Hefur upplifað súrrealískar aðstæður Hjörvar Ólafsson skrifar 25. september 2019 15:00 Arnar Grétarsson. fréttablaðið/afp Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að fyrstu vikurnar hjá Arnari Grétarssyni í starfi sem þjálfari karlaliðs Roeselare í knattspyrnu hafi verið viðburðaríkar. Málin hafa þróast í rétta átt síðustu dagana og lífið hjá félaginu komið í eðlilegan farveg á nýjan leik. Á þeim tæpu tveimur mánuðum sem Arnar hefur verið hjá félaginu hefur það verið úrskurðað gjaldþrota og tapað þremur stigum út af því og hann fékk til liðs við sig 16 nýja leikmenn eftir að hann tók við stjórnartaumunum. Þá kippti tilsjónarmaður með hinu gjaldþrota félagi liðinu aftur um áratugi hvað tæknimál varðar og niður á áhugamannsvið hvað aðstöðumál varðar. Þrátt fyrir þetta er Arnar bjartsýnn á komandi tíma en er raunsær hvað það varðar að hann áttar sig á því að það tekur tíma að byggja upp samkeppnishæft lið einkum og sér í lagi miðað við þær aðstæður sem hann hefur upplifað. „Þetta hafa í raun bara verið súrrealískar aðstæður sem við höfum verið staddir í síðustu vikurnar. Þegar ég kem hingað eru níu útispilarar og fimm markmenn á samningi hjá félaginu og rétt fyrir lok gluggans koma 16 nýir leikmenn inn í leikmannhópinn. Það eru mest allt ungir leikmenn og sex af þeim eru brasilískir leikmenn sem tekur auðvitað tíma að aðlaga nýjum aðstæðum. Einnig fengum við hafsent að láni frá Club Brugge sem þekkir umhverfið og deildina vel og hefur hann staðið sig virkilega vel,“ segir Arnar um fyrstu skref sín hjá nýju félagi. „Það höfðu nýir eigendur keypt helming í félaginu þegar ég tók við og þeir fóru strax í það að greiða upp þær skuldir sem höfðu safnast upp hjá félaginu. Það voru hins vegar útistandandi skuldir meðal annars við veitingaþjónustu sem átti eftir að greiða. Félaginu var stefnt til greiðslu á þeirri skuld og það bara gleymdist að mæta í réttarsal og félagið var því úrskurðað gjaldþrota þrátt fyrir að vera vel gjaldfært fyrir þessum reikningum,“ heldur Arnar áfram.Allt komið í réttan farveg „Þannig að síðustu tvær vikurnar hefur tilsjónarmaðurinn sem settur var yfir félagið á meðan greitt var úr þeim málum sem þurfti að greiða úr gert okkur lífið ansi leitt. Bæði aðallið félagsins sem og öll akademían hefur ekki mátt æfa á æfingasvæði félagsins, við höfum ekki getað notað síma og net og leikmönnum og þjálfurum hefur verið bannað að nota búninga, tæki og tól sem félagið á. Ofan á þetta bætist að að þeir leikmenn sem komu til okkar í ágúst búa enn á hótelum og hafa þurft að skipta ótt og títt um hótel þar sem það er allt fullbókað út af einhverjum ráðstefnum og fleiru. Á þessum tíma var okkur svo dæmdur ósigur sem við máttum alls ekki við í þeirri stöðu sem við erum í,“ segir hann um aðstæðurnar sem hann hefur þurft að vinna við. „Þessu var svo kippt í liðinn á fimmtudaginn síðasta og það er búið að fella úrskurðinn um gjaldþrotið úr gildi og við erum komnir aftur í eðlilegan farveg hvað varðar aðstöðu og aðbúnað. Við áttum leik við Lokeren um helgina og töpuðum honum en það var margt jákvætt í þeim leik sem hægt er að byggja á í næstu leikjum. Það eru þrjú til fjögur lið sem eru áberandi best í þessari deild og sem dæmi ná nefna Leuven sem er í eigu sömu eiganda og Leicester City og svo er Union SG sem eru með sömu eigendur og eiga Brighton. Þessi lið eru með töluvert meira fjármagn en við og það er oft fylgni milli fjármagns og árangurs en ekki alltaf sem betur fer,“ segir þjálfarinn um belgísku B-deildina. „Við erum hins vegar komnir með leikmannahóp sem á að geta keppt við öll lið í deildinni og planið er að stabílísera liðið í deildinni í ár og svo verður tíminn að leiða í ljós hvað gerist. Við spilum fjórum sinnum við hvert lið, það er 14 leikir í fyrri umferð og 14 leikir í seinni umferð, sigurvegarar úr fyrri og seinni umferð spila síðan um sæti í efstu deild, tvo leiki. Þeir sem eru í sjöunda og áttunda sæti eftir báðar umferðir spila fimm leiki um að halda sér í deildinni. Markmiðið er að forðast að enda í tveimur neðstu sætunum. Verkefnið núna er hins vegar bara að móta liðið og bæta það frá leik til leiks,“ segir Arnar um framhaldið. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að fyrstu vikurnar hjá Arnari Grétarssyni í starfi sem þjálfari karlaliðs Roeselare í knattspyrnu hafi verið viðburðaríkar. Málin hafa þróast í rétta átt síðustu dagana og lífið hjá félaginu komið í eðlilegan farveg á nýjan leik. Á þeim tæpu tveimur mánuðum sem Arnar hefur verið hjá félaginu hefur það verið úrskurðað gjaldþrota og tapað þremur stigum út af því og hann fékk til liðs við sig 16 nýja leikmenn eftir að hann tók við stjórnartaumunum. Þá kippti tilsjónarmaður með hinu gjaldþrota félagi liðinu aftur um áratugi hvað tæknimál varðar og niður á áhugamannsvið hvað aðstöðumál varðar. Þrátt fyrir þetta er Arnar bjartsýnn á komandi tíma en er raunsær hvað það varðar að hann áttar sig á því að það tekur tíma að byggja upp samkeppnishæft lið einkum og sér í lagi miðað við þær aðstæður sem hann hefur upplifað. „Þetta hafa í raun bara verið súrrealískar aðstæður sem við höfum verið staddir í síðustu vikurnar. Þegar ég kem hingað eru níu útispilarar og fimm markmenn á samningi hjá félaginu og rétt fyrir lok gluggans koma 16 nýir leikmenn inn í leikmannhópinn. Það eru mest allt ungir leikmenn og sex af þeim eru brasilískir leikmenn sem tekur auðvitað tíma að aðlaga nýjum aðstæðum. Einnig fengum við hafsent að láni frá Club Brugge sem þekkir umhverfið og deildina vel og hefur hann staðið sig virkilega vel,“ segir Arnar um fyrstu skref sín hjá nýju félagi. „Það höfðu nýir eigendur keypt helming í félaginu þegar ég tók við og þeir fóru strax í það að greiða upp þær skuldir sem höfðu safnast upp hjá félaginu. Það voru hins vegar útistandandi skuldir meðal annars við veitingaþjónustu sem átti eftir að greiða. Félaginu var stefnt til greiðslu á þeirri skuld og það bara gleymdist að mæta í réttarsal og félagið var því úrskurðað gjaldþrota þrátt fyrir að vera vel gjaldfært fyrir þessum reikningum,“ heldur Arnar áfram.Allt komið í réttan farveg „Þannig að síðustu tvær vikurnar hefur tilsjónarmaðurinn sem settur var yfir félagið á meðan greitt var úr þeim málum sem þurfti að greiða úr gert okkur lífið ansi leitt. Bæði aðallið félagsins sem og öll akademían hefur ekki mátt æfa á æfingasvæði félagsins, við höfum ekki getað notað síma og net og leikmönnum og þjálfurum hefur verið bannað að nota búninga, tæki og tól sem félagið á. Ofan á þetta bætist að að þeir leikmenn sem komu til okkar í ágúst búa enn á hótelum og hafa þurft að skipta ótt og títt um hótel þar sem það er allt fullbókað út af einhverjum ráðstefnum og fleiru. Á þessum tíma var okkur svo dæmdur ósigur sem við máttum alls ekki við í þeirri stöðu sem við erum í,“ segir hann um aðstæðurnar sem hann hefur þurft að vinna við. „Þessu var svo kippt í liðinn á fimmtudaginn síðasta og það er búið að fella úrskurðinn um gjaldþrotið úr gildi og við erum komnir aftur í eðlilegan farveg hvað varðar aðstöðu og aðbúnað. Við áttum leik við Lokeren um helgina og töpuðum honum en það var margt jákvætt í þeim leik sem hægt er að byggja á í næstu leikjum. Það eru þrjú til fjögur lið sem eru áberandi best í þessari deild og sem dæmi ná nefna Leuven sem er í eigu sömu eiganda og Leicester City og svo er Union SG sem eru með sömu eigendur og eiga Brighton. Þessi lið eru með töluvert meira fjármagn en við og það er oft fylgni milli fjármagns og árangurs en ekki alltaf sem betur fer,“ segir þjálfarinn um belgísku B-deildina. „Við erum hins vegar komnir með leikmannahóp sem á að geta keppt við öll lið í deildinni og planið er að stabílísera liðið í deildinni í ár og svo verður tíminn að leiða í ljós hvað gerist. Við spilum fjórum sinnum við hvert lið, það er 14 leikir í fyrri umferð og 14 leikir í seinni umferð, sigurvegarar úr fyrri og seinni umferð spila síðan um sæti í efstu deild, tvo leiki. Þeir sem eru í sjöunda og áttunda sæti eftir báðar umferðir spila fimm leiki um að halda sér í deildinni. Markmiðið er að forðast að enda í tveimur neðstu sætunum. Verkefnið núna er hins vegar bara að móta liðið og bæta það frá leik til leiks,“ segir Arnar um framhaldið.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn