Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 08:15 Reykjalundur, endurhæfingarstöð SÍBS, er staðsettur í Mosfellsbæ. Skjáskot/Ja.is Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveini Guðmundssyni, stjórnarformanni SÍBS. Tilefni tilkynningarinnar er frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Þar segir að Birgi, sem gegnt hefur starfi forstjóra Reykjalundar í tólf ár, hafi verið sagt upp „fyrirvaralaust“. Þá hefur Hringbraut eftir heimildum sínum að hann hafi verið leiddur út af skrifstofum Reykjalundar sama dag og hann skrifaði undir starfslokasamninginn. Í tilkynningu segir að samið hafi verið um starfslok Birgis þann 30. september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS en Reykjalundur er í eigu sambandsins. Stjórnin tekur skýrt fram að í aðdraganda starfslokanna hafi ekkert „saknæmt“ borið að „af hálfu forstjórans“. Innihald starfslokasamningsins við Birgi sé trúnaðarmál og þá er áréttað að kostnaður vegna starfslokanna sé ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Einnig er fréttaflutningi Hringbrautar vísað á bug og „óviðeigandi og meiðandi myndbirting af forstjóranum“ hörmuð.Stundum þannig að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman Inntur eftir því hvað verið sé að vísa í þegar talað er um „saknæmt“ athæfi í tilkynningu segir Sveinn í samtali við Vísi að svo virðist sem orðrómar þess efnis hafi verið á kreiki. Með yfirlýsingunni vilji Sveinn kveða þá orðróma niður. „Vegna starfsheiðurs þessa manns vil ég hafa það á hreinu að það var um ekkert svoleiðis um að ræða,“ segir Sveinn. „Það var talað um að hann hefði verið leiddur út og að það hefði verið um fjárdrátt að ræða, sem er bara af og frá. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var bara niðurstaða stjórnar eftir langa umhugsun til lengri tíma. Við töldum rétt að við myndum ljúka samstarfi við fráfarandi forstjóra og að hann hefði staðið sig með ágætum í mörgum málum. Stundum er það þannig í þessu blessaða lífi að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman.“Var það að frumkvæði ykkar eða hans sem samið var um starfslok?„Við stóðum sameiginlega að því að klára þessi starfslok.“Þannig að þetta var sameiginleg ákvörðun?„Já, að hafa þetta í starfslokasamning.“ Sveinn segir að stjórn SÍBS muni hittast á nokkrum fundum fram eftir morgni. Von sé á annarri fréttatilkynningu frá SÍBS um hádegisbil þar sem nánar verður farið í næstu skref varðandi starfsemi Reykjalundar. Hann vill ekki upplýsa frekar um innihald þeirrar tilkynningar. Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveini Guðmundssyni, stjórnarformanni SÍBS. Tilefni tilkynningarinnar er frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Þar segir að Birgi, sem gegnt hefur starfi forstjóra Reykjalundar í tólf ár, hafi verið sagt upp „fyrirvaralaust“. Þá hefur Hringbraut eftir heimildum sínum að hann hafi verið leiddur út af skrifstofum Reykjalundar sama dag og hann skrifaði undir starfslokasamninginn. Í tilkynningu segir að samið hafi verið um starfslok Birgis þann 30. september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS en Reykjalundur er í eigu sambandsins. Stjórnin tekur skýrt fram að í aðdraganda starfslokanna hafi ekkert „saknæmt“ borið að „af hálfu forstjórans“. Innihald starfslokasamningsins við Birgi sé trúnaðarmál og þá er áréttað að kostnaður vegna starfslokanna sé ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Einnig er fréttaflutningi Hringbrautar vísað á bug og „óviðeigandi og meiðandi myndbirting af forstjóranum“ hörmuð.Stundum þannig að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman Inntur eftir því hvað verið sé að vísa í þegar talað er um „saknæmt“ athæfi í tilkynningu segir Sveinn í samtali við Vísi að svo virðist sem orðrómar þess efnis hafi verið á kreiki. Með yfirlýsingunni vilji Sveinn kveða þá orðróma niður. „Vegna starfsheiðurs þessa manns vil ég hafa það á hreinu að það var um ekkert svoleiðis um að ræða,“ segir Sveinn. „Það var talað um að hann hefði verið leiddur út og að það hefði verið um fjárdrátt að ræða, sem er bara af og frá. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var bara niðurstaða stjórnar eftir langa umhugsun til lengri tíma. Við töldum rétt að við myndum ljúka samstarfi við fráfarandi forstjóra og að hann hefði staðið sig með ágætum í mörgum málum. Stundum er það þannig í þessu blessaða lífi að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman.“Var það að frumkvæði ykkar eða hans sem samið var um starfslok?„Við stóðum sameiginlega að því að klára þessi starfslok.“Þannig að þetta var sameiginleg ákvörðun?„Já, að hafa þetta í starfslokasamning.“ Sveinn segir að stjórn SÍBS muni hittast á nokkrum fundum fram eftir morgni. Von sé á annarri fréttatilkynningu frá SÍBS um hádegisbil þar sem nánar verður farið í næstu skref varðandi starfsemi Reykjalundar. Hann vill ekki upplýsa frekar um innihald þeirrar tilkynningar.
Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira