Að sögn slökkviliðs kom útkallið klukkan 9:55, en þegar slökkvilið kom á svæðið voru starfsmenn Strætó að mestu búnir að slökkva eldinn. Slökkviliðsmenn sáu hins vegar um að slökkva í glæðum.
Talsverður reykur barst frá vagninum og bárust slökkviliði nokkrar ábendingar vegna málsins. Ljóst er að talsvert tjón varð á vagninum.
Guðmundur H. Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að vagninn hafi ekki verið í gangi þegar eldurinn kom upp. Rannsókn á upptökum eldsins fer líklegast fram á morgun.
