Jón Þór útskýrir rauða spjaldið: „Glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. október 2019 19:59 Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson var hæstánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótolta sem valtaði yfir Letta í undankeppni EM 2021 ytra í dag. Jón Þór missti sig aðeins undir lok leiksins og fékk rautt spjald fyrir. „Þetta var frábær leikur, virkilega vel útfærður. Ég er ánægður með liðið heilt yfir þessar 90 mínútur,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það var frábært að komast snemma yfir, við eigum fínan fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk. Er virkilega ánægður með seinni hálfeikinn að halda alltaf áfram og þær sýndu mikið hungur í að klára leikinn vel.“ „Það var ekkert auðvelt því völlurinn og aðstæðurnar voru mjög erfiðar.“ Ísland vann leikinn örugglega, 6-0, og var sigurinn aldrei í hættu. „Við náðum að láta boltann rúlla út á vængina, koma okkur í þessi svæði sem við ætluðum að komast í inni í vítateig. Hreyfingin þar og grimmdin þar var það sem virkilega skilaði þessum sigri.“ „Öguð og góð frammistaða og ekkert í leik liðsins sem ég var ekki sáttur með. Ég var mjög ánægður með liðið, frábær sigur á erfiðum velli.“ Undir lok leiksins fékk Jón Þór að líta beint rautt spjald og þurfti að horfa á restina af leiknum úr áhorfendastúkunni. Hvað gerðist þar? „Við vildum halda áfram og skora meira. Það voru 10 mínútur eftir og við vildum ná fleiri mörkum þannig að það var mikið hungur í liðinu öllu og við vildum klára heilsteyptar 90 mínútur.“ „Ég kannski gleymdi mér aðeins í því, við erum að vinna boltann og erum að koma upp með boltann og þá er Gunnhildur dæmd brotleg þegar hún er að senda boltann fram á við. Það var glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því og var full hvass og fæ beint rautt fyrir.“ „En það þýðir ekkert að kvarta yfir því núna, það er búið og gert.“ Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum, en er í öðru sæti á eftir Svíum á markatölu. „Við erum með fullt hús sem var það sem við ætluðum. Við byrjuðum frábærlega, ekki hægt að biðja um meira. Næsta verkefni er að taka það með inn í nýtt landsliðsár.“ „Ég er virkilega ánægður með þetta fyrsta ár og hefur fundist liðið spila og sýna góða frammistöðu,“ sagði Jón Þór Hauksson. EM 2021 í Englandi Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Jón Þór Hauksson var hæstánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótolta sem valtaði yfir Letta í undankeppni EM 2021 ytra í dag. Jón Þór missti sig aðeins undir lok leiksins og fékk rautt spjald fyrir. „Þetta var frábær leikur, virkilega vel útfærður. Ég er ánægður með liðið heilt yfir þessar 90 mínútur,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það var frábært að komast snemma yfir, við eigum fínan fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk. Er virkilega ánægður með seinni hálfeikinn að halda alltaf áfram og þær sýndu mikið hungur í að klára leikinn vel.“ „Það var ekkert auðvelt því völlurinn og aðstæðurnar voru mjög erfiðar.“ Ísland vann leikinn örugglega, 6-0, og var sigurinn aldrei í hættu. „Við náðum að láta boltann rúlla út á vængina, koma okkur í þessi svæði sem við ætluðum að komast í inni í vítateig. Hreyfingin þar og grimmdin þar var það sem virkilega skilaði þessum sigri.“ „Öguð og góð frammistaða og ekkert í leik liðsins sem ég var ekki sáttur með. Ég var mjög ánægður með liðið, frábær sigur á erfiðum velli.“ Undir lok leiksins fékk Jón Þór að líta beint rautt spjald og þurfti að horfa á restina af leiknum úr áhorfendastúkunni. Hvað gerðist þar? „Við vildum halda áfram og skora meira. Það voru 10 mínútur eftir og við vildum ná fleiri mörkum þannig að það var mikið hungur í liðinu öllu og við vildum klára heilsteyptar 90 mínútur.“ „Ég kannski gleymdi mér aðeins í því, við erum að vinna boltann og erum að koma upp með boltann og þá er Gunnhildur dæmd brotleg þegar hún er að senda boltann fram á við. Það var glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því og var full hvass og fæ beint rautt fyrir.“ „En það þýðir ekkert að kvarta yfir því núna, það er búið og gert.“ Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum, en er í öðru sæti á eftir Svíum á markatölu. „Við erum með fullt hús sem var það sem við ætluðum. Við byrjuðum frábærlega, ekki hægt að biðja um meira. Næsta verkefni er að taka það með inn í nýtt landsliðsár.“ „Ég er virkilega ánægður með þetta fyrsta ár og hefur fundist liðið spila og sýna góða frammistöðu,“ sagði Jón Þór Hauksson.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira