Súru og söltu koddarnir horfnir af nammibarnum fyrir fullt og allt Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 21:13 Nammigrísir sjá fram á varanlega vöntun á súru og söltu koddunum, sem sjást hér á mynd. Aðsend mynd Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt. Umræður kviknuðu á Twitter fyrr í mánuðinum að umrætt sælgæti, sem er sænskt og gengur undir nafninu Super sura/salta puffar, hefði ekki fengist á nammibar hér á landi mánuðum saman. Lýstu margir yfir vonbrigðum þegar þeir kæmu að tómum kofanum hvað kodda varðar á nammibörum. Nammigrísir gæddu sér gjarnan á molunum í „samloku“, líkt og sjónvarps- og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu sýnir hér að neðan í tísti sínu frá því í fyrra.Ég þakka OJ&Kaaber fyrir þessa góðu sendingu hingað á RÚV Þetta er bara djöfulli fínt! Ég er orðin áhrifavaldur í nammi, sem er í raun það eina sem ég vildi út úr þessu lífi! pic.twitter.com/8Y3MppGvU2— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 27, 2019 Nokkuð heitar umræður spunnust og lýstu margir Twitter-notendur yfir sárri vöntun á sælgætinu. Þá lýsti Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi söltu koddunum sem „ávanabindandi dópi“.Bleiku eru alveg fínir. Gráu eru hins vegar ávanabindandi dóp.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 15, 2019 Árni Arnórsson markaðsstjóri heildsölunnar Innnes, sem flutti sælgætið inn, segir í svari við fyrirspurn Vísis að vörurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar framleiðslu á þeim var hætt í upphafi þessa árs. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna bæði beint frá neytendum og í gegnum okkar viðskiptavini,“ segir Árni. Undir þetta tekur Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá verslunum Hagkaups sem seldu sælgætið á nammibörum sínum. „Við höfum fengið persónulegar ábendingarnar frá vinum og vandamönnum sem elskuðu að fá sér „samloku“,“ segir Vignir. Þá bendir Árni á að keimlíkt bragð og af koddunum fáist í hauskúpuhlaupi frá sælgætisframleiðandanum BUBS, sem Innnes flytur einnig inn. Ábending þess efnis kom jafnframt upp í umræddum Twitter-þræði en við misjafnar undirtektir þó. Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt. Umræður kviknuðu á Twitter fyrr í mánuðinum að umrætt sælgæti, sem er sænskt og gengur undir nafninu Super sura/salta puffar, hefði ekki fengist á nammibar hér á landi mánuðum saman. Lýstu margir yfir vonbrigðum þegar þeir kæmu að tómum kofanum hvað kodda varðar á nammibörum. Nammigrísir gæddu sér gjarnan á molunum í „samloku“, líkt og sjónvarps- og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu sýnir hér að neðan í tísti sínu frá því í fyrra.Ég þakka OJ&Kaaber fyrir þessa góðu sendingu hingað á RÚV Þetta er bara djöfulli fínt! Ég er orðin áhrifavaldur í nammi, sem er í raun það eina sem ég vildi út úr þessu lífi! pic.twitter.com/8Y3MppGvU2— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 27, 2019 Nokkuð heitar umræður spunnust og lýstu margir Twitter-notendur yfir sárri vöntun á sælgætinu. Þá lýsti Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi söltu koddunum sem „ávanabindandi dópi“.Bleiku eru alveg fínir. Gráu eru hins vegar ávanabindandi dóp.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 15, 2019 Árni Arnórsson markaðsstjóri heildsölunnar Innnes, sem flutti sælgætið inn, segir í svari við fyrirspurn Vísis að vörurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar framleiðslu á þeim var hætt í upphafi þessa árs. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna bæði beint frá neytendum og í gegnum okkar viðskiptavini,“ segir Árni. Undir þetta tekur Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá verslunum Hagkaups sem seldu sælgætið á nammibörum sínum. „Við höfum fengið persónulegar ábendingarnar frá vinum og vandamönnum sem elskuðu að fá sér „samloku“,“ segir Vignir. Þá bendir Árni á að keimlíkt bragð og af koddunum fáist í hauskúpuhlaupi frá sælgætisframleiðandanum BUBS, sem Innnes flytur einnig inn. Ábending þess efnis kom jafnframt upp í umræddum Twitter-þræði en við misjafnar undirtektir þó.
Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira