Segir ákveðna starfsmenn hafa beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum um formannssæti Eflingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2019 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar hafi beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsætið hjá Eflingu. Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í veikindafríi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að stéttarfélagið hafi brotið gegn réttindum sínum. Lára sagði í fréttum í gær að engin sáttavilji hefði komið fram hjá Eflingu að leysa málið. Þá væru þrír starfsmannanna félagsmenn í Eflingu en hafi ekki geta leitað eftir stuðningi þar. „Hvert á fólk að leita ef það getur ekki leitað til stéttarfélagsins síns? Þetta er vandi og spurning hvernig er hægt að bregðast við og aðstoða fólkið því það virðist ekki fá hjálp frá Eflingu sem ætti að aðstoða það, því miður,“ segir Lára.VR aðstoðar einn starfsmannanna í máli gegn Eflingu Einn starfsmannanna fjögurra er í VR stéttarfélagi og hefur leitað liðsinnis VR í deilunni við Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson segir að þegar slík mál komi upp fari þau í hefðbundið ferli innan félagsins og lögmaður fari yfir málið með viðkomandi. „Það er leitað sátta eins og gerist í flest öllum málum og sem betur fer þá ná stéttarfélögin í 95% tilvika sáttum þegar svona mál koma upp gagnvart vinnuveitendum. Ég get staðfest að lögmaður VR er með málið á sínu borði og er að vinna það fyrir okkur. Ég get ekki svarað því hvort málið endi fyrir dómstólum. Svona mál geta verið mjög viðkvæm og miklar tilfinningar í spilinu. Ég reikna að það fara að koma niðurstaða í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekið svona langan tíma er að svona mál geta almennt tekið langan tíma,“ segir Ragnar. Starfsmenn stéttarfélaga hafa ekki alltaf verið sáttir við endurnýjun forystunnar Ragnar segir afar sjaldgæft að starfsmaður stéttarfélags fari í mál við sitt eigið félag. „Það hefur komið til tals að Alþýðusambandið setji upp einhvers konar ferla þegar slík mál koma upp og fengnir séu utanaðkomandi lögmenn til að aðstoða viðkomandi starfsmanna“ segir Ragnar. Ragnar segir ennfremur að sú mikla endurnýjun sem hafi orðið á forystu stéttarfélaga undanfarin misseri falli ekki alltaf í kramið hjá starfsfólki. „Þetta hefur verið endurnýjun sem að starfsmenn sumra stéttarfélaga hafa ekki verið alltof sáttir við. Það var viðbúið að það yrði óánægja með nýkjörna forystu Eflingar. Og aðlögunin þeirra hefur orðið erfiðari en maður hefði ætlað,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort að starfsmaðurinn sem hefur nú leitað til VR vegna máls síns við Eflingu sé einn af þeim óánægðu segir Ragnar. „Ég er einfaldlega að benda á það að það kom berlega í ljós í kosningabaráttu núverandi forystu Eflingar að ákveðnir starfsmenn beittu sér í kosningabaráttunni gegn öðrum frambjóðandanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjón Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í veikindafríi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að stéttarfélagið hafi brotið gegn réttindum sínum. Lára sagði í fréttum í gær að engin sáttavilji hefði komið fram hjá Eflingu að leysa málið. Þá væru þrír starfsmannanna félagsmenn í Eflingu en hafi ekki geta leitað eftir stuðningi þar. „Hvert á fólk að leita ef það getur ekki leitað til stéttarfélagsins síns? Þetta er vandi og spurning hvernig er hægt að bregðast við og aðstoða fólkið því það virðist ekki fá hjálp frá Eflingu sem ætti að aðstoða það, því miður,“ segir Lára.VR aðstoðar einn starfsmannanna í máli gegn Eflingu Einn starfsmannanna fjögurra er í VR stéttarfélagi og hefur leitað liðsinnis VR í deilunni við Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson segir að þegar slík mál komi upp fari þau í hefðbundið ferli innan félagsins og lögmaður fari yfir málið með viðkomandi. „Það er leitað sátta eins og gerist í flest öllum málum og sem betur fer þá ná stéttarfélögin í 95% tilvika sáttum þegar svona mál koma upp gagnvart vinnuveitendum. Ég get staðfest að lögmaður VR er með málið á sínu borði og er að vinna það fyrir okkur. Ég get ekki svarað því hvort málið endi fyrir dómstólum. Svona mál geta verið mjög viðkvæm og miklar tilfinningar í spilinu. Ég reikna að það fara að koma niðurstaða í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekið svona langan tíma er að svona mál geta almennt tekið langan tíma,“ segir Ragnar. Starfsmenn stéttarfélaga hafa ekki alltaf verið sáttir við endurnýjun forystunnar Ragnar segir afar sjaldgæft að starfsmaður stéttarfélags fari í mál við sitt eigið félag. „Það hefur komið til tals að Alþýðusambandið setji upp einhvers konar ferla þegar slík mál koma upp og fengnir séu utanaðkomandi lögmenn til að aðstoða viðkomandi starfsmanna“ segir Ragnar. Ragnar segir ennfremur að sú mikla endurnýjun sem hafi orðið á forystu stéttarfélaga undanfarin misseri falli ekki alltaf í kramið hjá starfsfólki. „Þetta hefur verið endurnýjun sem að starfsmenn sumra stéttarfélaga hafa ekki verið alltof sáttir við. Það var viðbúið að það yrði óánægja með nýkjörna forystu Eflingar. Og aðlögunin þeirra hefur orðið erfiðari en maður hefði ætlað,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort að starfsmaðurinn sem hefur nú leitað til VR vegna máls síns við Eflingu sé einn af þeim óánægðu segir Ragnar. „Ég er einfaldlega að benda á það að það kom berlega í ljós í kosningabaráttu núverandi forystu Eflingar að ákveðnir starfsmenn beittu sér í kosningabaráttunni gegn öðrum frambjóðandanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjón Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira