin hefur verið minn helsti galli. Heilt yfir myndi ég segja að það væri lykilatriði að gera sér grein fyrir göllunum og hafa hugrekki til að geta rætt um þá, þá er hægt að meta hvort það sé vilji til að vinna í þeim. Það er sjaldan auðvelt því egóið er svo andskoti lúmskt. Þar sem það getur reynst erfitt að breyta eigin hegðun þá er ráðlagt að einblína á styrkleika sína og efla þá enn frekar í teymisvinnunni. Það stuðlar að samvinnu en ekki samkeppni. Og að forðast að koma sér í aðstæður sem kalla fram þessa galla. Það skemmtilega við að vinna í teymi og fara í þessa sjálfsvinnu, er að einstaklingar innan teymisins geta upplifað þig á annan máta en þú gerir sjálfur, þannig að það sem þú persónulega álítur sem galla, getur öðrum fundist hinn besti kostur. Það fer þó mikið eftir verkefninu og teyminu,“ segir Þórey.Við stöddum frmami fyrir gríðarlegum áskorunum í dag varðandi sjálfbærni.Fréttablaðið/Sigtryggur AriMikilvægt kynningarafl „Hátíðin verður núna haldin í tólfta sinn og það er mikilvægt að byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið síðastliðin ár. HönnunarMars hefur sannað sig sem mikilvægt kynningarafl íslenskrar hönnunar innanlands og utan. Mínar helstu áherslur eru að gera hátíðina enn faglegri og aðgengilegri fyrir almenning. Liður í því að vera faglegri og ná árangri í að skala eða stækka, eru oft leiðinlegu og óaðlaðandi ferlarnir. Til dæmis var umsóknarfrestur þeirra sem vildu taka þátt kominn of nærri hátíðinni sjálfri. Nú hefur umsóknarferlið verið stytt til 10. nóvember. Þá lokum við alveg fyrir umsóknir. Og við höfum sett inn hvata til að skrá sig enn fyrr, þeir sem skrá sig fyrir 10. október fá afslátt. Þetta er gert til þess að við getum betur vandað til verka og gæðin verða meiri fyrir alla sem koma að hátíðinni. Til að gera hátíðina aðgengilegri fyrir almenningi erum við að skoða þá leið að skapa fleiri fasta dagskrárliði auk þess að leita leiða til að finna húsnæði sem myndi sinna hlutverki „heimilis HönnunarMars“ á meðan hátíð stendur yfir. Við höfum líka bætt degi við hátíðina og þá viljum við draga fram það ferskasta í hönnun og nýsköpun úr fyrirtækjum og stofnunum. Lykilatriðið er þó að vera í virku samtali við hönnuðina, því ég er að vinna fyrir þá, og þegar allt kemur til alls þá hef ég óbilandi trú á samvinnu.“Hvað finnst þér sjálfri áhugaverðast í hönnunarsenunni á Íslandi?„Það er virkilega áhugavert að sjá hversu stórt hlutverk samfélags- og umhverfisvitund er að spila í íslensku hönnunarsenunni. Vitundarvakningin varðandi sjálfbærni og mikilvægi hringrásarhagkerfisins er höfð að leiðarljósi. Hönnunin er að skapa raunveruleg verðmæti fjárhagslega, samfélagslega og menningarlega. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegum áskorunum í dag varðandi sjálfbærni og við erum umvafin hönnun alla daga og því áhugavert að sjá hvernig hönnuðir munu breyta framtíðinni,“ segir Þórey sem eru þessi mál hugleikin. Tíminn læknar ekki öll sár Þórey er fædd og uppalin í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Hún var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún missti föður sinn og það hafði djúpstæð áhrif á hana. „Ég var heppin og ólst upp með báðum foreldrum mínum með þrem systkinum og ömmu Þóreyju á neðri hæðinni. Pabbi minn varð bráðkvaddur, aðeins 41 árs, það var ákveðið rothögg fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega fyrir mömmu, sem stóð ein eftir með fjögur börn. Á þeim tíma var litla aðstoð að fá til að vinna úr áföllum. Erfiðast var að átta sig á því að að lífið yrði aldrei aftur eins. Tíminn læknar ekki öll sár. Hins vegar lít ég svo á að ég hafi val hvort og hvernig ákveðin lífsreynsla skilgreini mann. Ég hef verið heppin að fá að kynnast fólki alls staðar að úr heiminum og hefur það gefið mér innsýn inn í marga raunveruleika og gert mér kleift að setja hlutina í ákveðið samhengi. Í dag er þakklætið mér efst í huga,“ segir Þórey.Ævintýri um allan heim Að loknu stúdentsprófi sótti Þórey um nám víða um heim. „Ég sótti um háskólanám á Íslandi, Barcelona, London, Kaupmannahöfn og New York en annað hvort bauðst mér spennandi vinna á sama tíma eða þá að ég komst ekki inn í námið eða það kostaði of mikið. Ég tók kúrsa í verkefnastjórnun í New York-háskóla þegar ég var búsett þar í 6 ár og hef alla tíð verið dugleg að sækja mér þekkingu. Það var því langþráður draumur um skólagöngu sem rættist þegar ég settist á skólabekk í Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist með MBA-gráðuna í vor.“ Þórey var aðeins tvítug þegar henni bauðst að ferðast með fjölleikahópnum Stomp um Skandinavíu og Eystrasaltslöndin. Í kjölfarið fór hún að starfa fyrir fyrirtækið Leikhúsmógúl við uppsetningu á Hellisbúanum í Suður- og Mið-Ameríku og Asíu. Hún bjó ytra samtals í tólf ár og starfaði ötullega í verkefnum sem tengdust menningu, leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum.Hvað dreif þig áfram? „Það að kynnast því ung að árum hversu hverfult lífið getur verið hafði djúpstæð áhrif á mig, líklega meir en ég hef gert mér grein fyrir. Það kom ákveðið sjálfstraust og hugrekki samhliða því að kynnast dauðanum, þannig að viðhorfið mitt litaðist af því að hvað sem ég myndi taka mér fyrir hendur þá yrði það aldrei jafn erfitt eins og að missa pabba,“ segir Þórey. Þótt ævintýrin hafi leitt hana út um allan heim í spennandi verkefni kann hún enn frekar að meta hversdagslífið heima á Íslandi með fjölskyldunni. Eiginmaður hennar er Gunnar Páll Ólafsson og þau ala saman upp þrjár dætur á aldrinum 4 ára til 15 ára.Áttu þér fyrirmynd? Ég get ekki sagt að ég hafi átt neina eina sérstaka fyrirmynd. Það er meira sambland af einstaklingum sem ég hef verið svo gæfurík að kynnast í gegnum lífið, sem hafa deilt með mér sínum sigrum og ósigrum, sem hefur verið dýrmætt veganesti. Í dag er maðurinn minn, Gunnar Páll Ólafsson, fyrirmynd mín að vissu leyti, með sitt jafnaðargeð og stóra hjarta. Eftir að lesa ævisöguna hennar Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 10 árum, þá hef ég tekið mér hennar þrautseigju til fyrirmyndar. Það er svo oft sem við gleymum hversu mannleg við erum öll.“ Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Þórey Einarsdóttir er nýkomin frá Helsinki, þar sem hún leitaði sér innblásturs og kynnti sér aðferðir Finna við að setja upp hönnunarviku, Helsinki Design Week. Hún er tiltölulega nýtekin við nýju starfi sem stjórnandi HönnunarMars sem fer fram í tólfta sinn á Íslandi á næsta ári. „Helsinki er frábær borg og Finnar standa framarlega í skipulagningu á sinni hönnunarviku. Við erum í samstarfi við Helsinki Design Week og það er mikilvægt að fara út til að læra og fá hugmyndir. Þetta er nýr starfsvettvangur fyrir mig, þannig að það var gott fyrir mig að fá tækifæri strax til að spyrja og læra.“ Þórey hefur víðtæka og alþjóðlega reynslu af stýringu stærri verkefna sem tengjast hönnun og menningu. Síðustu árin hefur hún verið búsett á Íslandi og starfaði nú síðast sem framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar RIFF og þar áður sem framkvæmdastjóri Reykjavik Fashion Festival. Hún útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík síðasta vor.Lærði á styrkleika og veikleika „Ég öðlaðist betri skilning á eigin styrkleikum og veikleikum í náminu auk þess að fá fulla verkfærakistu af kröftugum verkfærum sem hægt er að nota til breytinga, svo ekki sé minnst á öflugt tengslanet. Það fylgir því ákveðin ábyrgð að öðlast þekkingu og nýta hana til góðra verka. Við á Hönnunarmiðstöð vinnum í teymi og hæfileikar starfsfólks mynda góða heild.“ Hvaða kosti hefur þú og hvaða galla? Hvernig vinnur maður með galla sína í teymisvinnu? „Minn helsti kostur er þrautseigja og óþolinmæðin hefur verið minn helsti galli. Heilt yfir myndi ég segja að það væri lykilatriði að gera sér grein fyrir göllunum og hafa hugrekki til að geta rætt um þá, þá er hægt að meta hvort það sé vilji til að vinna í þeim. Það er sjaldan auðvelt því egóið er svo andskoti lúmskt. Þar sem það getur reynst erfitt að breyta eigin hegðun þá er ráðlagt að einblína á styrkleika sína og efla þá enn frekar í teymisvinnunni. Það stuðlar að samvinnu en ekki samkeppni. Og að forðast að koma sér í aðstæður sem kalla fram þessa galla. Það skemmtilega við að vinna í teymi og fara í þessa sjálfsvinnu, er að einstaklingar innan teymisins geta upplifað þig á annan máta en þú gerir sjálfur, þannig að það sem þú persónulega álítur sem galla, getur öðrum fundist hinn besti kostur. Það fer þó mikið eftir verkefninu og teyminu,“ segir Þórey.Við stöddum frmami fyrir gríðarlegum áskorunum í dag varðandi sjálfbærni.Fréttablaðið/Sigtryggur AriMikilvægt kynningarafl „Hátíðin verður núna haldin í tólfta sinn og það er mikilvægt að byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið síðastliðin ár. HönnunarMars hefur sannað sig sem mikilvægt kynningarafl íslenskrar hönnunar innanlands og utan. Mínar helstu áherslur eru að gera hátíðina enn faglegri og aðgengilegri fyrir almenning. Liður í því að vera faglegri og ná árangri í að skala eða stækka, eru oft leiðinlegu og óaðlaðandi ferlarnir. Til dæmis var umsóknarfrestur þeirra sem vildu taka þátt kominn of nærri hátíðinni sjálfri. Nú hefur umsóknarferlið verið stytt til 10. nóvember. Þá lokum við alveg fyrir umsóknir. Og við höfum sett inn hvata til að skrá sig enn fyrr, þeir sem skrá sig fyrir 10. október fá afslátt. Þetta er gert til þess að við getum betur vandað til verka og gæðin verða meiri fyrir alla sem koma að hátíðinni. Til að gera hátíðina aðgengilegri fyrir almenningi erum við að skoða þá leið að skapa fleiri fasta dagskrárliði auk þess að leita leiða til að finna húsnæði sem myndi sinna hlutverki „heimilis HönnunarMars“ á meðan hátíð stendur yfir. Við höfum líka bætt degi við hátíðina og þá viljum við draga fram það ferskasta í hönnun og nýsköpun úr fyrirtækjum og stofnunum. Lykilatriðið er þó að vera í virku samtali við hönnuðina, því ég er að vinna fyrir þá, og þegar allt kemur til alls þá hef ég óbilandi trú á samvinnu.“Hvað finnst þér sjálfri áhugaverðast í hönnunarsenunni á Íslandi?„Það er virkilega áhugavert að sjá hversu stórt hlutverk samfélags- og umhverfisvitund er að spila í íslensku hönnunarsenunni. Vitundarvakningin varðandi sjálfbærni og mikilvægi hringrásarhagkerfisins er höfð að leiðarljósi. Hönnunin er að skapa raunveruleg verðmæti fjárhagslega, samfélagslega og menningarlega. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegum áskorunum í dag varðandi sjálfbærni og við erum umvafin hönnun alla daga og því áhugavert að sjá hvernig hönnuðir munu breyta framtíðinni,“ segir Þórey sem eru þessi mál hugleikin. Tíminn læknar ekki öll sár Þórey er fædd og uppalin í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Hún var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún missti föður sinn og það hafði djúpstæð áhrif á hana. „Ég var heppin og ólst upp með báðum foreldrum mínum með þrem systkinum og ömmu Þóreyju á neðri hæðinni. Pabbi minn varð bráðkvaddur, aðeins 41 árs, það var ákveðið rothögg fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega fyrir mömmu, sem stóð ein eftir með fjögur börn. Á þeim tíma var litla aðstoð að fá til að vinna úr áföllum. Erfiðast var að átta sig á því að að lífið yrði aldrei aftur eins. Tíminn læknar ekki öll sár. Hins vegar lít ég svo á að ég hafi val hvort og hvernig ákveðin lífsreynsla skilgreini mann. Ég hef verið heppin að fá að kynnast fólki alls staðar að úr heiminum og hefur það gefið mér innsýn inn í marga raunveruleika og gert mér kleift að setja hlutina í ákveðið samhengi. Í dag er þakklætið mér efst í huga,“ segir Þórey.Ævintýri um allan heim Að loknu stúdentsprófi sótti Þórey um nám víða um heim. „Ég sótti um háskólanám á Íslandi, Barcelona, London, Kaupmannahöfn og New York en annað hvort bauðst mér spennandi vinna á sama tíma eða þá að ég komst ekki inn í námið eða það kostaði of mikið. Ég tók kúrsa í verkefnastjórnun í New York-háskóla þegar ég var búsett þar í 6 ár og hef alla tíð verið dugleg að sækja mér þekkingu. Það var því langþráður draumur um skólagöngu sem rættist þegar ég settist á skólabekk í Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist með MBA-gráðuna í vor.“ Þórey var aðeins tvítug þegar henni bauðst að ferðast með fjölleikahópnum Stomp um Skandinavíu og Eystrasaltslöndin. Í kjölfarið fór hún að starfa fyrir fyrirtækið Leikhúsmógúl við uppsetningu á Hellisbúanum í Suður- og Mið-Ameríku og Asíu. Hún bjó ytra samtals í tólf ár og starfaði ötullega í verkefnum sem tengdust menningu, leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum.Hvað dreif þig áfram? „Það að kynnast því ung að árum hversu hverfult lífið getur verið hafði djúpstæð áhrif á mig, líklega meir en ég hef gert mér grein fyrir. Það kom ákveðið sjálfstraust og hugrekki samhliða því að kynnast dauðanum, þannig að viðhorfið mitt litaðist af því að hvað sem ég myndi taka mér fyrir hendur þá yrði það aldrei jafn erfitt eins og að missa pabba,“ segir Þórey. Þótt ævintýrin hafi leitt hana út um allan heim í spennandi verkefni kann hún enn frekar að meta hversdagslífið heima á Íslandi með fjölskyldunni. Eiginmaður hennar er Gunnar Páll Ólafsson og þau ala saman upp þrjár dætur á aldrinum 4 ára til 15 ára.Áttu þér fyrirmynd? Ég get ekki sagt að ég hafi átt neina eina sérstaka fyrirmynd. Það er meira sambland af einstaklingum sem ég hef verið svo gæfurík að kynnast í gegnum lífið, sem hafa deilt með mér sínum sigrum og ósigrum, sem hefur verið dýrmætt veganesti. Í dag er maðurinn minn, Gunnar Páll Ólafsson, fyrirmynd mín að vissu leyti, með sitt jafnaðargeð og stóra hjarta. Eftir að lesa ævisöguna hennar Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 10 árum, þá hef ég tekið mér hennar þrautseigju til fyrirmyndar. Það er svo oft sem við gleymum hversu mannleg við erum öll.“
Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira