Hamfarahlýnun hrekur fólk á flótta Kristín S.Hjálmtýsdóttir skrifar 27. september 2019 07:00 Rauði krossinn á Íslandi og systurfélög okkar um heim allan taka þátt í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Í dag ætlum við að taka þátt í loftslagsverkfalli með unga fólkinu og krefjast þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Stjórnvöld verða að vera tilbúin að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf að taka til að raunverulega draga úr losun. Tíminn er naumur. Hamfarahlýnun snertir okkur öll og afleiðingarnar munu aðeins aukast á komandi áratugum. Þegar auðlindir þverra og sífellt minna verður til skiptanna aukast líkur á átökum. Fleiri og fleiri munu neyðast til að yfirgefa heimili sín og leggja á flótta vegna loftslagsbreytinga, allt að 140 milljónir á næstu þremur áratugum. Með hlýnun jarðar hafa öfgar í veðurfari aukist og náttúruhamfarir haft skyndilegri og alvarlegri afleiðingar í för með sér. Brothættustu samfélögin verða verst úti þegar fellibyljir geysa, þurrkar verða langvinnir og flóð örari. Þess vegna skiptir máli að bregðast strax við. Hvert og eitt samfélag þarf að vera í stakk búið til að bregðast við þessari miklu vá. Í síðustu viku kom út skýrsla Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC), The Cost of Doing Nothing eða Kostnaðurinn við að gera ekki neitt, sem segir að það muni kosta okkur mun meira að gera ekkert, að stöðva ekki hlýnunina strax. Án alvöru aðgerða mun árlegur kostnaður neyðaraðstoðar vegna hamfara margfaldast. Svartsýnustu spár áætla 20 milljarða Bandaríkjadollara árið 2030, það eru um 2500 milljarðar íslenskra króna.Menntun stúlkna og loftslagið Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á að styðja stúlkur til mennta. Samkvæmt Project Drawdown, sem hefur tekið saman áreiðanlegustu staðreyndirnar um það hvernig best má sporna við hlýnun jarðar, er menntun stúlkna í 6. sæti og kemur þar á eftir m.a. minnkaðri matarsóun og björgun frumskóga. Með aukinni menntun eru stúlkur líklegri til að giftast síðar á lífsleiðinni og fresta barneignum. Þær eignast færri og heilbrigðari börn. Margt vinnur gegn því að stúlkur sæki skóla víða í lágtekjulöndum heims. Það er oftast verkefni stúlkna og kvenna að sækja vatn fyrir heimilið og stundum eyða stúlkur mörgum klukkustundum í að ganga að næsta vatnsbóli á meðan bræður þeirra sækja skóla. Rauði krossinn leggur því áherslu á að byggja vatnsbrunna við skólana svo stúlkur geti gert hvoru tveggja. Skólastúlkur njóta leiðsagnar sjálfboðaliða í stúlknahópum Rauða krossins þar sem þær mynda dýrmæt tengsl, ræða áskoranir sínar og hvetja hverja aðra til dáða. Þær fá þjálfun í því að standa á sínu og neita karlmönnum sem bjóða þeim pening fyrir kynlíf. Þá er unnið með þorpsnefndum og þorpshöfðingjum að því að koma í veg fyrir barnahjónabönd. Allt eru þetta undirstöðuatriði í baráttunni fyrir menntun stúlkna. Menntun stúlkna er valdeflandi fyrir stúlkur og konur um allan heim. Menntun stúlkna er eitt beittasta vopn okkar í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Ég vil hvetja þig til að mæta í dag og krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi og systurfélög okkar um heim allan taka þátt í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Í dag ætlum við að taka þátt í loftslagsverkfalli með unga fólkinu og krefjast þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Stjórnvöld verða að vera tilbúin að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf að taka til að raunverulega draga úr losun. Tíminn er naumur. Hamfarahlýnun snertir okkur öll og afleiðingarnar munu aðeins aukast á komandi áratugum. Þegar auðlindir þverra og sífellt minna verður til skiptanna aukast líkur á átökum. Fleiri og fleiri munu neyðast til að yfirgefa heimili sín og leggja á flótta vegna loftslagsbreytinga, allt að 140 milljónir á næstu þremur áratugum. Með hlýnun jarðar hafa öfgar í veðurfari aukist og náttúruhamfarir haft skyndilegri og alvarlegri afleiðingar í för með sér. Brothættustu samfélögin verða verst úti þegar fellibyljir geysa, þurrkar verða langvinnir og flóð örari. Þess vegna skiptir máli að bregðast strax við. Hvert og eitt samfélag þarf að vera í stakk búið til að bregðast við þessari miklu vá. Í síðustu viku kom út skýrsla Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC), The Cost of Doing Nothing eða Kostnaðurinn við að gera ekki neitt, sem segir að það muni kosta okkur mun meira að gera ekkert, að stöðva ekki hlýnunina strax. Án alvöru aðgerða mun árlegur kostnaður neyðaraðstoðar vegna hamfara margfaldast. Svartsýnustu spár áætla 20 milljarða Bandaríkjadollara árið 2030, það eru um 2500 milljarðar íslenskra króna.Menntun stúlkna og loftslagið Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á að styðja stúlkur til mennta. Samkvæmt Project Drawdown, sem hefur tekið saman áreiðanlegustu staðreyndirnar um það hvernig best má sporna við hlýnun jarðar, er menntun stúlkna í 6. sæti og kemur þar á eftir m.a. minnkaðri matarsóun og björgun frumskóga. Með aukinni menntun eru stúlkur líklegri til að giftast síðar á lífsleiðinni og fresta barneignum. Þær eignast færri og heilbrigðari börn. Margt vinnur gegn því að stúlkur sæki skóla víða í lágtekjulöndum heims. Það er oftast verkefni stúlkna og kvenna að sækja vatn fyrir heimilið og stundum eyða stúlkur mörgum klukkustundum í að ganga að næsta vatnsbóli á meðan bræður þeirra sækja skóla. Rauði krossinn leggur því áherslu á að byggja vatnsbrunna við skólana svo stúlkur geti gert hvoru tveggja. Skólastúlkur njóta leiðsagnar sjálfboðaliða í stúlknahópum Rauða krossins þar sem þær mynda dýrmæt tengsl, ræða áskoranir sínar og hvetja hverja aðra til dáða. Þær fá þjálfun í því að standa á sínu og neita karlmönnum sem bjóða þeim pening fyrir kynlíf. Þá er unnið með þorpsnefndum og þorpshöfðingjum að því að koma í veg fyrir barnahjónabönd. Allt eru þetta undirstöðuatriði í baráttunni fyrir menntun stúlkna. Menntun stúlkna er valdeflandi fyrir stúlkur og konur um allan heim. Menntun stúlkna er eitt beittasta vopn okkar í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Ég vil hvetja þig til að mæta í dag og krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar