Hatursorðræða og þjóðernishyggja á milli tanna þjóðarleiðtoga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. september 2019 19:00 Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hófust í dag og eru tugir þjóðarleiðtoga á mælendaskrá. Fyrstu ræðu dagsins átti Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, og setti hann þar tóninn fyrir umræðurnar. Líkt og í gær nýtti Portúgalinn vettvanginn til þess að vara við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Sagði hann mannkynið nú vera að tapa baráttunni en því væri hægt að snúa við. „Við lifum í órólegum heimi. Margir óttast að troðast undir, vera slegnir niður, skildir eftir. Vélar taka vinnu fólks, mansalsmenn svipta það virðingunni, lýðskrumarar svipta það réttindum sínum, stríðsherrar svipta það lífi, jarðefnaeldsneyti sviptir það framtíðinni en samt trúir fólk á þann anda og hugmyndir sem fá okkur hingað í þennan sal. Það trúir á Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Guterres.Allra augu á Trump Ræða Trumps Bandaríkjaforseta vakti einna mesta athygli, þótt boðskapur hans hafi ekki verið nýr. Varði hann tíma sínum í að verja innflytjendastefnu ríkisstjórnar sinnar og ræddi einnig um stefnu landsins í utanríkismálum. Þannig hvatti hann ríki heims til þess að standa saman gegn Írönum og sakaði þarlend stjórnvöld um blóðþorsta, gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela harðlega, líkt og Jair Bolsonaro Brasilíuforseti gerði í sinni ræðu, kvaðst ósáttur við Kínverja og sagði tíma þjóðernishyggjunnar runninn upp. „Hinn frjálsi heimur verður að taka ástfóstri við grundvallarstoðir þjóðríkisins. Það má hvorki afmá þær né skipta þeim út,“ sagði Bandaríkjamaðurinn.Erdogan einblíndi á hatursorðræðu Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi um hatursáróður gegn múslimum og kenndi popúlískum stjórnmálamönnum um. „Það er grundvallarskylda okkar sem embættismenn og -konur að taka upp umburðarlyndan málflutning og eyða þessu samfélagsmeini í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Tyrkinn. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30 Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hófust í dag og eru tugir þjóðarleiðtoga á mælendaskrá. Fyrstu ræðu dagsins átti Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, og setti hann þar tóninn fyrir umræðurnar. Líkt og í gær nýtti Portúgalinn vettvanginn til þess að vara við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Sagði hann mannkynið nú vera að tapa baráttunni en því væri hægt að snúa við. „Við lifum í órólegum heimi. Margir óttast að troðast undir, vera slegnir niður, skildir eftir. Vélar taka vinnu fólks, mansalsmenn svipta það virðingunni, lýðskrumarar svipta það réttindum sínum, stríðsherrar svipta það lífi, jarðefnaeldsneyti sviptir það framtíðinni en samt trúir fólk á þann anda og hugmyndir sem fá okkur hingað í þennan sal. Það trúir á Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Guterres.Allra augu á Trump Ræða Trumps Bandaríkjaforseta vakti einna mesta athygli, þótt boðskapur hans hafi ekki verið nýr. Varði hann tíma sínum í að verja innflytjendastefnu ríkisstjórnar sinnar og ræddi einnig um stefnu landsins í utanríkismálum. Þannig hvatti hann ríki heims til þess að standa saman gegn Írönum og sakaði þarlend stjórnvöld um blóðþorsta, gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela harðlega, líkt og Jair Bolsonaro Brasilíuforseti gerði í sinni ræðu, kvaðst ósáttur við Kínverja og sagði tíma þjóðernishyggjunnar runninn upp. „Hinn frjálsi heimur verður að taka ástfóstri við grundvallarstoðir þjóðríkisins. Það má hvorki afmá þær né skipta þeim út,“ sagði Bandaríkjamaðurinn.Erdogan einblíndi á hatursorðræðu Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi um hatursáróður gegn múslimum og kenndi popúlískum stjórnmálamönnum um. „Það er grundvallarskylda okkar sem embættismenn og -konur að taka upp umburðarlyndan málflutning og eyða þessu samfélagsmeini í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Tyrkinn.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30 Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30
Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50