Ólíkt gengi innan vallar og utan hans Hjörvar Ólafsson skrifar 28. september 2019 10:00 Það er mikill hiti undir Ed Woodward. Vísir/Getty Enska knattspyrnufélagið Manchester United birti í vikunni ársreikning sinn. Þrátt fyrir að allflestir stuðningsmenn keppist við að finna eigendum félagsins, Glazier-fjölskyldunni, allt til foráttu vegna slæms gengis karlaliðs félagsins þá verður ekki af Ed Woodward, stjórnarformanni félagsins, tekið að hann er slyngur rekstrarmaður. Woodward sagði í samtali við fjölmiðla þegar hann kynnti ársreikning félagsins að sú staðreynd að liðið leiki ekki í Meistaradeild Evrópu hafi vissulega slæm áhrif á fjárhagsstöðuna. Taka þurfi tillit til þess við gerð áætlunar um að koma liðinu aftur í fremstu röð. Markmiðið sé hins vegar að vera farin að keppa um stóru titlana sem í boði eru eftir tvö til þrjú ár. Manchester United skilaði tekjum upp á 627,1 milljón punda sem samsvarar tæplega 96 milljörðum sem er met hjá félaginu. Hagnaður fjárhagsársins var svo 7,7 milljarðar. Fram kemur í ársreikningum að samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári eigi Manchester United 1,1 milljarða stuðningsmenn á heimsvísu, samanborið við tæplega 700.000 milljónir árið 2011. Þessi fjöldi stuðningsmanna sem kemur hvaðanæva að úr heimskringlunni verður til þess að félagið hefur getað aukið auglýsingatekjur sínar úr rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna í um það bil 42 milljarða. Þá hafa tekjur vegna sjónvarpsútsendinga meira en tvöfaldast úr 16 milljörðum í 38 milljarða. Tekjur af leikdegi hafa hins vegar verið í kringum tæpa 17 milljarða síðustu fjögur tímabil.Margir öflugir styrktaraðilar treysta fjárhaginn Það er varla til sú vörutegund þar sem Manchester United er ekki með ákveðið vörumerki sem merki félagsins. Þá er mismunandi eftir löndum hvaða vörumerki eru opinber stuðningsaðili félagsins. Félagið er til dæmis með samning við gosdrykkjaframleiðanda í Nígeríu, kínveskan koddaframleiðanda og fjármálafyrirtæki í Ekvador. Vilji stuðningsmenn Manchester United gera sér glaðan dag er þeim uppálagt að drekka léttvín frá Casillero del Diablo og viskí frá Chivas. Styrktarsamningar félagsins eiga á bilinu tvö til fimm ár eftir af gildistíma sínum og tæplega helmingur af tekjum félagsins koma úr þessum samningum. Því er fjárhagsstaða félagsins mjög trygg næstu árin óháð því hvort að liðið komist í Meistaradeild eður ei þrátt fyrir að tekjur félagsins aukist auðvitað umtalsvert takist því að tryggja sér sæti þar næsta vor. Til þess að mæta því tekjutapi sem verður vegna þess að liðið leikur í Evrópudeildinni í stað Meistaradeildar Evrópu á yfirstandandi leiktíð og minnka fjárhagslegan skaða af því að spila mögulega ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, þá eru samningar leikmanna liðsins þannig upp settir að launaliðurinn er minnkaður en bónusar vegna þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og svo útsláttarkeppni þeirrar keppni hækkaðir.Tekjur af fjölmiðlaútsendingum gætu minnkað á næstu árum Hins vegar gætu tekjur félagsins vegna fjölmiðlaréttinda á evrópska efnahagssvæðinu (EES) minnkað í náinni framtíð vegna mögulegra takmarkana af hendi breskra yfirvalda, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eða Evrópudómstólsins. Framkvæmd samkeppnislaga og breytingar á höfundaréttarreglum gætu krafist breytinga á sölulíkani félagsins. Þessar reglur gætu einnig haft neikvæð áhrif á þá upphæð sem höfundaréttarhöfundar eins og enska úrvalsdeildin getur fengið fyrir hagnýtingu réttinda innan ESB. Fyrir vikið gætu útsendingartekjur félagsins af sölu þessara réttinda minnkað á næstu árum. Líklegt er svo að mati félagsins að í framtíðinni muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setja reglugerð varðandi veitingu einkaréttar á efni innan EES þar sem sala á efni með gervihnatta- eða netsendingum yfir landamæri verði annðhvort bönnuð eða takmörkuð. Nú hefur Woodward heillað þá aðila sem tengjast félaginu og hafa áhuga á fjármálum og rísandi tekjumyndun. Verkefni hans að búa til sigursælt lið hefur hins vegar ekki gengið nægjanlega vel og ólíklegt að þessi ársreikningur rói stuðingsmenn félagsins náist ekki hagstæð úrslit í leik liðsins gegn Arsenal í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Enska knattspyrnufélagið Manchester United birti í vikunni ársreikning sinn. Þrátt fyrir að allflestir stuðningsmenn keppist við að finna eigendum félagsins, Glazier-fjölskyldunni, allt til foráttu vegna slæms gengis karlaliðs félagsins þá verður ekki af Ed Woodward, stjórnarformanni félagsins, tekið að hann er slyngur rekstrarmaður. Woodward sagði í samtali við fjölmiðla þegar hann kynnti ársreikning félagsins að sú staðreynd að liðið leiki ekki í Meistaradeild Evrópu hafi vissulega slæm áhrif á fjárhagsstöðuna. Taka þurfi tillit til þess við gerð áætlunar um að koma liðinu aftur í fremstu röð. Markmiðið sé hins vegar að vera farin að keppa um stóru titlana sem í boði eru eftir tvö til þrjú ár. Manchester United skilaði tekjum upp á 627,1 milljón punda sem samsvarar tæplega 96 milljörðum sem er met hjá félaginu. Hagnaður fjárhagsársins var svo 7,7 milljarðar. Fram kemur í ársreikningum að samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári eigi Manchester United 1,1 milljarða stuðningsmenn á heimsvísu, samanborið við tæplega 700.000 milljónir árið 2011. Þessi fjöldi stuðningsmanna sem kemur hvaðanæva að úr heimskringlunni verður til þess að félagið hefur getað aukið auglýsingatekjur sínar úr rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna í um það bil 42 milljarða. Þá hafa tekjur vegna sjónvarpsútsendinga meira en tvöfaldast úr 16 milljörðum í 38 milljarða. Tekjur af leikdegi hafa hins vegar verið í kringum tæpa 17 milljarða síðustu fjögur tímabil.Margir öflugir styrktaraðilar treysta fjárhaginn Það er varla til sú vörutegund þar sem Manchester United er ekki með ákveðið vörumerki sem merki félagsins. Þá er mismunandi eftir löndum hvaða vörumerki eru opinber stuðningsaðili félagsins. Félagið er til dæmis með samning við gosdrykkjaframleiðanda í Nígeríu, kínveskan koddaframleiðanda og fjármálafyrirtæki í Ekvador. Vilji stuðningsmenn Manchester United gera sér glaðan dag er þeim uppálagt að drekka léttvín frá Casillero del Diablo og viskí frá Chivas. Styrktarsamningar félagsins eiga á bilinu tvö til fimm ár eftir af gildistíma sínum og tæplega helmingur af tekjum félagsins koma úr þessum samningum. Því er fjárhagsstaða félagsins mjög trygg næstu árin óháð því hvort að liðið komist í Meistaradeild eður ei þrátt fyrir að tekjur félagsins aukist auðvitað umtalsvert takist því að tryggja sér sæti þar næsta vor. Til þess að mæta því tekjutapi sem verður vegna þess að liðið leikur í Evrópudeildinni í stað Meistaradeildar Evrópu á yfirstandandi leiktíð og minnka fjárhagslegan skaða af því að spila mögulega ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, þá eru samningar leikmanna liðsins þannig upp settir að launaliðurinn er minnkaður en bónusar vegna þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og svo útsláttarkeppni þeirrar keppni hækkaðir.Tekjur af fjölmiðlaútsendingum gætu minnkað á næstu árum Hins vegar gætu tekjur félagsins vegna fjölmiðlaréttinda á evrópska efnahagssvæðinu (EES) minnkað í náinni framtíð vegna mögulegra takmarkana af hendi breskra yfirvalda, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eða Evrópudómstólsins. Framkvæmd samkeppnislaga og breytingar á höfundaréttarreglum gætu krafist breytinga á sölulíkani félagsins. Þessar reglur gætu einnig haft neikvæð áhrif á þá upphæð sem höfundaréttarhöfundar eins og enska úrvalsdeildin getur fengið fyrir hagnýtingu réttinda innan ESB. Fyrir vikið gætu útsendingartekjur félagsins af sölu þessara réttinda minnkað á næstu árum. Líklegt er svo að mati félagsins að í framtíðinni muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setja reglugerð varðandi veitingu einkaréttar á efni innan EES þar sem sala á efni með gervihnatta- eða netsendingum yfir landamæri verði annðhvort bönnuð eða takmörkuð. Nú hefur Woodward heillað þá aðila sem tengjast félaginu og hafa áhuga á fjármálum og rísandi tekjumyndun. Verkefni hans að búa til sigursælt lið hefur hins vegar ekki gengið nægjanlega vel og ólíklegt að þessi ársreikningur rói stuðingsmenn félagsins náist ekki hagstæð úrslit í leik liðsins gegn Arsenal í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira