Formaður Þingvallanefndar hefur ekki áhyggjur af ágangi köfunarfyrirtækja í Silfru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2019 12:07 Forstjóri heimsminjaskrifstofunnar hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna kvörtunar lögmanns yfir meintum ágangi köfunarfyrirtækja í Silfru. Vísir/Vilhelm Ari Trausti Guðmundsson, formaður þingvallanefndar, hefur ekki áhyggjur af umsvifum og ágangi köfunarfyrirtækja við gjánna Silfru í Þingvallaþjóðgarði. Hann telur köfun í Silfru rúmast innan þess sem telst ásættanlegt í þjóðgörðum.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Jónas Haraldsson, lögmaður, hefði sent kvörtun til Heimsminjaskrár. Hann sagði að umsvif og ágangur köfunarfyrirtækja væru algjört hneyksli, eins og hann kemst sjálfur að orði. Forstjóri heimsminjaskrifstofunnar sendi í kjölfarið íslenskum stjórnvöldum bréf og óskaði eftir skýringum. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir um eðlilegt ferli að ræða.Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur„Þetta á sér dálítið langa sögu. Það er lögmaður sem hefur áhyggjur af því að þessi starfsemi henti ekki í þjóðgarði sem er á heimsminjaskrá. Hann hefur verið lengi í sambandi við þingvallanefnd og þjóðgarðinn. Ég endaði nú einfaldlega á því að hvetja hann til þess að fara þessa hefðbundnu leið og leggja sitt mál fyrir UNESCO, þá skrifstofu sem hefur með heimsminjaskrána að gera og hann gerir það þá náttúrulega svarar skrifstofan því að leita eftir upplýsingum frá okkur, þetta er ósköp hefðbundið ferli,“ segir Ari Trausti. Stjórnvöld munu í samvinnu við þjóðgarðsvörð vinna að því að svara fyrirspurn skrifstofunnar. „Okkar viðbrögð eru einfaldlega þau að útskýra fyrir UNESCO að atvinnustarfsemi er auðvitað ákveðin í Þingvallaþjóðgarði af til þess bærum aðilum. Það er nýbúið að móta atvinnustefnu, og það er alls konar atvinnustarfsemi í þjóðgörðum almennt séð; þjónusta, afþreying og svo framvegis og þessi tiltekna afþreying, það er að segja köfunin í Silfru, teljum við rúmast innan þess sem er ásættanlegt í þjóðgarðinum.“Forstjóri heimsminkaskrifstofunnar hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna köfunarfyrirtækja í Silfru.Vísir/vilhelmAri Trausti segist ekki hafa áhyggjur af ágangi fyrirtækjanna. „Ef ég hefði haft áhyggjur af því þá hefði ég náttúrulega beitt mér gegn þessu í þá tíð sem ég hef verið í forsvari, og svo sem bara áður líka því ég hef haft skoðanir á náttúruvernd í áratugi,“ segir Ari Trausti. „Þetta er auðvitað bara spursmál hvernig að þessu er staðið. Við höfum fengið mjög færa sérfræðinga til að vinna fyrir okkur þolmarkagreiningu varðandi fjölda og aðgengi og stýringu og mótvægisaðgerðir varðandi umhverfisálagið og þau plögg benda til þess að þetta sé í lagi svo framarlega sem farið er eftir þeim leiðbeiningum og þeim mótvægisaðgerðum sem verða hafðar uppi. Við erum með þetta í vöktun. Við förum eftir þessari áætlun og svo verður fylgst með því mjög nákvæmlega næstu árin hvernig þessu vindur fram.“ Hann segir að köfunin í Silfru sé afar merkileg upplifun. „Silfra er merkileg, þessi upplifun sem fólk fær þarna er eins og við getum hugsað okkur upplifanir gesta í öðrum þjóðgörðum; flúðasiglingar eða hvað eina. Við teljum þetta og höfum alltaf talið þetta vera ásættanlegt.“Hvað gerist næst?„Þetta er jú einstaklingur, það er ekki eins og það hafi komið fullt af kvörtunum. Þetta er einstaklingur sem er þarna að kvarta. Þessu verður svarað formlega,þ að getur dálítinn tíma til að gera þetta vel og vandlega og síðan sjáum við hvað gerist,“ segir Ari Trausti. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá íslenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála. 8. október 2019 06:00 Nýr Þingvallavegur opnaður í dag Kaflinn sem um ræðir er frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg. 16. september 2019 08:57 Þingvallahring lokað að nóttu Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana. 6. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, formaður þingvallanefndar, hefur ekki áhyggjur af umsvifum og ágangi köfunarfyrirtækja við gjánna Silfru í Þingvallaþjóðgarði. Hann telur köfun í Silfru rúmast innan þess sem telst ásættanlegt í þjóðgörðum.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Jónas Haraldsson, lögmaður, hefði sent kvörtun til Heimsminjaskrár. Hann sagði að umsvif og ágangur köfunarfyrirtækja væru algjört hneyksli, eins og hann kemst sjálfur að orði. Forstjóri heimsminjaskrifstofunnar sendi í kjölfarið íslenskum stjórnvöldum bréf og óskaði eftir skýringum. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir um eðlilegt ferli að ræða.Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur„Þetta á sér dálítið langa sögu. Það er lögmaður sem hefur áhyggjur af því að þessi starfsemi henti ekki í þjóðgarði sem er á heimsminjaskrá. Hann hefur verið lengi í sambandi við þingvallanefnd og þjóðgarðinn. Ég endaði nú einfaldlega á því að hvetja hann til þess að fara þessa hefðbundnu leið og leggja sitt mál fyrir UNESCO, þá skrifstofu sem hefur með heimsminjaskrána að gera og hann gerir það þá náttúrulega svarar skrifstofan því að leita eftir upplýsingum frá okkur, þetta er ósköp hefðbundið ferli,“ segir Ari Trausti. Stjórnvöld munu í samvinnu við þjóðgarðsvörð vinna að því að svara fyrirspurn skrifstofunnar. „Okkar viðbrögð eru einfaldlega þau að útskýra fyrir UNESCO að atvinnustarfsemi er auðvitað ákveðin í Þingvallaþjóðgarði af til þess bærum aðilum. Það er nýbúið að móta atvinnustefnu, og það er alls konar atvinnustarfsemi í þjóðgörðum almennt séð; þjónusta, afþreying og svo framvegis og þessi tiltekna afþreying, það er að segja köfunin í Silfru, teljum við rúmast innan þess sem er ásættanlegt í þjóðgarðinum.“Forstjóri heimsminkaskrifstofunnar hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna köfunarfyrirtækja í Silfru.Vísir/vilhelmAri Trausti segist ekki hafa áhyggjur af ágangi fyrirtækjanna. „Ef ég hefði haft áhyggjur af því þá hefði ég náttúrulega beitt mér gegn þessu í þá tíð sem ég hef verið í forsvari, og svo sem bara áður líka því ég hef haft skoðanir á náttúruvernd í áratugi,“ segir Ari Trausti. „Þetta er auðvitað bara spursmál hvernig að þessu er staðið. Við höfum fengið mjög færa sérfræðinga til að vinna fyrir okkur þolmarkagreiningu varðandi fjölda og aðgengi og stýringu og mótvægisaðgerðir varðandi umhverfisálagið og þau plögg benda til þess að þetta sé í lagi svo framarlega sem farið er eftir þeim leiðbeiningum og þeim mótvægisaðgerðum sem verða hafðar uppi. Við erum með þetta í vöktun. Við förum eftir þessari áætlun og svo verður fylgst með því mjög nákvæmlega næstu árin hvernig þessu vindur fram.“ Hann segir að köfunin í Silfru sé afar merkileg upplifun. „Silfra er merkileg, þessi upplifun sem fólk fær þarna er eins og við getum hugsað okkur upplifanir gesta í öðrum þjóðgörðum; flúðasiglingar eða hvað eina. Við teljum þetta og höfum alltaf talið þetta vera ásættanlegt.“Hvað gerist næst?„Þetta er jú einstaklingur, það er ekki eins og það hafi komið fullt af kvörtunum. Þetta er einstaklingur sem er þarna að kvarta. Þessu verður svarað formlega,þ að getur dálítinn tíma til að gera þetta vel og vandlega og síðan sjáum við hvað gerist,“ segir Ari Trausti.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá íslenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála. 8. október 2019 06:00 Nýr Þingvallavegur opnaður í dag Kaflinn sem um ræðir er frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg. 16. september 2019 08:57 Þingvallahring lokað að nóttu Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana. 6. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá íslenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála. 8. október 2019 06:00
Nýr Þingvallavegur opnaður í dag Kaflinn sem um ræðir er frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg. 16. september 2019 08:57
Þingvallahring lokað að nóttu Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana. 6. ágúst 2019 07:45