Hatursorðræða og þjóðernishyggja á milli tanna þjóðarleiðtoga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. september 2019 19:00 Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hófust í dag og eru tugir þjóðarleiðtoga á mælendaskrá. Fyrstu ræðu dagsins átti Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, og setti hann þar tóninn fyrir umræðurnar. Líkt og í gær nýtti Portúgalinn vettvanginn til þess að vara við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Sagði hann mannkynið nú vera að tapa baráttunni en því væri hægt að snúa við. „Við lifum í órólegum heimi. Margir óttast að troðast undir, vera slegnir niður, skildir eftir. Vélar taka vinnu fólks, mansalsmenn svipta það virðingunni, lýðskrumarar svipta það réttindum sínum, stríðsherrar svipta það lífi, jarðefnaeldsneyti sviptir það framtíðinni en samt trúir fólk á þann anda og hugmyndir sem fá okkur hingað í þennan sal. Það trúir á Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Guterres.Allra augu á Trump Ræða Trumps Bandaríkjaforseta vakti einna mesta athygli, þótt boðskapur hans hafi ekki verið nýr. Varði hann tíma sínum í að verja innflytjendastefnu ríkisstjórnar sinnar og ræddi einnig um stefnu landsins í utanríkismálum. Þannig hvatti hann ríki heims til þess að standa saman gegn Írönum og sakaði þarlend stjórnvöld um blóðþorsta, gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela harðlega, líkt og Jair Bolsonaro Brasilíuforseti gerði í sinni ræðu, kvaðst ósáttur við Kínverja og sagði tíma þjóðernishyggjunnar runninn upp. „Hinn frjálsi heimur verður að taka ástfóstri við grundvallarstoðir þjóðríkisins. Það má hvorki afmá þær né skipta þeim út,“ sagði Bandaríkjamaðurinn.Erdogan einblíndi á hatursorðræðu Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi um hatursáróður gegn múslimum og kenndi popúlískum stjórnmálamönnum um. „Það er grundvallarskylda okkar sem embættismenn og -konur að taka upp umburðarlyndan málflutning og eyða þessu samfélagsmeini í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Tyrkinn. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30 Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hófust í dag og eru tugir þjóðarleiðtoga á mælendaskrá. Fyrstu ræðu dagsins átti Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, og setti hann þar tóninn fyrir umræðurnar. Líkt og í gær nýtti Portúgalinn vettvanginn til þess að vara við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Sagði hann mannkynið nú vera að tapa baráttunni en því væri hægt að snúa við. „Við lifum í órólegum heimi. Margir óttast að troðast undir, vera slegnir niður, skildir eftir. Vélar taka vinnu fólks, mansalsmenn svipta það virðingunni, lýðskrumarar svipta það réttindum sínum, stríðsherrar svipta það lífi, jarðefnaeldsneyti sviptir það framtíðinni en samt trúir fólk á þann anda og hugmyndir sem fá okkur hingað í þennan sal. Það trúir á Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Guterres.Allra augu á Trump Ræða Trumps Bandaríkjaforseta vakti einna mesta athygli, þótt boðskapur hans hafi ekki verið nýr. Varði hann tíma sínum í að verja innflytjendastefnu ríkisstjórnar sinnar og ræddi einnig um stefnu landsins í utanríkismálum. Þannig hvatti hann ríki heims til þess að standa saman gegn Írönum og sakaði þarlend stjórnvöld um blóðþorsta, gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela harðlega, líkt og Jair Bolsonaro Brasilíuforseti gerði í sinni ræðu, kvaðst ósáttur við Kínverja og sagði tíma þjóðernishyggjunnar runninn upp. „Hinn frjálsi heimur verður að taka ástfóstri við grundvallarstoðir þjóðríkisins. Það má hvorki afmá þær né skipta þeim út,“ sagði Bandaríkjamaðurinn.Erdogan einblíndi á hatursorðræðu Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi um hatursáróður gegn múslimum og kenndi popúlískum stjórnmálamönnum um. „Það er grundvallarskylda okkar sem embættismenn og -konur að taka upp umburðarlyndan málflutning og eyða þessu samfélagsmeini í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Tyrkinn.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30 Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30
Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50