Endalaus vinna og óbilandi áhugi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. september 2019 09:00 Svava Johansen, eigandi NTC, segir að erlendir ferðamenn, einkum Bandaríkjamenn og Kínverjar, séu nær þriðjungur af viðskiptavinum GK Reykjavíkur á Hafnartorgi. Fáir þekkja íslenska smásölumarkaðinn betur en Svava Johansen, eigandi NTC. Fyrirtækið var byggt upp frá því að vera ein verslun á Laugavegi og upp í tískuvörukeðju sem rekur nú 15 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og stóð af sér fjármálahrunið. Svava segir að verið sé að loka mörgum smærri verslunum hér á landi vegna hins erfiða rekstrarumhverfis sem er komið til vegna hás launakostnaðar. Seinagangur og tillitsleysi borgaryfirvalda bæti ekki úr skák. Þá segist hún hafa mikla trú á Hafnartorgi sem verslunarkjarna og greinir frá því að NTC ætli að opna nýja netverslun. NTC opnaði í vor nýja GK Reykjavík verslun á Hafnartorgi og má þar finna vörumerki sem hafa ekki áður verið fáanleg á Íslandi.Hvernig hefur gengið á Hafnartorgi síðan þið opnuðuð verslunina? „Við erum mjög ánægð með að vera á Hafnartorgi og frá því að við opnuðum hefur þetta í raun farið fram úr okkar vonum. Við náðum góðu samkomulagi við Regin, eiganda verslunarkjarnans, ákváðum að slá til og sjáum ekki eftir því. En svæðið er ekki komið á þann stað að traffíkin komi af sjálfri sér. Við höfum þurft að gefa í á samfélagsmiðlum og fá flotta áhrifavalda til liðs við okkur til að vekja meiri athygli á svæðinu og breyttri verslun okkar. Þarna erum við með svokölluð „affordable luxury brands“. Við munum örugglega sjá mikla traffík um jólin og ég hef mikla trú á að næsta vor verði þetta orðið svaka fínt,“ segir Svava og nefnir að samsetning kúnnahópsins á Hafnartorgi sé öðruvísi en í öðrum verslununum fyrirtækisins. Erlendir ferðamenn, og þá sérstaklega Bandaríkjamenn og Kínverjar, séu nær þriðjungur af viðskiptavinum verslunarinnar. Í nýlegri umfjöllun Markaðarins var rætt við veitinga- og kaupmenn í borginni sem voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt.Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur.vísir/vilhelm„Fólk gefst upp“Hvernig horfir staðan í miðborginni við þér? „Það er engin spurning um að það megi gera betur í borgarmálum og ég skil hreinlega ekki hvernig borgin er að vinna almennt í sínum málum. Seinagangurinn er svo mikill og það er erfitt að ná sambandi við starfsmennina sem koma að þessum málum. Það liggur við að hægt sé að reisa heila íbúðablokk á skemmri tíma en það tekur að rífa upp eina götu. Við kynntumst þessu verklagi borgarinnar þegar það fundust fornminjar við hliðina á okkur á Hafnartorgi. Seinagangurinn í kringum það og hversu lengi þeir voru að ganga frá því! Þetta er ekki til fyrirmyndar og það þarf bara að segja það,“ segir Svava og vísar þar til gömlu bryggjunnar sem var grafin upp í Pósthússtræti vegna framkvæmda við Hafnartorg. Opna átti GK Reykjavík á Hafnartorgi í byrjun árs en framkvæmdirnar töfðu opnunina. „Það verður að huga að því að sumt fólk er með allan sinn rekstur í miðbænum. Ég væri mjög til í að sjá breytta stjórn í borginni. Fólk í borgarstjórn virðist vera í einhverjum bómullarhnoðrum og sýnilega eru mikil mistök í útreikningum þar á bæ – bæði hvað varðar tímalengdir verkefna og hins vegar kostnaðarplön. Mér finnst illa farið með fjármuni borgarbúa. Þetta hefur mjög mikil áhrif á fyrirtækin í miðborginni og það er eins og stjórnendur borgarinnar átti sig ekki á því hvaða afleiðingar þetta hefur.“Hvernig er rekstrarumhverfið í smásölu eins og staðan er í dag? „Rekstrarkostnaður fyrirtækja er einfaldlega of hár og þar vegur launakostnaður og leiga þungt. Ég veit að þó nokkrum verslunum hefur verið lokað eða er verið að loka. Ég sá til dæmis einni lokað gær og annarri í síðustu viku. Fólk gefst upp. Þegar við berum okkur saman við fyrirtæki erlendis þá eru launin á Íslandi miklu hærri en þessu var öfugt farið hérna áður fyrr. Fólkið sem starfar í þessum geira erlendis á ekki til orð þegar við segjum hvað við erum að greiða fólki í laun hvort sem það eru sölumenn í verslun, rekstrarstjórar eða starfsmenn á skrifstofunni. Það er erfitt að reka fyrirtæki þegar laun eru svona há og þess vegna höfum við þurft að hagræða í rekstrinum. Við erum stór keðja og getum því hagrætt en það er ekki jafn auðvelt fyrir smærri fyrirtæki.“Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í aprílbyrjun.Fréttablaðið/ErnirNú var nýlega skrifað undir svokallaðan Lífskjarasamning sem felur í sér enn frekari launahækkanir. Var samningurinn góð eða slæm lending að þínu mati? „Það er sumt gott og annað verra í þessum samningi. Mér finnst það gott að áhersla sé lögð á kjarabætur tekjulágs launafólks. Áherslan á lága verðbólgu og lægri vexti er líka mjög mikilvæg. Það hjálpar bæði fyrirtækjum og heimilum. Vextir hafa lækkað um 1 prósent á árinu sem er heilmikið og ef horft er áfram í sömu átt og vextir verða lækkaðir um annað prósent þá fer fólk virkilega að finna muninn. Mér fannst einnig nauðsynlegt að sjá tryggingagjaldið lækka enn frekar.“Þarf að vera á tánum Í Bretlandi hafa stórar rótgrónar verslanakeðjur á borð við Debenhams átt undir högg að sækja. Sérðu einhver líkindi með stöðunni á breska markaðinum og þeim íslenska? „Ég hef verið mikið í Bretlandi og þegar ég sé hvernig komið er fyrir stórverslunum á borð við Debenhams, af því þú nefnir þá verslun, þá verð ég ekki hissa. Ég hef aldrei skilið þetta konsept. Þetta er óspennandi verslun, svona hálfkák að mínu mati. Við hjá NTC störfum við að hjálpa fólki að setja saman fallegan fatnað og finna út með nálgun og spjalli við viðskiptavini hvað hentar hverjum og einum best. Við gerum það með mjög mismunandi hætti þar sem við erum með ólíkar verslanir. Ef við tölum hins vegar um aðrar og vel heppnaðar stórverslanir má nefna Selfridges sem er alltaf að bæta sig með nýjum, spennandi merkjum – opna nýja veitingastaði innandyra og býður upp á mjög góða þjónustu. Þú þarft ávallt að vera á tánum. Þessi bransi gengur út á það og að vekja athygli fólks á einhverju nýju í bland við það sem er klassískt og nauðsynlegt. Ég segi bara: Ef maður ætlar að lifa af, þá verður maður að leggja sig fram við það sem maður er að gera, dag og nótt. Vera vakandi og fá ávallt nýjar hugmyndir. Bjóða fólki upp á einhverja upplifun þegar það heimsækir mann. Ef þú ert bara allt í lagi, þá gerist ekki neitt, en ef þú ert einn af þeim bestu, þá muntu uppskera eftir því. Það er alltaf hægt að finna árangursríkar leiðir.“H&M rekur verslun á Hafnartorgi.vísir/vilhelmSænska verslanakeðjan H&M opnaði sína fyrstu verslun hér á landi haustið 2017 og stefnir nú á að opna fjórðu verslunina á Akureyri. Á síðasta ári seldi H&M vörur fyrir tæplega 2,4 milljarða hér landi en það var fyrsta heila rekstrarár fyrirtækisins frá því að það hóf starfsemi hér á landi.Hefur innkoma H&M á markaðinn haft áhrif á ykkar rekstur? „Nei, ekki nema þau áhrif að fleira fólk kemur í verslunarmiðstöðvarnar sem er mjög gott mál. Það var ekki jafnmikil spenna í kringum opnun H&M og við bjuggumst við. Kannski héldu þeir að þeir væru nógu sterkir á markaðinum til að geta skapað spennu í kringum opnunina. Við sáum til dæmis mun meiri spennu í kringum opnun Lindex í Smáralind 2011. Ég hef aldrei séð annað eins. Þar var tímasetningin og markaðssetningin alveg til fyrirmyndar. Hitti gjörsamlega í mark. Og allt í einu var ekki jafn spennandi að kaupa í H&M þar sem margir keyptu föt í H&M erlendis vegna þess að þau fengust ekki heima. Við erum bara svona þjóð. Við elskum McDonald’s í útlöndum en það gekk ekki á Íslandi. Þegar svona samkeppni kemur á markaðinn þarf maður bara að vera vakandi. Á þessum tíma var í gangi merkjatíska með stórum lógóum framan á flíkum. Við vorum byrjuð að undirbúa merkjatískuna, gáfum í og það gekk mjög vel.“ Hverjir veita ykkur helst samkeppni? Eru það innlend smásölufyrirtæki eða erlendar keðjur? „Helsta samkeppnin eru bæði erlendar verslanir sem og innlendar. Erlendar netsíður veita okkur mjög mikla samkeppni, það eru þó ekki allar netverslanir sem selja til Íslands. Kringlan er að fara af stað með netsölu frá Kringlan.is og þá er viðskiptavinur tengdur beint inn á síðu viðkomandi verslunar þar innandyra. Það verður spennandi að sjá hvernig hún fer af stað.“Svava hefur trú á því að fólk muni áfram sækja í verslanir, þrátt fyrir uppgang netverslunar.Ný netverslun í pípunumHvernig stendur NTC í netverslun? „Við höfum verið dálítið aftarlega á merinni þegar kemur að netverslun og sú netverslun sem við erum með í dag byggist á allt of mikilli handavinnu. Hins vegar erum við að fara af stað með nýja netverslun sem byggir á nýju kerfi sem er þannig að við seljum beint úr búðunum,“ segir Svava. Aðspurð segir hún að upphaflega hafi nýja netverslunin átt að komast í gagnið í haust en vegna byrjunarörðugleika sé nú stefnt að því að opna hana fyrir jólin. Það verður GK-REYKJAVIK.is. Þá segist hún ekki eiga von á því að selja mikið erlendis í gegnum netið til að byrja með. „Ekki nema til Færeyja vegna þess að Færeyingar hafa verið að versla dálítið við okkur,“ segir Svava. „Við verðum líka að horfa á netverslunina sem sýningarglugga. Fólk fer á netið, tekur skjáskot af einhverri flík og kemur síðan í verslunina til að máta hana. Það er mismunandi hvernig fólk vill versla.“Hvernig sérðu fyrir þér að tískuvörugeirinn þróist með árunum? Verður allt selt á netinu? „Það að versla á netinu er ekki félagslegt og þess vegna trúi ég því að fólk muni halda áfram að koma í verslanir til að fá góða þjónustu. Við leggjum til dæmis mikið upp úr því að bjóða fólki upp á kaffi, og síðan jafnvel bjór eða hvítvín á föstudögum og laugardögum. Við viljum að þú upplifir góðar móttökur þannig að þér líði vel og þannig að þú farir brosandi úr búðinni. Kannski ertu á leiðinni í fínt boð og þarft kjól eða jakkaföt. Þá viltu þjónustu og ráðleggingar sem tölva getur ekki gefið. Í nýju GK versluninni er til dæmis flest starfsfólkið fatahönnuðir eða textílhönnuðir. Þetta er fólk sem hefur vit á því hvað það er að tala um í sambandi við efni og snið. Ég veit að þróunin er hröð. Netverslun stækkar og stækkar, og hún mun halda áfram að stækka. Þess vegna erum við að setja meira púður í netverslunina okkar en ég hef reynt að vera á bremsunni með það vegna þess að ég vil fá fólk inn í verslunina.“Gallerí Sautján rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind.vísir/stefánSautján er grunnurinn NTC er byggt á grunni heildsölu sem var stofnuð um miðja síðustu öld en verslunarrekstur hófst árið 1976 þegar verslunin Sautján var opnuð á Laugavegi 46. Hefur félagið verið rekið á sömu kennitölunni síðan þá. Aðkoma Svövu hófst 1981 þegar hún var 17 ára nemandi í Verzlunarskólanum og kynntist Bolla Kristinssyni sem hafði opnað Sautján á Laugaveginum. Skömmu síðar var hún komin á fullt í rekstrinum. „Að vera í skóla og sinna verslun á sama tíma var ekki mikið mál fyrir mig þá. Ég hafði endalausa orku og þurfti lítinn svefn. Það gekk mjög vel í byrjun, vörurnar seldust upp hratt og við þurftum að hleypa inn í hollum um helgar. Fljótlega stækkuðum við fyrstu búðina upp á tvær hæðir í staðinn fyrir eina og síðan vorum við með verksmiðju á þriðju hæðinni og bjuggum á fjórðu. Við opnuðum aðra verslun í Kringlunni þegar hún var opnuð 1987 og ég man hvað mér fannst æðislegt að hafa svigrúmið til að geta fært vörur á milli. Síðan var þetta þannig að um leið og eitthvað gekk vel í Sautján opnuðum við sérverslun í kringum það. Sautján er grunnurinn að NTC,“ segir Svava. Verslunum NTC fjölgaði og þegar mest lét voru þær hátt í 20 talsins. NTC, sem starfrækir 14 verslanir í dag og hefur um 140 starfsmenn, er leiðandi í innflutningi, framleiðslu, heildsölu og smásölu á tískufatnaði á Íslandi. Svava keypti Bolla út úr fyrirtækinu árið 2005 og á og rekur fyrirtækið í dag ásamt manni sínum Birni K. Sveinbjörnssyni.Hver var lykillinn að því að ná árangri í þessum geira? „Ég myndi segja að það hafi verið endalaus vinna og óbilandi áhugi. Þetta voru líka öðruvísi tímar. Fyrst var engin Kringla og tískuvöruverslanir voru fáar miðað við í dag. Svo strax í byrjun vorum við mjög heppin með starfsfólk og það mynduðust fljótt sterkar stoðir undir fyrirtækinu. Við höfum verið með sama starfsfólkið í mörg ár og það hefur mikið að segja. Þetta er búið að vera skemmilegt ferðalag og það hafa verið margar áskoranir á leiðinni sem við höfum þurft að takast á við. Í rauninni lærir maður alla daga að reyna að finna nýjar leiðir ef hlutirnir ganga ekki upp. Auðvitað mætir maður ýmsu sem erfitt er að takast á við en með því að finna leið sem virkar eflir maður sjálfstraustið og það er eitthvað sem hver einasti maður hefur gott af.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tíska og hönnun Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Fáir þekkja íslenska smásölumarkaðinn betur en Svava Johansen, eigandi NTC. Fyrirtækið var byggt upp frá því að vera ein verslun á Laugavegi og upp í tískuvörukeðju sem rekur nú 15 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og stóð af sér fjármálahrunið. Svava segir að verið sé að loka mörgum smærri verslunum hér á landi vegna hins erfiða rekstrarumhverfis sem er komið til vegna hás launakostnaðar. Seinagangur og tillitsleysi borgaryfirvalda bæti ekki úr skák. Þá segist hún hafa mikla trú á Hafnartorgi sem verslunarkjarna og greinir frá því að NTC ætli að opna nýja netverslun. NTC opnaði í vor nýja GK Reykjavík verslun á Hafnartorgi og má þar finna vörumerki sem hafa ekki áður verið fáanleg á Íslandi.Hvernig hefur gengið á Hafnartorgi síðan þið opnuðuð verslunina? „Við erum mjög ánægð með að vera á Hafnartorgi og frá því að við opnuðum hefur þetta í raun farið fram úr okkar vonum. Við náðum góðu samkomulagi við Regin, eiganda verslunarkjarnans, ákváðum að slá til og sjáum ekki eftir því. En svæðið er ekki komið á þann stað að traffíkin komi af sjálfri sér. Við höfum þurft að gefa í á samfélagsmiðlum og fá flotta áhrifavalda til liðs við okkur til að vekja meiri athygli á svæðinu og breyttri verslun okkar. Þarna erum við með svokölluð „affordable luxury brands“. Við munum örugglega sjá mikla traffík um jólin og ég hef mikla trú á að næsta vor verði þetta orðið svaka fínt,“ segir Svava og nefnir að samsetning kúnnahópsins á Hafnartorgi sé öðruvísi en í öðrum verslununum fyrirtækisins. Erlendir ferðamenn, og þá sérstaklega Bandaríkjamenn og Kínverjar, séu nær þriðjungur af viðskiptavinum verslunarinnar. Í nýlegri umfjöllun Markaðarins var rætt við veitinga- og kaupmenn í borginni sem voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt.Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur.vísir/vilhelm„Fólk gefst upp“Hvernig horfir staðan í miðborginni við þér? „Það er engin spurning um að það megi gera betur í borgarmálum og ég skil hreinlega ekki hvernig borgin er að vinna almennt í sínum málum. Seinagangurinn er svo mikill og það er erfitt að ná sambandi við starfsmennina sem koma að þessum málum. Það liggur við að hægt sé að reisa heila íbúðablokk á skemmri tíma en það tekur að rífa upp eina götu. Við kynntumst þessu verklagi borgarinnar þegar það fundust fornminjar við hliðina á okkur á Hafnartorgi. Seinagangurinn í kringum það og hversu lengi þeir voru að ganga frá því! Þetta er ekki til fyrirmyndar og það þarf bara að segja það,“ segir Svava og vísar þar til gömlu bryggjunnar sem var grafin upp í Pósthússtræti vegna framkvæmda við Hafnartorg. Opna átti GK Reykjavík á Hafnartorgi í byrjun árs en framkvæmdirnar töfðu opnunina. „Það verður að huga að því að sumt fólk er með allan sinn rekstur í miðbænum. Ég væri mjög til í að sjá breytta stjórn í borginni. Fólk í borgarstjórn virðist vera í einhverjum bómullarhnoðrum og sýnilega eru mikil mistök í útreikningum þar á bæ – bæði hvað varðar tímalengdir verkefna og hins vegar kostnaðarplön. Mér finnst illa farið með fjármuni borgarbúa. Þetta hefur mjög mikil áhrif á fyrirtækin í miðborginni og það er eins og stjórnendur borgarinnar átti sig ekki á því hvaða afleiðingar þetta hefur.“Hvernig er rekstrarumhverfið í smásölu eins og staðan er í dag? „Rekstrarkostnaður fyrirtækja er einfaldlega of hár og þar vegur launakostnaður og leiga þungt. Ég veit að þó nokkrum verslunum hefur verið lokað eða er verið að loka. Ég sá til dæmis einni lokað gær og annarri í síðustu viku. Fólk gefst upp. Þegar við berum okkur saman við fyrirtæki erlendis þá eru launin á Íslandi miklu hærri en þessu var öfugt farið hérna áður fyrr. Fólkið sem starfar í þessum geira erlendis á ekki til orð þegar við segjum hvað við erum að greiða fólki í laun hvort sem það eru sölumenn í verslun, rekstrarstjórar eða starfsmenn á skrifstofunni. Það er erfitt að reka fyrirtæki þegar laun eru svona há og þess vegna höfum við þurft að hagræða í rekstrinum. Við erum stór keðja og getum því hagrætt en það er ekki jafn auðvelt fyrir smærri fyrirtæki.“Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í aprílbyrjun.Fréttablaðið/ErnirNú var nýlega skrifað undir svokallaðan Lífskjarasamning sem felur í sér enn frekari launahækkanir. Var samningurinn góð eða slæm lending að þínu mati? „Það er sumt gott og annað verra í þessum samningi. Mér finnst það gott að áhersla sé lögð á kjarabætur tekjulágs launafólks. Áherslan á lága verðbólgu og lægri vexti er líka mjög mikilvæg. Það hjálpar bæði fyrirtækjum og heimilum. Vextir hafa lækkað um 1 prósent á árinu sem er heilmikið og ef horft er áfram í sömu átt og vextir verða lækkaðir um annað prósent þá fer fólk virkilega að finna muninn. Mér fannst einnig nauðsynlegt að sjá tryggingagjaldið lækka enn frekar.“Þarf að vera á tánum Í Bretlandi hafa stórar rótgrónar verslanakeðjur á borð við Debenhams átt undir högg að sækja. Sérðu einhver líkindi með stöðunni á breska markaðinum og þeim íslenska? „Ég hef verið mikið í Bretlandi og þegar ég sé hvernig komið er fyrir stórverslunum á borð við Debenhams, af því þú nefnir þá verslun, þá verð ég ekki hissa. Ég hef aldrei skilið þetta konsept. Þetta er óspennandi verslun, svona hálfkák að mínu mati. Við hjá NTC störfum við að hjálpa fólki að setja saman fallegan fatnað og finna út með nálgun og spjalli við viðskiptavini hvað hentar hverjum og einum best. Við gerum það með mjög mismunandi hætti þar sem við erum með ólíkar verslanir. Ef við tölum hins vegar um aðrar og vel heppnaðar stórverslanir má nefna Selfridges sem er alltaf að bæta sig með nýjum, spennandi merkjum – opna nýja veitingastaði innandyra og býður upp á mjög góða þjónustu. Þú þarft ávallt að vera á tánum. Þessi bransi gengur út á það og að vekja athygli fólks á einhverju nýju í bland við það sem er klassískt og nauðsynlegt. Ég segi bara: Ef maður ætlar að lifa af, þá verður maður að leggja sig fram við það sem maður er að gera, dag og nótt. Vera vakandi og fá ávallt nýjar hugmyndir. Bjóða fólki upp á einhverja upplifun þegar það heimsækir mann. Ef þú ert bara allt í lagi, þá gerist ekki neitt, en ef þú ert einn af þeim bestu, þá muntu uppskera eftir því. Það er alltaf hægt að finna árangursríkar leiðir.“H&M rekur verslun á Hafnartorgi.vísir/vilhelmSænska verslanakeðjan H&M opnaði sína fyrstu verslun hér á landi haustið 2017 og stefnir nú á að opna fjórðu verslunina á Akureyri. Á síðasta ári seldi H&M vörur fyrir tæplega 2,4 milljarða hér landi en það var fyrsta heila rekstrarár fyrirtækisins frá því að það hóf starfsemi hér á landi.Hefur innkoma H&M á markaðinn haft áhrif á ykkar rekstur? „Nei, ekki nema þau áhrif að fleira fólk kemur í verslunarmiðstöðvarnar sem er mjög gott mál. Það var ekki jafnmikil spenna í kringum opnun H&M og við bjuggumst við. Kannski héldu þeir að þeir væru nógu sterkir á markaðinum til að geta skapað spennu í kringum opnunina. Við sáum til dæmis mun meiri spennu í kringum opnun Lindex í Smáralind 2011. Ég hef aldrei séð annað eins. Þar var tímasetningin og markaðssetningin alveg til fyrirmyndar. Hitti gjörsamlega í mark. Og allt í einu var ekki jafn spennandi að kaupa í H&M þar sem margir keyptu föt í H&M erlendis vegna þess að þau fengust ekki heima. Við erum bara svona þjóð. Við elskum McDonald’s í útlöndum en það gekk ekki á Íslandi. Þegar svona samkeppni kemur á markaðinn þarf maður bara að vera vakandi. Á þessum tíma var í gangi merkjatíska með stórum lógóum framan á flíkum. Við vorum byrjuð að undirbúa merkjatískuna, gáfum í og það gekk mjög vel.“ Hverjir veita ykkur helst samkeppni? Eru það innlend smásölufyrirtæki eða erlendar keðjur? „Helsta samkeppnin eru bæði erlendar verslanir sem og innlendar. Erlendar netsíður veita okkur mjög mikla samkeppni, það eru þó ekki allar netverslanir sem selja til Íslands. Kringlan er að fara af stað með netsölu frá Kringlan.is og þá er viðskiptavinur tengdur beint inn á síðu viðkomandi verslunar þar innandyra. Það verður spennandi að sjá hvernig hún fer af stað.“Svava hefur trú á því að fólk muni áfram sækja í verslanir, þrátt fyrir uppgang netverslunar.Ný netverslun í pípunumHvernig stendur NTC í netverslun? „Við höfum verið dálítið aftarlega á merinni þegar kemur að netverslun og sú netverslun sem við erum með í dag byggist á allt of mikilli handavinnu. Hins vegar erum við að fara af stað með nýja netverslun sem byggir á nýju kerfi sem er þannig að við seljum beint úr búðunum,“ segir Svava. Aðspurð segir hún að upphaflega hafi nýja netverslunin átt að komast í gagnið í haust en vegna byrjunarörðugleika sé nú stefnt að því að opna hana fyrir jólin. Það verður GK-REYKJAVIK.is. Þá segist hún ekki eiga von á því að selja mikið erlendis í gegnum netið til að byrja með. „Ekki nema til Færeyja vegna þess að Færeyingar hafa verið að versla dálítið við okkur,“ segir Svava. „Við verðum líka að horfa á netverslunina sem sýningarglugga. Fólk fer á netið, tekur skjáskot af einhverri flík og kemur síðan í verslunina til að máta hana. Það er mismunandi hvernig fólk vill versla.“Hvernig sérðu fyrir þér að tískuvörugeirinn þróist með árunum? Verður allt selt á netinu? „Það að versla á netinu er ekki félagslegt og þess vegna trúi ég því að fólk muni halda áfram að koma í verslanir til að fá góða þjónustu. Við leggjum til dæmis mikið upp úr því að bjóða fólki upp á kaffi, og síðan jafnvel bjór eða hvítvín á föstudögum og laugardögum. Við viljum að þú upplifir góðar móttökur þannig að þér líði vel og þannig að þú farir brosandi úr búðinni. Kannski ertu á leiðinni í fínt boð og þarft kjól eða jakkaföt. Þá viltu þjónustu og ráðleggingar sem tölva getur ekki gefið. Í nýju GK versluninni er til dæmis flest starfsfólkið fatahönnuðir eða textílhönnuðir. Þetta er fólk sem hefur vit á því hvað það er að tala um í sambandi við efni og snið. Ég veit að þróunin er hröð. Netverslun stækkar og stækkar, og hún mun halda áfram að stækka. Þess vegna erum við að setja meira púður í netverslunina okkar en ég hef reynt að vera á bremsunni með það vegna þess að ég vil fá fólk inn í verslunina.“Gallerí Sautján rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind.vísir/stefánSautján er grunnurinn NTC er byggt á grunni heildsölu sem var stofnuð um miðja síðustu öld en verslunarrekstur hófst árið 1976 þegar verslunin Sautján var opnuð á Laugavegi 46. Hefur félagið verið rekið á sömu kennitölunni síðan þá. Aðkoma Svövu hófst 1981 þegar hún var 17 ára nemandi í Verzlunarskólanum og kynntist Bolla Kristinssyni sem hafði opnað Sautján á Laugaveginum. Skömmu síðar var hún komin á fullt í rekstrinum. „Að vera í skóla og sinna verslun á sama tíma var ekki mikið mál fyrir mig þá. Ég hafði endalausa orku og þurfti lítinn svefn. Það gekk mjög vel í byrjun, vörurnar seldust upp hratt og við þurftum að hleypa inn í hollum um helgar. Fljótlega stækkuðum við fyrstu búðina upp á tvær hæðir í staðinn fyrir eina og síðan vorum við með verksmiðju á þriðju hæðinni og bjuggum á fjórðu. Við opnuðum aðra verslun í Kringlunni þegar hún var opnuð 1987 og ég man hvað mér fannst æðislegt að hafa svigrúmið til að geta fært vörur á milli. Síðan var þetta þannig að um leið og eitthvað gekk vel í Sautján opnuðum við sérverslun í kringum það. Sautján er grunnurinn að NTC,“ segir Svava. Verslunum NTC fjölgaði og þegar mest lét voru þær hátt í 20 talsins. NTC, sem starfrækir 14 verslanir í dag og hefur um 140 starfsmenn, er leiðandi í innflutningi, framleiðslu, heildsölu og smásölu á tískufatnaði á Íslandi. Svava keypti Bolla út úr fyrirtækinu árið 2005 og á og rekur fyrirtækið í dag ásamt manni sínum Birni K. Sveinbjörnssyni.Hver var lykillinn að því að ná árangri í þessum geira? „Ég myndi segja að það hafi verið endalaus vinna og óbilandi áhugi. Þetta voru líka öðruvísi tímar. Fyrst var engin Kringla og tískuvöruverslanir voru fáar miðað við í dag. Svo strax í byrjun vorum við mjög heppin með starfsfólk og það mynduðust fljótt sterkar stoðir undir fyrirtækinu. Við höfum verið með sama starfsfólkið í mörg ár og það hefur mikið að segja. Þetta er búið að vera skemmilegt ferðalag og það hafa verið margar áskoranir á leiðinni sem við höfum þurft að takast á við. Í rauninni lærir maður alla daga að reyna að finna nýjar leiðir ef hlutirnir ganga ekki upp. Auðvitað mætir maður ýmsu sem erfitt er að takast á við en með því að finna leið sem virkar eflir maður sjálfstraustið og það er eitthvað sem hver einasti maður hefur gott af.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tíska og hönnun Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira