Belja án rassgats Davíð Þorláksson skrifar 25. september 2019 07:00 Fjármálaráðherra fannst nóg um verðið þegar hann keypti sér bjór á einu af mörgum gæðahótelum borgarinnar um þarsíðustu helgi. Verðið er sannarlega hátt miðað við útlönd, en skoðum nokkur atriði sem eru þarna á bak við. Í fyrsta lagi er skattheimta hins opinbera á Íslandi ein sú hæsta í heimi, eða 34% af landsframleiðslu. Þar er Ísland heimsmeistari ásamt Dönum og Svíum. Hótelið þarf að greiða áfengisgjald, virðisaukaskatt, tryggingagjald, fasteignagjöld og, ef eitthvað er eftir, tekjuskatt. Bara fasteignagjöldin af einu stóru gæðahóteli í Reykjavík geta árlega verið hátt í 80 milljónir. Í öðru lagi leggja gæðahótelin á Íslandi sig fram um að vera með menntað fólk í þjónustu og eldhúsi. Þau sinna einnig vel þjálfun nema sem fara svo oft til starfa á öðrum veitingastöðum og hótelum um allt land. Þótt menntun sé að meginstofni til ókeypis á Íslandi þá getur það verið kostnaðarsamt að vera með fjölda iðnnema í læri. Þau sem reka þetta tiltekna gæðahótel hafa einmitt fengið verðlaun fyrir sitt framlag til menntamála. Í þriðja lagi eru laun há á Íslandi. Hér eru greidd önnur hæstu meðallaun í heimi og þriðju hæstu lágmarkslaun í heimi. Varla viljum við breyta því? Þjónn sem er útlærður í framreiðslu er þannig með ágætis tímakaup að skenkja bjór á laugardagskvöldi. Svo má ekki gleyma að stór hluti launa sem honum eru greidd rennur í ríkissjóð. Það er ekki laust við að gamalt, en ekkert sérstaklega smekklegt, máltæki komi í huga: Þar skeit beljan sem ekkert hefur rassgatið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Áfengi mælist dýrast á Íslandi Í nýrri rannsókn Eurostat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna. 10. september 2019 06:15 Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra fannst nóg um verðið þegar hann keypti sér bjór á einu af mörgum gæðahótelum borgarinnar um þarsíðustu helgi. Verðið er sannarlega hátt miðað við útlönd, en skoðum nokkur atriði sem eru þarna á bak við. Í fyrsta lagi er skattheimta hins opinbera á Íslandi ein sú hæsta í heimi, eða 34% af landsframleiðslu. Þar er Ísland heimsmeistari ásamt Dönum og Svíum. Hótelið þarf að greiða áfengisgjald, virðisaukaskatt, tryggingagjald, fasteignagjöld og, ef eitthvað er eftir, tekjuskatt. Bara fasteignagjöldin af einu stóru gæðahóteli í Reykjavík geta árlega verið hátt í 80 milljónir. Í öðru lagi leggja gæðahótelin á Íslandi sig fram um að vera með menntað fólk í þjónustu og eldhúsi. Þau sinna einnig vel þjálfun nema sem fara svo oft til starfa á öðrum veitingastöðum og hótelum um allt land. Þótt menntun sé að meginstofni til ókeypis á Íslandi þá getur það verið kostnaðarsamt að vera með fjölda iðnnema í læri. Þau sem reka þetta tiltekna gæðahótel hafa einmitt fengið verðlaun fyrir sitt framlag til menntamála. Í þriðja lagi eru laun há á Íslandi. Hér eru greidd önnur hæstu meðallaun í heimi og þriðju hæstu lágmarkslaun í heimi. Varla viljum við breyta því? Þjónn sem er útlærður í framreiðslu er þannig með ágætis tímakaup að skenkja bjór á laugardagskvöldi. Svo má ekki gleyma að stór hluti launa sem honum eru greidd rennur í ríkissjóð. Það er ekki laust við að gamalt, en ekkert sérstaklega smekklegt, máltæki komi í huga: Þar skeit beljan sem ekkert hefur rassgatið.
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Áfengi mælist dýrast á Íslandi Í nýrri rannsókn Eurostat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna. 10. september 2019 06:15
Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar