Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Friðrik Agni skrifar 8. október 2019 13:08 Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. Hún virkilega snerti við mér og því sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hún sýnir Ghandi sem barðist fyrir frelsi og sjálfstæði Indlands, Rosu Parks sem barðist fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum og svo var það mynd af Instagram „áhrifavaldi“ nútímans sem er með rass. Getum við plís hætt að kalla berrassaðar, berbrjósta stelpur á Instagram áhrifavalda í fjölmiðlum? Þetta eru oft stelpur en líka karlmenn eða strákar og um leið og við erum að skilgreina þau sem áhrifavalda opinberlega þá erum við senda út skilaboð og gefa þeim ákveðið vald. Það er svo annað ef nakinn líkami er notaður sem tákn fyrir einhvern ákveðinn boðskap eða hreyfingu sbr. Free the nipple. Endilega köllum þau áhrifavalda ef þau eru virkilega að hrinda af stað boðskap sem er þess virði að íhuga. Ef þau eru raunverulega að hafa áhrif eða deila jákvæðum skilaboðum og breytingum sem skila sér vítt og breitt út í samfélagið þá já, ég skil að það séu áhrifavaldar. En ég er farinn að fá smá nóg af þessu hugtaki „áhrifavaldur“ og notkun þess hér heima og kannski almennt. Því yfirleitt ef það er frétt um einhvern áhrifavald þá er það einhver á Instagram sem allavega ég veit ekkert hver er eða hvar hún/hann er þekktur fyrir. Kannski er ég bara útskúfaður samfélagsmiðlaþegn. Oftast þegar ég skoða áhrifavaldinn nánar þá eru það partýmyndir, hálfnektarmyndir, lúxusferðalög o.fl. o.fl. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi manneskja er að hafa raunverulega og hvern er hún að hafa áhrif á? Er hún að stuðla að aukinni neysluhyggju (og er það gott?) eða einhverskonar hugmynd um kynlíf/kynóra? Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki að gefa í skyn að fólk megi og ætti ekki að hegða sér eins og það velur sér á samfélagsmiðlum, lifa stórt og auglýsa heilbrigðan líkamann sinn. Allir eiga sinn rétt. Ég geri það meira að segja sjálfur endrum og eins. En ég er ekki áhrifavaldur held ég...þó ég vilji vissulega trúa að ég hafi að minnsta kosti jákvæð áhrif á fólkið sem er í kringum mig en hver/hvað er það sem ákveður standard áhrifavalds almennt? Er það fjöldi fylgjenda á Instagram? Fjölmiðlar hafa einstakt vald í þessu tilfelli og vil ég biðla til þeirra að íhuga notkun þessa orðs. Það er annað að vera frægur á Instagram og að vera áhrifavaldur. Þetta snýst kannski meira um merkingu og notkun orðsins. Ég þakka allavega fyrir ungu áhrifavaldana eins og t.d. Gretu Thunberg og Autumn Peltier því ég get virkilega skilið að þær séu rauvnerulegir áhrifavaldar. Það er ekki bara mitt mat heldur eru þær að hafa sýnileg áhrif. Þær eru að berjast fyrir boðskap og breytingum sem snerta allar komandi kynslóðir. Hvernig ert ÞÚ að hafa áhrif?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Samfélagsmiðlar Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. Hún virkilega snerti við mér og því sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hún sýnir Ghandi sem barðist fyrir frelsi og sjálfstæði Indlands, Rosu Parks sem barðist fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum og svo var það mynd af Instagram „áhrifavaldi“ nútímans sem er með rass. Getum við plís hætt að kalla berrassaðar, berbrjósta stelpur á Instagram áhrifavalda í fjölmiðlum? Þetta eru oft stelpur en líka karlmenn eða strákar og um leið og við erum að skilgreina þau sem áhrifavalda opinberlega þá erum við senda út skilaboð og gefa þeim ákveðið vald. Það er svo annað ef nakinn líkami er notaður sem tákn fyrir einhvern ákveðinn boðskap eða hreyfingu sbr. Free the nipple. Endilega köllum þau áhrifavalda ef þau eru virkilega að hrinda af stað boðskap sem er þess virði að íhuga. Ef þau eru raunverulega að hafa áhrif eða deila jákvæðum skilaboðum og breytingum sem skila sér vítt og breitt út í samfélagið þá já, ég skil að það séu áhrifavaldar. En ég er farinn að fá smá nóg af þessu hugtaki „áhrifavaldur“ og notkun þess hér heima og kannski almennt. Því yfirleitt ef það er frétt um einhvern áhrifavald þá er það einhver á Instagram sem allavega ég veit ekkert hver er eða hvar hún/hann er þekktur fyrir. Kannski er ég bara útskúfaður samfélagsmiðlaþegn. Oftast þegar ég skoða áhrifavaldinn nánar þá eru það partýmyndir, hálfnektarmyndir, lúxusferðalög o.fl. o.fl. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi manneskja er að hafa raunverulega og hvern er hún að hafa áhrif á? Er hún að stuðla að aukinni neysluhyggju (og er það gott?) eða einhverskonar hugmynd um kynlíf/kynóra? Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki að gefa í skyn að fólk megi og ætti ekki að hegða sér eins og það velur sér á samfélagsmiðlum, lifa stórt og auglýsa heilbrigðan líkamann sinn. Allir eiga sinn rétt. Ég geri það meira að segja sjálfur endrum og eins. En ég er ekki áhrifavaldur held ég...þó ég vilji vissulega trúa að ég hafi að minnsta kosti jákvæð áhrif á fólkið sem er í kringum mig en hver/hvað er það sem ákveður standard áhrifavalds almennt? Er það fjöldi fylgjenda á Instagram? Fjölmiðlar hafa einstakt vald í þessu tilfelli og vil ég biðla til þeirra að íhuga notkun þessa orðs. Það er annað að vera frægur á Instagram og að vera áhrifavaldur. Þetta snýst kannski meira um merkingu og notkun orðsins. Ég þakka allavega fyrir ungu áhrifavaldana eins og t.d. Gretu Thunberg og Autumn Peltier því ég get virkilega skilið að þær séu rauvnerulegir áhrifavaldar. Það er ekki bara mitt mat heldur eru þær að hafa sýnileg áhrif. Þær eru að berjast fyrir boðskap og breytingum sem snerta allar komandi kynslóðir. Hvernig ert ÞÚ að hafa áhrif?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun