Kvartar til Seðlabankans vegna ummæla Gylfa Hörður Ægisson skrifar 25. september 2019 06:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Gorup. Icelandair Group hefur komið á framfæri athugasemdum til Seðlabanka Íslands vegna ummæla Gylfa Zoega, hagfræðiprófessors og nefndarmanns í peningastefnunefnd bankans, í síðustu viku þar sem hann bað þingmenn efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast vel með stöðu Icelandair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið hafi sent Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra og formanni peningastefnunefndar, bréf á föstudag með þeim tilmælum að fulltrúar bankans myndu gæta orða sinna á opinberum vettvangi. Á opnum fundi nefndarinnar beindi Gylfi athygli þingmanna að því „stóra flugfélagi sem við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef við reiknum fram í tímann, hvenær verður eigið féð þar komið á hættulegt stig?“ spurði Gylfi, og sagði að ekki mætti veðja þjóðarbúinu á skaðabætur frá Boeing. Bogi segir að slík ummæli gætu haft „skaðlegar afleiðingar“ fyrir félagið og „pössuðu á engan hátt“ fyrir mann í hans stöðu. Þá bendir Bogi á að sumir aðilar kynnu þannig að halda að Gylfi byggi yfir meiri upplýsingum um Icelandair en almenningur og fjárfestar en félagið væri hins vegar skráð á markað og allar upplýsingar um rekstur og fjárhagsstöðu þess séu opinberar. Spurður hvort Icelandair hafi fengið einhver viðbrögð frá erlendum aðilum, meðal annars fjármálastofnunum, greinendum eða birgjum, vegna ummæla Gylfa segir Bogi að það hafi sem „betur fer“ ekki komið til þess. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Seðlabankinn Tengdar fréttir Ummæli Gylfa um Icelandair „ógætileg“ Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga að leita upplýsinga hjá Icelandair Group um stöðu félagsins en að láta ógætileg ummæli falla að mati forstjóra Icelandair. 19. september 2019 16:48 Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira
Icelandair Group hefur komið á framfæri athugasemdum til Seðlabanka Íslands vegna ummæla Gylfa Zoega, hagfræðiprófessors og nefndarmanns í peningastefnunefnd bankans, í síðustu viku þar sem hann bað þingmenn efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast vel með stöðu Icelandair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið hafi sent Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra og formanni peningastefnunefndar, bréf á föstudag með þeim tilmælum að fulltrúar bankans myndu gæta orða sinna á opinberum vettvangi. Á opnum fundi nefndarinnar beindi Gylfi athygli þingmanna að því „stóra flugfélagi sem við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef við reiknum fram í tímann, hvenær verður eigið féð þar komið á hættulegt stig?“ spurði Gylfi, og sagði að ekki mætti veðja þjóðarbúinu á skaðabætur frá Boeing. Bogi segir að slík ummæli gætu haft „skaðlegar afleiðingar“ fyrir félagið og „pössuðu á engan hátt“ fyrir mann í hans stöðu. Þá bendir Bogi á að sumir aðilar kynnu þannig að halda að Gylfi byggi yfir meiri upplýsingum um Icelandair en almenningur og fjárfestar en félagið væri hins vegar skráð á markað og allar upplýsingar um rekstur og fjárhagsstöðu þess séu opinberar. Spurður hvort Icelandair hafi fengið einhver viðbrögð frá erlendum aðilum, meðal annars fjármálastofnunum, greinendum eða birgjum, vegna ummæla Gylfa segir Bogi að það hafi sem „betur fer“ ekki komið til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Seðlabankinn Tengdar fréttir Ummæli Gylfa um Icelandair „ógætileg“ Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga að leita upplýsinga hjá Icelandair Group um stöðu félagsins en að láta ógætileg ummæli falla að mati forstjóra Icelandair. 19. september 2019 16:48 Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira
Ummæli Gylfa um Icelandair „ógætileg“ Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga að leita upplýsinga hjá Icelandair Group um stöðu félagsins en að láta ógætileg ummæli falla að mati forstjóra Icelandair. 19. september 2019 16:48
Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00